Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.05.2018, Page 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.05.2018, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.5. 2018 VETTVANGUR Í dag er kosið. (Eða í gær fyrir ykkur sem takiðsunnudagsblaðið bókstaflega.) Mér finnst að viðeigum að nýta kosningaréttinn við hvert tækifæri sem gefst. Ég hef sjálfur kosið í öllum kosningum sem hafa verið haldnar síðan ég fékk rétt til þess. Stundum einhverja bölvaða vitleysu, eins og gengur. En ég hef alltaf mætt á kjörstað og skilað atkvæðinu mínu. Mér finnst það gaman og lít á það sem lýðræðislega skyldu mína að kjósa. Það tók talsverðan tíma að fá þennan lýðræðislega rétt í gegn og mér finnst það hrein van- virðing að nýta ekki þann rétt. Við búum í landi þar sem lýðræði er svo sjálfsagt að kannski gerum við okkur ekki alltaf grein fyrir því hversu mikilvægt það er. Við tökum því sem gefnum hlut. Það hlýtur að hljóma undarlega fyrir þá sem ekki ganga að lýðræði sem vísu að hlusta á okkur væla yfir því að hér sé alltof oft kosið. Hver hefði trúað því að lýðræði gæti verið þreytandi? Að við fengjum of mörg tækifæri til að segja skoðun okkar á því hver eigi að fara með völdin í samfélaginu. Er það virkilega svo slæmt? Svo má ekki gleyma því hvað Bogi Ágústsson og Ólafur Þ. Harðarson að andvarpa sig inn í nóttina er krúttlegt sjónvarpsefni. Einhverjir segja kannski að þessar kosningar skipti ekki máli. Fátt finnst mér fjær sanni. Sveitarstjórnar- kosningar snúast um nánasta umhverfi okkar, skipulag, framkvæmdir og hvernig við viljum haga bænum eða sveitinni okkar. Hvernig samfélag viljum við? Á hvað viljum við leggja áherslu? Hverju vilt þú breyta? Sumir segja að enginn flokkur henti þeim. Það getur varla átt við í Reykjavík. Ef þú getur ekki námundað skoðanir þínar við stefnu einhverra þessara sextán framboða þá hlýturðu að vera á einhverri mjög sér- stakri línu. Það er kannski enginn að tala um að fram- boðið sé eins og sniðið að sjónarmiðum þínum í öllum málum en eitthvað af þeim hlýtur að vera líklegra en annað. Veldu það. Svo eru alltaf þeir sem ætla að skila auðu. Til að mótmæla. Ég er með fréttir fyrir þá. Í fyrsta lagi veit enginn hverju þú ert að mótmæla. Auða atkvæðið þitt gæti jafnvel verið túlkað sem mótmæli við einhverju sem þú ert algjörlega sammála. Í öðru lagi þá er ekki eins og auðu atkvæðin myndi autt sæti í bæjarstjórn sem þú gætir bent á og sagt með stolti: Ég stóð fyrir þessu! Og í þriðja lagi. Það er öllum sama. Stjórn- málamenn eru ekki að fara að gráta sig í svefn yfir fjölda auðra atkvæðaseðla. Ég get alveg lofað ykkur því. Ef þú kýst ekki þá missirðu líka réttinn til að rífa kjaft. Ef þú hefur ekki kosið þá ertu í raun að segja að þú ætlir ekki að taka þátt í að ákveða hverjir fara með stjórn í bænum þínum og þar með er voða erfitt að fara að rífast í þeim sem tóku við. En það er líka sennilega rétt að vara fólk við því að trúa kosningaloforðum. Þau eru eins og veðurspáin – undir hælinn lagt hvort þau gangi eftir. En það er vissulega gaman á þessum tímum umhverfisverndar að sjá að það er hægt að endurnýta gömul kosningaloforð. Hver man svosem hvað var sagt fyrir fjórum árum? En það er sennilega hægt að hafa það fyrir reglu fyrir fólk að kjósa ekki flokk sem lofar einhverju sem það er al- gjörlega ósammála. Það væri eftir öðru að þau loforð kæmu strax til framkvæmda. Annars ætti ég kannski ekkert að vera að segja fólki sem nennir þessu ekki að kjósa. Það er líka það frá- bæra við lýðræðið að við ráðum því sjálf hvað við ger- um. Þreytandi lýðræði Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is ’Það hlýtur að hljóma undarlega fyrir þá semekki ganga að lýðræði sem vísu að hlusta á okk-ur væla yfir því að hér sé alltof oft kosið. Hver hefðitrúað því að lýðræði gæti verið þreytandi? Endurupptaka dagsett Til stendur að endurupptaka Guð- mundar- og Geirfinnsmálsins fari fram fyrir Hæstarétti 13. september næstkomandi. Bæði ákæruvaldið og verjendur munu fara fram á sýknu í málinu. NASA skoðar Ísland Rannsóknarteymi NASA kannar nú aðstæður á Íslandi fyrir rann- sóknir sem ætlað er að skila þekk- ingu til könnunarleiðangra til ann- arra plánetna í framtíðinni. Þegar er byrjað að skoða aðstæður hér og standa vonir til að framkvæma rannsóknir á næstu misserum. Hærri atvinnuleysisbætur Atvinnuleysisbætur hækkuðu 1. maí sl. um tæp 19%. Skv. tilkynningu frá vel- ferðarráðuneytinu hafa óskertar grunnatvinnuleysisbætur hækkað úr 227.417 krónum á mánuði í 270.000 krónur. Tólfan ekki trommulaus Ástæðulaust er að óttast að Tólfan, stuðn- ingslið karlalandsliðsins í fótbolta, fái ekki að taka með sér trommur til Rúss- lands. Víðir Reynisson, öryggisfulltrúi KSÍ, segir að sérstakar stuðnings- mannasveitir, eins og Tólfan, fái yfirleitt að fara með trommur inn á leikvangana. Margir eru komnir með nóg af vætu og kulda. Einar Sveinbjörns- son veðurfræð- ingur segir vel geta farið að rætast úr veðri. Morgunblaðið/Hanna VIKAN SEM LEIÐ Sumarið á leiðinni? UMMÆLI VIKUNNAR „Þetta er varla bílverð.“ Tryggvi Páll Friðriksson hjá Gallerí Fold, sem hefur til sölu fágæta mynd eftir Kjarval sem metin er á 6-7 milljónir króna. HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástS s vinnuföt í SÍGILDIR SUNNUDAGAR Fyrsta flokks kammertónlist Sígildir sunnudagar eru klassísk tónleikaröð þar sem boðið er upp á fjölbreytt úrval kammertónleika. Sunnudaga kl. 17:00 í Hörpu Fasteignir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.