Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.05.2018, Side 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.05.2018, Side 28
FERÐALÖG Flugfarþegum er alltaf að fjölga en í Bandaríkjunum er spáðað á eftirfarandi þremur dögum verði flugvellirnir óvenjulegafullir; fimmtudagana 5., 12. og 19. júlí. Þeir, sem er illa við þvögur, ættu að reyna að ferðast á öðrum dögum. Fullir flugvellir 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.5. 2018 Á næsta ári verður áratugurliðinn frá því að Íslendingargátu flogið beint til Seattle, stærstu borgar Washington-fylkis í Bandaríkjunum. Nokkur ljómi hefur verið yfir borginni um langan aldur, m.a. vegna þess að þar hafa risaþot- urnar frá Boeing orðið til. En þar eiga íbúar Norðurlanda einnig mörg ættmenni. Þangað héldu margir vesturfaranna í lok 19. aldar og freistuðu gæfunnar í sjávarútvegi og timburiðnaði. Frá því að Icelandair hóf beint flug til borgarinnar hefur henni vax- ið mjög ásmegin og skýrist það m.a. af því að nokkur af öflugustu fyrir- tækjum heims hafa þarf höfuð- stöðvar sínar. Má þar m.a. nefna Microsoft, Starbucks, fyrrnefndar Boeing-verksmiðjur og Amazon. Auðvelt að rata um Þótt stórborgarsvæðið í kringum Seattle telji á sjöundu milljón íbúa er borgin sjálf aðeins byggð ríflega 600 þúsund íbúum. Þá er borgin vel skipulögð og auðvelt að rata eftir breiðstrætum hennar. Áður en hótel er pantað í borginni er ágætt að ganga úr skugga um hvort þar sé hægt að fá lánað eða leigt hjól fyrir lítinn pening. Þannig er borgin mjög aðgengileg hjólreiða- fólki og ef ekki er farið of hratt yfir hafa íbúar hennar skilning á því þótt aðkomufólk ferðist um eftir gang- stéttum. Eftir nokkrum stærri göt- unum eru einnig sérstakir hjólreiða- stígar sem henta vel ef ætlunin er að fara ögn hraðar yfir. Líkt og víðast hvar í Bandaríkj- unum er allvíða hægt að komast í góðan morgunverð í borginni. Þar má sérstaklega mæla með 5 Point Café, sem er undarleg samblanda af bar og kaffihúsi. Staðurinn er opinn allan sólarhringinn en kaffið er gott og maturinn ekki síðri! Höggmyndir á heimsmælikvarða Að staðgóðum morgunverði loknum er tilvalið að draga fram hjólið og Morgunblaðið/Stefán E. Stefánsson Á hjóli um hina töfrandi Seattle Seattle er heimaborg margra af þekktustu fyrirtækjum heims. Þrátt fyrir það eru íbúar borgarinnar aðeins ríflega 600 þúsund talsins. Hún er ótrúlega aðgengileg fyrir fólk sem þangað kemur í fyrsta sinn og það er einstaklega gaman að ferðast um hana á hjóli. Stefán Einar Stefánsson ses@mbl.is Seattle er heillandi og vel skipulögð borg sem gott er að sækja heim á eigin vegum. NÝ ÞJÓNUSTA FYRIR ÁSKRIFENDUR HLJÓÐMOGGI FYRIR FÓLK Á FERÐ

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.