Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.05.2018, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.5. 2018
S
agan sýnir að flokksbræður forseta
Bandaríkjanna tapa oftast fylgi í
þingkosningunum sem fram fara
tveimur árum eftir kjör hans.
Þekkt regla
Það eru auðvitað til undantekningar „sem sanna“
þessa reglu eins og aðrar. Þannig hélt George W.
Bush meirihluta sínum í fulltrúadeild þingsins haust-
ið 2002 og bætti 8 þingmönnum við sig þar. Vafalítið
höfðu atburðirnir 11. september árið áður áhrif þá.
Þjóðin vildi harmi lostin forðast innri stjórnmála-
lega sundrungu sem mest, eins og skiljanlegt er.
Reyndar vann flokkur forsetans þá meirihluta í öld-
ungadeildinni. Demókratar höfðu haft 51 þingmann
þar á móti 49 þingmönnum forsetans. En flokkur
hans vann 2 þingmenn svo að þeir höfðu nú 51 þing-
mann á móti 49.
Í kosningum tveimur árum síðar, þar sem forsetinn
var aftur í kjöri, vann hann John Kerry, síðar utan-
ríkisráðherra Obama, með sannfærandi hætti. Fékk
Bush bæði meirihluta kjörmanna, sem er það sem
gildir, og meirihluta kjósenda. Iðulega reynir sá sem
tapar kosningunum samkvæmt reglum um kjörmenn
að hampa því mjög ef það gerist án þess að sigurveg-
arinn sé með meirihluta kjósenda á bak við sig.
Margoft hefur þó verið bent á að frambjóðendur miði
baráttu sína við reglur sem gilt hafa frá stofnun rík-
isins og hafi sig ekki í frammi í kjördæmum sem þeg-
ar eru töpuð.
Hinn mikli sigurvegari
Ronald Reagan var (og er) einn allra vinsælasti for-
seti Bandaríkjanna. Þegar hann leitaði eftir endur-
kjöri 1984, þá að verða 74 ára gamall, fékk hann ótrú-
leg úrslit. Hann vann alla kjörmenn í 49 ríkjum
Bandaríkjanna (525) og tapaði aðeins í einu, Minne-
sota, heimaríki Walter Mondale sem gaf honum 13
kjörmenn. Minnstu munaði þó að Reagan ynni öll rík-
in 50. Mondale fékk 49,72% greiddra atkvæða í
Minnesota en Reagan 49,54 atkvæða!
Reagan fékk 58,8% greiddra atkvæða á landsvísu.
Um slíkan sigur verður helst horft til kjörs Lyndons
Johnsons sem hafði verið varaforseti Johns F.
Kennedys þegar hann var myrtur í Texas ári fyrr.
Árið 1964 vann Johnson sigur í 44 ríkjum á móti 6 og
fékk 486 kjörmenn á móti 52. Hann fékk raunar að-
eins hærra hlutfall greiddra atkvæða en Reagan 1984
eða 61,1%.
Vafalítið er að ódæðið í nóvember réttu ári fyrr
hafði sitt að segja um svo glæsilega útkomu. En þeg-
ar Johnson forseti hugleiddi stöðu sína varðandi end-
urkjör tæpum 4 árum síðar reyndist hún ekki væn-
leg. Þátttaka Bandaríkjanna í Víetnamstríðinu, sem
forverinn John Kennedy lagði grunninn að, réði
mestu um það.
Vinsælt valdajafnvægi
En það virðist greypt inn í þjóðarvitund vestra að
hollt sé að skapa skilyrði til togstreitu á milli þings og
valdamikils forseta. Þó er lítill vafi á að beiti meiri-
hluti þings valdi sínu af óhóflegu offorsi gegn forset-
anum gerir slík stundum meiri skaða en gagn.
Oft er það metið svo að vinsældir eða óvinsældir
forseta geti skapað eða tapað vinsamlegan meirihluta
í þingdeildunum tveimur. Og vísbendingar eru til um
réttmæti slíkra kenninga. En fyrrnefndur vilji
Bandaríkjamanna til að forðast að of mikið vald sé á
einni hendi spilar á móti. Þegar Ronald Reagan vann
sinn stórbrotna sigur leiddi það ekki til flóðbylgju
stuðningsmanna hans inn í þinghúsið í Washington.
Reagan hélt vissulega meirihluta sínum í öldunga-
deild þingsins en hann missti engu að síður tvö þing-
sæti þessa sigursælu nótt. Flokkur forsetans vann 16
þingsæti af demókrötum í fulltrúadeildinni, en það
breytti því ekki að demókratar héldu eftir sem áður
yfirburðastöðu þar og voru með 253 fulltrúa gegn 182
repúblikönum. Meirihluti þeirra kjósenda sem
greiddu atkvæði kusu demókrata til fulltrúadeild-
arinnar þrátt fyrir tæplega 60% fylgi Reagans á með-
an leiðtogi demókrata á landsvísu fékk aðeins um
40% atkvæða.
Hvað gerist núna?
Repúblikanar hafa nú meirihluta í báðum deildum
þingsins og eru með Trump í Hvíta húsinu. Þriðj-
ungur öldungadeildar kemur til endurkjörs á tveggja
ára fresti ásamt öllum þingmönnum fulltrúadeildar.
Meirihluti Trumps forseta í öldungadeild er mjög
tæpur. Í orði kveðnu eru þar 52 stuðningsmenn en
vegna alvarlegra veikinda er John McCain fjarri. Því
er aðeins 1 manns meirihluti í þingdeildinni. En Mike
Pence er ekki aðeins varaforseti heldur jafnframt
varadekk í öldungadeildinni. Falli atkvæði þar jöfn
sest varaforsetinn í forsetastól deildarinnar og greið-
ir oddaatkvæði. Og það er vitað hvorum megin það
lendir. Þrátt fyrir nauman meirihluta halda repúblik-
anar í þá von að þeir geti haldið meirihlutanum þar,
því að svo hittist á nú að miklu fleiri þingmenn demó-
krata þurfa að leita endurkjörs að þessu sinni en
repúblikanar. Þótt meirihluti repúblikana á papp-
írnum sé rúmur eða meira en 40 þingmenn þá hafa
flestir spáð því frá kjöri Trumps að demókratar ættu
góða möguleika á því að vinna deildina í nóvember.
Til þess þurfa þeir að ná 23 þingsætum til sín. Skoð-
anakannanir bentu lengst af til þess að þetta væri lík-
legt. Fleiri þekkt nöfn eru að hverfa af þingi úr röð-
um repúblikana en demókrata og almennt fylgi
demókrata hefur mælst meira að undanförnu. Fylgi
forsetans stóð framan af býsna lágt og það getur
skipt máli, eins og fyrr sagði. Þá hafa kjósendur hlið-
hollir demókrötum þótt baráttuglaðari frá síðustu
kosningum en andstæðingarnir. Sá þáttur getur ráð-
ið úrslitum vegna þess að kjörsókn í „milli-kosn-
ingum“ þ.e. þegar forsetaembættið er ekki undir er
miklu minni en ella. Þannig kusu aðeins 36,4% í síð-
ustu „milli-kosningum“ í nóvember 2014 og var það
lélegasta kjörsókn síðan 1942.
Er Eyjólfur að hressast?
En síðustu mánuði hefur stuðningur við demókrata
minnkað á ný og vinsældir forsetans aukist með
marktækum hætti. Demókratar höfðu í rúmt ár
mælst með allt að því 17% meira fylgi en repúblik-
anar en úr þeim mun hefur dregið hratt að und-
anförnu. Munurinn virðist nú um 7-8%. Helsta skýr-
ingin er sú að „málið eina“ sem demókratar hafa
hengt allt sitt á, „rússagaldurinn“ um samsæri
Trumps og Pútíns um að stela kosningasigrinum frá
réttbornum handahafa hans, Hillary Clinton, hafi
súrnað mjög að undanförnu. Málið hefur verið rann-
Verður Watergeit
eins og kiðlingur
hjá þessari geit?
’
Verði niðurstaðan sú að sannað þyki að
stjórnarflokkur í Bandaríkjunum hafi
notað hinar voldugu stofnanir alríkisins til
að njósna um andstæðinga sína í aðdraganda
kosninga, þá geta frægir bandarískir fjöl-
miðlar ekki haldið áfram að haga sér eins og
þeir hafa leyft sér vegna fyrirlitningar og hat-
urs á Trump.
Reykjavíkurbréf25.05.18