Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.05.2018, Side 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.05.2018, Side 14
VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.5. 2018 Þ að er stund milli stríða hjá búningahönnuðinum Mar- gréti Einarsdóttur en hún er nýkomin úr Flatey og á leiðinni til Danmerkur. Við ákveðum að hittast á kaffihúsi Kjarvalsstaða á mjög votum þriðjudegi. Fáir eru á ferli og rigningin lekur niður stóru rúð- urnar. Það er tilvalið að gleyma veðrinu um stund og hverfa inn í heim búninga og kvikmynda því Margrét hefur frá mörgu að segja. Í næstum tvo áratugi hefur hún skapað eftirminnilegar persónur hvíta tjaldsins, klætt fræga sem ófræga, unnið í skíta- kulda á jöklum, ælt eins og múkki á fiskiskipi og vakað dögum saman við að sauma víkingaskó. Þrátt fyrir að vinnan nái oft yfir heilu og hálfu sólarhringana vill Margrét hvergi annars staðar vera í lífinu. Hún nýtur þess að eiga þátt í að segja sögur með því að skapa trúverðugar persónur með búningum sem hún hannar. Hannaði föt á dúkkurnar „Ég hef haft áhuga á þessu síðan ég var smákrakki. Amma kenndi mér handbrögðin en hún skapaði allt sjálf og fylgdi eng- um uppskriftum. Það lék allt í höndunum á henni og allt varð að listaverkum. Hún notaði oft alls kyns afganga og gerði veggteppi og saumaði út,“ segir Margrét og bætir við að móðir sín hafi einn- ig haft áhrif, en hún hafði numið við textíldeild Myndlista- og handíðaskólans. Margrét man ekki öðruvísi eftir sér en í einhvers konar list- sköpun. „Ég var um fjögurra ára gömul þegar ég byrjaði að prjóna,“ segir Margrét og bætir við að hún hafi fengið mikla örvun og menningarlegt uppeldi; séð myndlistarsýningar, farið í leikhús og bíó, auk þess að hafa ferðast mikið bæði um landið og utan þess. Hún segist ung hafa byrjað að teikna kjóla og búninga. „Ég á myndir sem ég teiknaði á fjórða ári sem mamma hefur geymt og eru þær af kjólum og búningum. Svo lék ég mér að dúkkulísum og hannaði og saumaði föt á dúkkurnar mínar. Þann- ig að þessi sköpunarþörf og þörf fyrir að segja sögur hefur alltaf verið til staðar. Mér finnst gaman að gera það sjónrænt. Kafa djúpt í karakterana og reyna að byggja upp trúverðuga mynd af persónunum. Þetta snýst ekki alltaf um að búningarnir þurfi að vera fallegir, þótt stundum eigi það við. Ég er að spegla lífið. Ég vil að fólk finni til samkenndar með persónunum,“ segir Margrét. „Fólk er ekki alltaf í fötum sem passa og er alls ekki alltaf smekklegt. Ég er að skoða ferðalag persóna, botn þeirra og ris. Hvernig ég geti hjálpað til að skapa þennan heim sem það til- heyrir,“ segir hún. Margrét skoðar gjarnan föt fólksins á götunni og hefur gaman af og sækir hugmyndir til samtímans jafnt og í fortíðina. Sjálf segist hún vera með afslappaðan stíl og að sér finnist stundum erfitt að vera of fín. „Ég er góð í duggarapeysunni og gönguskónum,“ segir hún og hlær. Frikki og dýrið Ferillinn þróaðist smátt og smátt en áður en Margrét hellti sér út í búningahönnun fyrir sjónvarp, leikhús og kvikmyndir átti hún fataverslunina Frikki og dýrið, ásamt Dýrleifu Örlygsdóttur. „Við rákum þessa búð saman í tíu, tólf ár. Fyrst seldum við ein- göngu notuð föt en síðar líka nýja og eigin hönnun. Við unnum líka saman við að stílísera og hanna búninga fyrir sjónvarp, og það tók smátt og smátt yfir. Við vorum fyrst meira í auglýsingum en svo þróaðist það yfir í sjónvarp, kvikmyndir og leikhús. Á þessum tíma vorum við báðar með fullt af litlum börnum og í tveimur störfum þannig að það gekk ekki lengur og við lokuðum búðinni. En þetta var frábært samstarf og ég sakna Dýrleifar alltaf mikið.“ Eftir að búðinni var lokað hellti Margrét sér út í búningahönn- unina. Fyrsta stóra verkefnið sem hún og Dýrleif unnu saman kom árið 2000 en það var síðasta Fóstbræðraserían. Fljótlega bættist við annað verkefni við gerð leikinnar heimildarmyndar um Njálssögu. Boltinn fór að rúlla. Hið einfalda getur verið erfitt Nú, næstum tveimur áratugum síðar, er Margrét orðin eftirsótt í bransanum. Hún hefur unnið á fjölmörgum settum bíómynda við hinar ýmsu aðstæður og í mörgum löndum heims. Hún er ný- komin í bæinn eftir vinnutörn í Flatey sem búningahönnuður Flateyjargátu; sjónvarpsseríu sem Björn Brynjúlfur Björnsson vinnur að ásamt Saga Film eftir samnefndri bók. „Sagan gerist 1971, rétt áður en handritin koma heim og verða þetta fjórir þættir. Við erum bara búin að taka upp í Flatey en eigum eftir fleiri tökur, bæði í Stykkishólmi og Reykjavík.“ Beðin um að lýsa vinnudegi sínum segist hún oftast mæta snemma til að gera allt klárt fyrir senur dagsins, en þá er oft mik- ill undirbúningur að baki. Á settinu felst vinnan í að vera tilbúin með næsta búning og hjálpa leikurunum sem koma oft í stríðum straumum til hennar yfir daginn. Stundum felst vinnan í áfram- haldandi undirbúningi eða hönnun því oft þróast kvikmyndir eftir að tökur byrja og nýir leikarar bætast í hópinn. Margrét segir einna skemmtilegast að vinna í „períódu“ og út- skýrir að hún eigi við að vinna með ákveðin tímabil í sögunni en neitar því að eiga sér uppáhaldstímabil. „Þetta snýst um karakterana og að búa til eitthvað trúverðugt til að hjálpa framvindu sögunnar. Það er skemmtilegt að setja sig inn í ákveðin tímabil en fyrir mér snýst þetta aðallega um að vera trúr sögunni. Oftast finnst mér að mér hafi tekist vel upp ef áhorfandinn sér ekki búningana en trúir á persónurnar. Maður hjálpar til við að skapa persónurnar og stemninguna með bún- ingunum,“ segir Margrét. „Stundum eru þeir auðvitað stærri partur af myndinni. Gott dæmi um það er sænsk kvikmynd sem ég gerði í fyrra, Eld och Lågor, en hún á að gerast árið 1940. Þar eru búningarnir mikið sjónarspil og maður segir söguna á allt annan hátt en maður er vanur að gera í nútíma raunsæi. Þarna fékk ég leyfi til að skapa meira og villtari heim en oft áður. Fyrir þá mynd voru allir bún- ingar hannaðir og saumaðir frá grunni. Við bjuggum til skó, hatta og skart og allt saman.“ Það hlýtur að vera skemmtilegra en að finna réttu gallabux- urnar úti í búð? „Já, en að finna réttu gallabuxurnar getur verið alveg jafn mikill hausverkur eins og að teikna eitthvað frá grunni. Stundum getur verið ótrúlega erfitt að finna rétta svarta stuttermabolinn,“ segir Margrét og hlær. „Það er stundum ótrúlegt hvað einföldustu hlutir geta verið snúnir.“ Stærri og betri tækifæri Margrét hefur síðustu árin dvalið jafnt í Noregi og á Íslandi en í Noregi hefur hún fengið stór verkefni sem ná reyndar einnig til hinna norrænu landanna. Hún segir upphafið að Noregsævintýr- inu hafa verið þannig að vinkona hennar, Ásta Hafþórsdóttir sminka, hafi flutt til Óslóar fyrir átta árum og hún ákveðið í kjöl- farið að kanna hvort hún fengi eitthvað að gera þarna og hóf að senda út fyrirspurnir. „Það kom ekkert út úr því í byrjun en næst þegar ég fór að heimsækja Ástu prófaði ég að senda aftur og þá vildi það þannig til að mér var boðið verkefni. Þetta var einhver ævintýra- mennska; mig hafði alltaf langað til þess að reyna fyrir mér er- lendis en einhvern veginn ekki fundið kjarkinn fyrr en þarna. Ég lét bara á það reyna og nú er ég búin að gera fjórar bíómyndir í Noregi og eina í Svíþjóð og er að fara að gera eina í Danmörku og það eru fleiri verkefni sem bíða þarna úti. Þegar ég er búin í Flat- eyjargátunni fer ég til Kaupmannahafnar þannig að ég er svolítið á flakki. Það hefur kosti og galla. Mér finnst gott að fara og vinna mikið og geta svo kannski komið heim og átt smá frí, en krakk- arnir mínir og maðurinn minn hafa líka verið dugleg að koma og vera hjá mér erlendis. Ég er núna að fara að vinna að danskri mynd sem heitir Valhalla og er bíómynd gerð eftir teiknimynda- sögum sem voru svo vinsælar,“ segir Margrét. „Tækifærin úti eru fleiri og stærri og launin betri, þótt enginn Ég er að spegla lífið Margrét Einarsdóttir búningahönnuður er eftirsótt víða um Norðurlönd og er nú með annan fótinn í Noregi. Hún hefur unnið við fjöldann allan af kvikmyndum, sjónvarpseríum og við leikhús. Margrét hefur klætt bæði Anthony Hopkins og Mads Mikkelsen, sem leikur aðalhlutverkið í Arctic, nýrri bandarísk-íslenskri kvikmynd, sem frumsýnd var í Cannes nýlega. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is „Jú, hann var bara mjög ljúfur og yndislegur. Hann talaði mik- ið um bókmenntir og listir. Ég á ekki „selfie“ af okkur saman; maður vill vera faglegur. Ég geymi þetta allt á harða diskinum. En ég á reyndar fallegt þakkarkort sem hann skrifaði mér og ég passa upp á það,“ segir Margrét Einarsdóttir búningahönn- uður um Anthony Hopkins sem hún klæddi í myndinni Noah.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.