Fréttablaðið - 27.07.2018, Side 4

Fréttablaðið - 27.07.2018, Side 4
LANDBÚNAÐUR „Þetta sýnir að það eru möguleikar til hagræðingar. Það er ljóst miðað við þær kannanir sem hafa verið gerðar meðal bænda að það er vilji hjá þeim til að skoða breytingar,“ segir Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri markaðsstofunn­ ar Icelandic lamb, um nýútkomna úttekt KPMG á afurðastöðvum. Sú ályktun er dregin í úttektinni að arðsemi í virðiskeðju sauðfjárbænda, það er „frá bónda til búðar“, sé óásættanleg. Bent er á að framleiðsla á kindakjöti hafi vaxið umfram inn­ lenda neyslu undanfarin ár. Útflutn­ ingur á umframframleiðslunni hafi aukist en við núverandi aðstæður sé framleiðslukostnaður hærri en heimsmarkaðsverð og meðal útflutn­ ingsverð. Svavar segir sum útflutningsverk­ efni ganga vel en önnur ekki. „Gengi krónunnar hefur haft áhrif. Það er samt þannig að ef ekki á að draga mikið saman í sauðfjárrækt, verður að vera hægt að flytja út þá hluta af lambinu sem ekki seljast hér.“ Hann segir vilja hjá bændum að skoða stofnun sameiginlegs útflutnings­ fyrirtækis. „Svo höfum við náð árangri í markaðssetningu fyrir ferða­ menn. Neysla þeirra er að aukast.“ Meðal leiða sem nefndar eru í hag­ ræðingarskyni er fækkun afurða­ stöðva og að kannaðir verði kostir þess að minnka framleiðsluna þar til jafnvægi næst milli framboðs og inn­ lendrar eftirspurnar. Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssambands sauðfjárbænda, segir að þótt gagnlegar upplýsingar sé að finna í umræddri úttekt, hefði hún viljað sjá meira afgerandi niður­ stöður og tillögur. „Það þarf að skoða allt verðmyndunarferlið, frá bónda til neytanda.“ Hún segir að tillögurnar þurfi að skoða vel og hagræða þurfi alls staðar þar sem hægt er. „Við höfum lagt á það áherslu að það geti verið skyn­ samlegt að draga úr framleiðslunni. En það þarf líka að efla afurðastöðv­ arnar. Það blasa við möguleikar en það þarf að hugsa þetta með tilliti til hagsmuna bænda og neytenda.“ Brynhildur Pétursdóttir, fram­ kvæmdastjóri Neytendasamtak­ anna, tekur undir það að fækka megi afurðastöðvum, þó þannig að eðlileg samkeppni verði tryggð. „Framleiðslan er of mikil. Það þarf að draga úr henni þannig að við séum að framleiða fyrst og fremst fyrir innanlandsmarkað. Þótt ein­ hver útflutningur sé eðlilegur verður áhættan sem honum fylgir að vera á ábyrgð framleiðenda sjálfra.“ Hún segist hafa efasemdir um að skynsamlegt sé að halda áfram að framleiða í stórtækum mæli fyrir erlenda markaði. „Það ætti að vera næg áskorun að halda í heimamark­ aðinn og fá ferðamenn til að borða meira af okkar innlendu framleiðslu.“ Endurskoðun á samningi um starfsskilyrði í sauðfjárrækt stendur yfir og er gert ráð fyrir að úttekt KPMG verði innlegg í þá vinnu. sighvatur@frettabladid.is Minni framleiðsla og fækkun afurðastöðva meðal tillagna Fækkun afurðastöðva og minnkun kindakjötsframleiðslu eru meðal hagræðingarleiða sem nefndar eru í úttekt KPMG. Arðsemi sauðfjárbænda talin óásættanleg. Formaður Landssambands sauðfjárbænda segir að hagræða þurfi þar sem það sé hægt. Mikilvægt sé að hugsa málið út frá hagsmunum bænda og neytenda. Formaður Landssambands sauðfjárbænda hefði viljað sjá meira afgerandi tillögur í úttekt KPMG. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þótt einhver út- flutningur sé eðlilegur verður áhættan sem honum fylgir að vera á ábyrgð framleiðenda sjálfra. Brynhildur Pétursdóttir, fram- kvæmdastjóri Neytendasamtakanna MÁN ÞRI MIÐ FIM FÖS LAU SUN UMBOÐSAÐILI JEEP Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 LOKAÐ Á LAUGARDÖGUM Í SUMAR FRÁ 16. JÚNÍ TIL OG MEÐ 4. ÁGÚST ® DÍSEL 2.0L 170 HÖ, 9 GÍRA SJÁLFSKIPTING. FULLT VERÐ 5.985.000 KR. AUKAHLUTIR: 18” ÁLFELGUR, BAKKMYNDAVÉL OG LITAÐ GLER. AÐEINS 3 BÍLAR Í BOÐI. JEEP 7 DAGA VIKUNNAR. ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF. 600.000 KR. AFSLÁTTUR. TILBOÐSVERÐ 5.385.000 KR. ® JEEP COMPASS LIMITED OPENING EDITION® jeep.is BRetLAND Þrjú stærstu dagblöð breska gyðingasamfélagsins prent­ uðu í gær samræmda forsíðu. Blöðin birtu leiðara þar sem því var haldið fram að samfélagi gyðinga á Bret­ landi stafaði ógn af þeim möguleika að Jeremy Corbyn, leiðtogi Verka­ mannaflokksins, kæmist til valda. „Þetta gerum við af því að flokkur­ inn sem var, þar til nýlega, náttúru­ legt heimili okkar samfélags hefur breyst vegna fyrirlitningar Corbyn­ liða í garð gyðinga og Ísraels. Þessi smánarblettur gyðingahaturs hefur fest á stjórnarandstöðunni eftir að Jeremy Corbyn varð leiðtogi hennar árið 2015,“ sagði meðal annars í leiðaranum. Ásakanir um andúð á gyðingum hafa plagað Verkamannaflokkinn undanfarna mánuði. Það leiddi til þess að flokkurinn uppfærði reglur sínar í síðustu viku. Þær breyt­ ingar voru þó ekki nógu miklar, að mati ritstjórna dagblaðanna þriggja. „Sú þrjóska Verka­ mannaflokksins að innleiða ekki að fullu skilgreiningu Alþjóðlega minningarbanda­ lagsins um helförina (IHRA) á gyðingaandúð, sem leiddi til þess að þingmaður flokksins, Margaret Hodge, sagði við leiðtoga sinn að hann væri gyðingahatari, er versta móðgunin til þessa.“ Helsti munurinn á nýjum reglum flokksins og skil­ greiningar IHRA er sá, að mati ritstjórnanna, að í reglum Verka­ mannaflokksins er ekki kveðið á um að samanburður Ísra­ elsríkis við Þýska­ land nasismans jafngildi gyðinga­ hatri né að það sé gyðingahatur að segja tilvist Ísraelsríkis sjálfa rasíska. Umræðan um skilgreiningu á gyð­ ingahatri hefur klofið Verkamanna­ flokkinn. Corbyn og skugga ráðherrar hans eru í minnihluta í umræðunni. Á mánudag var samþykkt að þing­ menn flokksins muni greiða atkvæði um það í september hvort innleiða skuli skilgreiningu IHRA að fullu í reglur flokksins. – þea Forsíður og leiðarar gegn Jeremy Corbyn og Verkamannaflokknum DÓMSMÁL Bubbi Morthens og RÚV voru í Héraðsdómi Reykja­ víkur dæmd til að greiða Steinari Berg Ísleifssyni miskabætur vegna ummæla sem féllu í sjónvarpsþátta­ röðinni Popp­ og rokksaga Íslands. Þá voru ummælin, auk ummæla sem Bubbi lét falla á Facebook og í viðtölum, dæmd dauð og ómerk. Samkvæmt dómnum eiga Bubbi og RÚV að greiða Steinari 250 þús­ und krónur hvort auk dráttarvaxta og samtals  tvær milljónir í máls­ kostnað. Dómurinn sýknaði Bubba af kröfu Steinars um að sá fyrrnefndi skyldi dæmdur til refsingar. Forsaga málsins er sú að í 7. þætti umræddrar þáttaraðar ræddi Bubbi um samskipti sín við Steinar plötu­ útgefanda á árunum 1980­1984. Þar sagði Bubbi að útgefandinn hefði „mokgrætt“ á hljómsveit hans, Egó. Að mati dómsins sé um að ræða staðhæfingu um staðreynd sem ekki hafi verið sönnuð. Þá kemur fram í dómnum að RÚV hafi af stórfelldu gáleysi endur­ sýnt umræddan þátt. Þeim sé ekki heimilt að sýna þáttinn aftur nema ummælin verði fjarlægð. – sar RÚV og Bubbi greiði bætur Bubbi Morthens. Jeremy Corbyn UMfeRÐ Umferð um landið hefur aldrei verið meiri í júnímánuði en í ár, samkvæmt mælingum Vegagerð­ arinnar. Að jafnaði fóru 100.622 bílar á dag yfir 16 „lykilteljara“ á þjóðvegi 1 víðsvegar um landið. Það eru um þúsund fleiri bílar á dag en í fyrra. Umferðin jókst mest á Suðurlandi en þar fóru að jafnaði 6,4 prósent fleiri bílar um nú en í fyrra. – bg Metumferð um hringveginn 2 7 . j Ú L í 2 0 1 8 f Ö S t U D A G U R4 f R é t t i R ∙ f R é t t A B L A Ð i Ð 2 7 -0 7 -2 0 1 8 0 4 :1 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 7 9 -9 D E C 2 0 7 9 -9 C B 0 2 0 7 9 -9 B 7 4 2 0 7 9 -9 A 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 2 6 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.