Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.07.2018, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 27.07.2018, Qupperneq 6
Afgreiðslutímar á www.kronan.is Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. Krónan mælir með! 599 kr.pk. Fylltir hamborgarar, 2x120 g 149 kr.pk. Gestus snakk, 175 g Gott með borgaranu m reykjanesbær Þrátt fyrir lélegt ástand hefur Sundhöll Keflavíkur, sem hönnuð var af Guðjóni Samú- elssyni, hátt varðveislugildi vegna byggingarlistar hússins og menn- ingarsögu. Breytingar sem hafa verið gerðar á húsinu í gegnum tíð- ina eru að verulegu leyti afturkræfar og listrænt gildi þess nokkuð. Þetta kemur fram í óháðu mati sem gert var á Sundhöll Keflavíkur. Í júní óskaði húsafriðunarnefnd eftir því að Minjastofnun myndi leggja rökstutt mat á varðveislu- gildi sundhallarinnar. Nokkur styr hefur staðið um húsið en eigandi þess, Vatnsnessteinn ehf., stefnir að því að láta rífa húsið og byggja þar fjölbýlishús. Hollvinasamtök sund- hallarinnar hafa barist fyrir því að húsið fái að standa. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ veittu í upphafi árs leyfi fyrir því að rífa húsið, en Fréttablaðið greindi frá því í mars að það var atkvæði bróðurdóttur eiganda hússins sem réð úrslitum í ákvörðun umhverf- is- og skipulagsráðs Keflavíkur um nýtt deiliskipulag á reitnum þar sem Sundhöllin stendur. Matið á húsinu  var unnið af Hjörleifi Stefánssyni arkitekt. Meta átti fimm þætti; byggingar- list þess, menningarsögulegt gildi, umhverfis gildi, upprunaleika- gildi og tæknilegt ástand hússins. „Heildarniðurstaða Hjörleifs er sú að tæknilegt ástand byggingarinnar er mjög slakt. Sé litið til byggingar- listarinnar, eins og húsið stendur núna, þá skorar það ekki hátt en það er hægt að taka til baka breyt- ingar sem gerðar hafa verið á því í gegnum tíðina,“ segir Þór Hjaltalín, sviðstjóri hjá Minjastofnun. Ysta byrði hússins er í slæmu ástandi en um timburklæðningu er að ræða að stærstu leyti. Undir henni leynist þó upprunalega húsið frá 1944. Þaki var bætt á höll- ina 1951 og í matinu segir að unnt sé að færa húsið aftur í það mót með auðveldum hætti. „Breytingar sem gerðar hafa verið á mannvirkinu frá árinu 1944 hafa rýrt gildisþætti, yfirbyggingin jók við notagildið en dró heldur úr listrænu gildi. Útivistarsvæðið bætti notagildið en rýrði list- rænt gildi til muna en út yfir allan þjófabálk tók með breytingu á þakbrúnum og timburklæðningu útveggjanna sem voru til verulegs skaða fyrir gildi hússins,“ segir í mati Hjörleifs. „Staðan núna er þannig að þessi skýrsla verður send húsafriðunar- nefnd sem mun funda um málið 13. ágúst. Þá verður tekin afstaða til þess hver næstu skref eiga að vera og hvort friðlýsa skuli húsið,“ segir Þór. joli@frettabladid.is Framtíð Sundhallarinnar ræðst á fundi húsafriðunarnefndar Ysta byrði hússins er í slæmu ástandi en um timburklæðningu er að ræða að stærstu leyti. Undir henni leynist þó upprunalega húsið frá 1944. Húsafriðunarnefnd mun funda um framtíð Sund- hallar Keflavíkur. Bærinn veitti leyfi til að rífa bygg- inguna. Í óháðu mati á gildi hússins segir að breytingar á því í gegnum tíðina hafi rýrt það. Grikkland Íbúar á Attíkuskaga bera sjálfir ábyrgð, að hluta til, á skógar- eldunum sem hafa kostað 83 lífið hið minnsta á Attíkuskaga Grikk- lands. Þetta sagði Panos Kammenos, varnarmálaráðherra Grikklands og stofnandi þjóðernispopúlista- flokksins Sjálfstæðir Grikkir. Hann hafnaði því alfarið að stjórnvöld hafi brugðist Attíkuskagamönnum, líkt og ríkisstjórnin hefur verið sökuð um. „Þetta er gamall glæpur. Strönd Aþenu, allar þessar fasteignir, meirihluti þeirra er reistur í leyfis- leysi og íbúar hafa sölsað undir sig ströndina í algjörri lögleysu,“ sagði Kammenos í viðtali við BBC gær og vildi meina að hin leyfislausa byggð hafi staðið í vegi fyrir fólki sem reyndi að flýja eldana. Kammenos heimsótti bæinn Mati, sem varð verst úti í eldunum, og var samstundis umkringdur reiðum og sárum íbúum. „Þú leyfðir fólki að brenna að ástæðulausu,“ mátti heyra konu hrópa að ráðherr- anum í myndbandi sem BBC birti. Fjölmargir Grikkir eru ósáttir við viðbrögð ríkisstjórnar Alexis Tsipras forsætisráðherra við eld- unum. Í umfjöllun CNBC sagði að Grikkjum þætti óásættanlegt að engin skýr áætlun hafi verið til svo að hægt væri að forða íbúum undan hamförunum. – þea Sagði íbúa bera ábyrgð á skógareldunum Viðskipti Markaðsvirði samfélags- miðlarisans Facebook lækkaði um fimmtung í gær. Virði fyrirtækisins lækkaði um meira en 120 milljarða Bandaríkjadala, andvirði 12,6 billj- óna króna, að því er Bloomberg greinir frá. Um er að ræða mesta hrun fyrirtækis á einum degi í Bandaríkjasögunni. Á miðvikudaginn birti Facebook tölur um auglýsingasölu og vöxt fyrir annan ársfjórðung þessa árs og voru þær tölur talsvert lægri en grein- endur höfðu gert ráð fyrir. Svo virðist því sem hneykslismál undanfarinna mánaða, einkum tengd vafasamri meðferð persónulegra upplýsinga, hafi haft afar neikvæð áhrif á veldi Marks Zuckerberg forstjóra. – þea Facebook hrynur í verði 2 7 . j ú l í 2 0 1 8 F Ö s t U d a G U r6 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð 2 7 -0 7 -2 0 1 8 0 4 :1 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 7 9 -B 1 A C 2 0 7 9 -B 0 7 0 2 0 7 9 -A F 3 4 2 0 7 9 -A D F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 2 6 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.