Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.05.2018, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.05.2018, Blaðsíða 34
LESBÓK Sýningin Korriró og dillidó í Safni Ásgríms er gott tækifæri fyrir fjöl-skyldur að skoða ævintýraheim álfa og trölla sem Ásgrímur Jónsson túlkaði svo snilldarlega í verkum sínum. 15. september er úti ævintýri. Töfraheimur þjóðsagnanna 34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.5. 2018 Forsetar, ráðherrar og rektorar og ýms-ir meintir mektarmenn, lífs og liðnir –allt karlar vel að merkja – hefðu kannski ekki orðið ýkja hrifnir ef málverk, ljósmyndir eða styttur af þeim á opinberum stöðum yrðu baksvið fyrir feikistórar ljós- myndir af ungum berbrjósta konum. Og að þær yrðu til sýnis á Austurvelli, gegnt Al- þingi Íslendinga, vöggu íslensks lýðræðis eins og það er stundum kallað. Sú er þó raunin og er hugmyndin runnin undan rifj- um Borghildar Indriðadóttur, listakonu og arkitekts, en hún er listrænn höfundur sýn- ingarinnar Demoncrazy, sem sett verður upp 1. júní á Listahátíð í Reykjavík 2018. Ljósmyndirnar tók Magnús Andersen. „Sýningin, sem ég vil þó frekar kalla list- sýningu en ljósmyndasýningu, sam- anstendur af fjórum risastórum ljós- myndum af konum fyrir framan fyrrnefnda minnisvarða um karlana, auk fjölda ljós- mynda með sama þema sem ég set á vefsíð- una demoncrazy.is þegar nær dregur hátíð- inni. Þar sem verkefnið snýst um að taka sér pláss fannst mér mikilvægt að mynd- irnar á Austurvelli væru fáar og stórar frekar en margar litlar,“ segir Borghildur. Gjörningurinn Drosophila í tengslum við sýninguna tveimur dögum síðar er einnig á hennar ábyrgð. Afbökun á lýðræði „Demoncrazy er orðaleikur, afbökun á enska orðinu democracy, lýðræði á íslensku, og gæti útlagst sem djöfulóð/ur. Mér finnst nafnið spennandi og um leið skemmtilega tvíbent því demon er dregið af gríska orð- inu demonium yfir æðri mátt eða anda. Dropsophila er hins vegar ávaxtafluga, sem reyndar heitir melangogaster að seinna nafni,“ útskýrir Borghildur brosandi og heldur áfram: „Hugmyndin að listsýningu kviknaði fyrir réttu ári þegar ég fór í vett- vangsferð um alþingishúsið ásamt fleiri arkitektum vegna samkeppni um viðbygg- ingu. Þá sá ég öll þessi málverk af körlum hangandi upp um alla veggi. Í fyrstu vissi ég ekki nákvæmlega hvernig ég ætti að þróa og útfæra hugmyndina, né heldur hvað ég ætti að gera við ljósmyndirnar sem ég hafði fengið Magnús til að taka fyrir mig. Mig langaði að skapa ákveðna stemningu með áherslu á þennan gamla tíðaranda þeg- ar karlarnir höfðu öll völd.“ Ljósmyndirnar voru teknar í alþingishús- inu, Þjóðleikhúsinu, Háskóla Íslands, Land- spítalanum og fleiri opinberum stofnunum og segir Borghildur að leyfi fyrir mynda- töku hafi ekki alls staðar verið alveg sjálf- gefið. Er sýningin ádeila á feðraveldið? „Nei, hún er í rauninni athugun mín sem arkitekts. Mér finnst umhugsunarvert að allar þessar karlamyndir verði kannski öld- um saman partur af arkitektúrnum. Ísland er þar engin undantekning að þessu leyti. Markmiðið með því að taka ljósmyndir af berbrjósta ungum konum, ákveðnum og sterkum, við málverk, ljósmyndir eða stytt- ur af karlmönnum í opinberum rýmum, er að spegla völdin sem karlar höfðu og hafa kannski enn. Þótt sjálf viti ég ekki svarið vil ég með sýningunni varpa fram þeirri spurningu hvort minnisvarðar af slíku tagi eigi þátt í að viðhalda þessum gamla kúlt- úr.“ En af hverju eru konurnar á ljósmynd- unum brjóstaberar? „Í verkinu tefli ég saman táknmynd valdsins annars vegar og hins vegar ein- hverju sem er algjörlega berskjaldað og viðkvæmt eins og brjóst. Aðferðin er ekki ný af nálinni, það eru til margar sögur um berbrjósta konur, til dæmis eldgamalt minni um amasónur í grískri goðafræði sem sýndu mikinn styrk. Brjóstabylting þegar amma var ung Konurnar á ljósmyndunum horfa beint í myndavélina og ögra þeirri jakkafata- klæddu, miðaldra karlkyns ímynd valdsins sem þær hafa alist upp við. Þær eru komn- ar til að vera,“ segir í sýningarskrá Listahátíðar. Byltingasysturnar #freethe- nipple og #metoo koma ósjálfrátt upp í hugann sem mögulegir áhrifavaldar. „Mál- staðirnir eru flottir, en ég er einfaldlega að setja upp listsýningu og hvorki að pæla í #freethenipple né #metoo,“ segir Borghild- ur og lætur þess getið að brjóstabylting hafi líka verið í gangi á hippaárum ömmu sinnar, en svo hafi allt í einu komið bakslag á níunda áratugnum. „Stelpunum sem sátu fyrir á ljósmyndunum finnst – eins og okk- ur flestum sem erum á þessum aldri – ekk- ert eðlilegra en að geta gegnið um ber- brjósta,“ bætir hún við. Þá er það komið á hreint. Borghildur er ekkert að pæla í feðraveldinu eða hvers kyns byltingum, a.m.k. ekki þegar sýningin og gjörningurinn eru annars vegar. „Sjálf vinn ég með mörgum karlmönnum og hef ekki beint áhuga á að stilla þeim upp við vegg í verkum mínum,“ segir Borghildur og skírskotar til samstarfsmanna sinna á arki- tektastofu Vilhjálms Hjálmarssonar. Næmt auga arkitektsins fyrir rými kem- ur Borghildi til góða í listsköpun sinni. Hún lauk mastersnámi í arkitektúr frá Listahá- skólanum í Berlín 2017, starfaði um tveggja ára skeið í stúdíói Ólafs Elíassonar þar í borg og einnig sem leikari og hönnuður og við framleiðslu og uppsetningu sýninga. „Þótt ég stilli verkum mínum upp með ákveðnum hætti finnst mér mikilvægt að leyfa fólki að túlka þau eins og það vill. Sjálf lít ég á Demoncrazy og Drosophilu sem sambland af myndlist, leiklist og gjörn- ingi,“ segir Borghildur og víkur talinu að Drosophilu, sem er innblásin af samnefndri ávaxtaflugu. Kvenflugan stærri en karlflugan „Hún kom bara fljúgandi til mín, þessi rauðeygða fluga, sem er mikið notað til- raunadýr í rannsóknum á kynferði, kynlitn- ingum og kynhegðun. Rauðu augun finnst mér spegla vald, áræði og einbeitingu. Hegðun flugunnar varð kveikjan að leik- ræna þættinum; hreyfingum um 30 kvenna og karla, sem taka þátt í gjörningnum á Austurvelli og halda svo sem leið liggur í Klúbb Listahátíðar í Hafnarhúsinu,“ segir Borghildur og bætir við að sér finnist eitt- hvað fallegt við að kvenflugan sé stærri en karlflugan. Borghildur Indriðadóttir við sjóðheita ljósmynd í prentsmiðjunni. Miðað við myndina á hvolfi eru fyrirsæturnar frá vinstri: Glódís Guðgeirsdóttir, Stella Briem Friðriksdóttir og Nanna Hermannsdóttir. Jón Sigurðsson forseti og fleiri í bakgrunni á vegg í Menntaskólanum í Reykjavík. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ekkert að pæla í feðraveldinu Borghildi Indriðadóttur finnst umhugsunarvert ef öll málverkin af körlum í opinberum rýmum verða hluti af íslenskum arki- tektúr um ár og síð. Á listsýningu sinni, Demoncrazy, á Listahátíð teflir hún fram táknmyndum valdsins og þess berskjaldaða. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is ’Hugmyndin að listsýningukviknaði fyrir réttu ári þegarég fór í vettvangsferð um alþing-ishúsið ásamt fleiri arkitektum vegna samkeppni um viðbyggingu og sá öll þessi málverk af körlum hangandi upp um alla veggi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.