Fréttablaðið - 27.07.2018, Qupperneq 8
Frá degi til dags
Halldór
Útgáfufélag: torg ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
ritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is fréttablaðið.iS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttablaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is helgarblað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
menning: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Kjartan Hreinn
Njálsson
kjartanh@frettabladid.is
Tæknifrjóvg-
anir eru
meiriháttar
fjárfesting og
fólk er
reiðubúið að
greiða fyrir
þessa með-
ferð, með eða
án stuðnings,
því ekki
verður settur
verðmiði á
það að vera
foreldri.
Þetta kemur
okkur á óvart
sem höfum
tilhneigingu
til að líta á
evrópskar
borgir sem
griðastað
fólks af
ólíkum
uppruna.
N íu mánuðum eftir að sæði og egg-fruma áttu stefnumót í ræktunar-skál á rannsóknarstofu á Bretlandi – undir hárréttum kringumstæðum og vökulu auga vísindamanns – kom Louise Brown í heiminn þann 25. júlí
árið 1978, á Oldham-sjúkrahúsinu í Manchester.
Louise litla var fyrsta glasabarnið. Um þessar mundir
eru fjörutíu ár liðin frá því að þessi nútímalega ástar-
saga átti sér stað.
Fæðing Louise Brown er eitt mesta afrek vísinda-
sögunnar. Ekki minna afrek en tunglgangan níu
árum áður. Tæknifrjóvgun hefur tekið gríðarlegum
framförum undanfarna áratugi, og er í dag sam-
heiti yfir nokkrar meðferðir við ófrjósemi, eins og
glasafrjóvgun, smásjárfrjóvgun, uppsetningu frystra
fósturvísa og tæknisæðingar.
Foreldrar Louise Brown voru þeir fyrstu sem
eignuðust barn eftir tæknifrjóvgun og síðan þá hafa
sex milljónir foreldra gert slíkt hið sama. Þar á meðal
eru foreldrar íslensks drengs sem varð þrítugur fyrr
á þessu ári. Íslendingar fengu fyrsta glasabarnið árið
1988. Í dag eiga 3,3 til 4,3 prósent allra fæðinga á
Íslandi rætur að rekja til tæknifrjóvgunar.
Tæknifrjóvgun hefur á tiltölulega stuttum tíma
bylt hugmyndum okkar um hina hefðbundnu fjöl-
skyldu. Með tækninni hefur það ekki aðeins breyst
hvernig við eignumst börn, heldur hverjir geta
eignast börn. Í dag geta gagnkynhneigð pör sem
glíma við ófrjósemi fengið tækifæri til að eignast
barn, sama á við um lesbíska konu sem vill bera
egg konu sinnar. Einhleyp kona getur freistað þess
að eignast barn án aðkomu karlmanns. Allir eiga
skilið þann möguleika að geta eignast barn, og með
tæknifrjóvgun er það í flestum tilfellum raunin,
sama hvort einstaklingurinn glímir við líkamlega
eða félagslega ófrjósemi.
Tæknifrjóvganir eru og verða vettvangur umræðu
um flókin siðferðileg álitamál. Slíkt hlýtur að vera
vitnisburður um heilbrigt samfélag, þar sem skiln-
ingur er á því að grundvallarbreyting á grunnstofnun
samfélagsins, fjölskyldunni, þarf að eiga sér stað
samhliða upplýstri umræðu. Um leið þarf að ganga
úr skugga um að fjárhagur einstaklings eða pars komi
ekki í veg fyrir að þau geti reynt að eignast barn.
Tæknifrjóvganir eru dýrar og ekki á allra færi. Þrátt
fyrir stuðning ríkis og stöku stéttarfélaga. Hér á landi
er fyrsta meðferð ekki niðurgreidd og einstaklingar
sem eiga barn fyrir fá ekki niðurgreidda meðferð frá
ríkinu. Þetta er ekki raunin annars staðar á Norður-
löndum. Þessu þarf að breyta, enda er það á end-
anum þjóðhagslega hagkvæmt, bæði út frá mikilvægi
þess að viðhalda eðlilegri fólksfjölgun, sem farið
hefur hratt minnkandi, og út frá hamingju og velferð
einstaklingsins. Tæknifrjóvganir eru meiriháttar fjár-
festing og fólk er reiðubúið að greiða fyrir þessa með-
ferð, með eða án stuðnings, því ekki verður settur
verðmiði á það að vera foreldri.
40 árum seinna
Simbi refsivöndur
Héraðsdómur dæmdi í gær-
morgun dauð og ómerk ummæli
sem Bubbi Morthens lét falla
um Steinar Berg í þættinum
Popp- og rokksaga Íslands.
Ríkisútvarpinu er í dómnum
uppálagt að birta dómsorð og
að greiða Steinari 250 þúsund
krónur í miskabætur auk máls-
kostnaðar. Í Efstaleitinu virðist
fólk hafa ákveðið snarlega að
refsa Bubba lymskulega fyrir
að hafa komið stofnuninni í
þennan bobba með orðbragði
sínu. Eftir hádegisfréttir var
lag Hauks Morthens um Simba
sjómann leikið í flutningi Bubba
en sú afgreiðsla stenst tæpast
samanburð við flutning Hauks á
lagi sínu.
réttnefni
Mannanafnanefnd reynist þeim
oft erfið sem vilja breyta nafni
sínu. Skemmst er að minnast
baráttu Jóns Gnarr fyrir að fá að
bera það nafn. Goðsögnin Sæmi
rokk hefur nú fengið grænt ljós
og má kenna sig við rokkið í
þjóðskrá. Þessi tilslökun gæti
opnað á ýmsa skemmtilega
möguleika og þannig upplýsir
Eiríkur Jónsson á vef sínum að
Gunnar L. Hjálmarsson íhugi að
skipta yfir í Dr. Gunni. Þá veltir
Stefán Pálsson sagnfræðingur
fyrir sér hvort Villi naglbítur,
Heiða í Unun, Biggi Maus og
fleiri muni standast þrýstinginn.
Eða kannski frekar freistinguna.
thorarinn@frettabladid.is
Fréttir bárust af því í vikunni að ímam (klerkur múslima) nokkur í Danmörku hafi verið ákærður fyrir að hvetja í prédikun
sinni til morða á gyðingum.
Líkt og hér á landi er það refsivert í Danmörku
að hvetja til refsiverðs verknaðar. Málflutningur
af þessu tagi á auðvitað ekkert skylt við tján-
ingar frelsi það sem við viljum standa vörð um og
er nokkuð til umfjöllunar þessi dægrin.
Við hér á Íslandi höfum sem betur fer ekki
þurft að bregðast við andstyggilegri ræðu eins og
þessari. Ég vil leyfa mér að vona að það sé vegna
þess að Íslendingar eru almennt vel upp aldir í
góðum siðum og náungakærleik, vel upplýstir og
umburðarlyndir þótt við séum mögulega þrætu-
gjörn og stundum stóryrt á opinberum vettvangi.
Hatur á einstökum hópum manna, sem endur-
speglast í máli áhrifavalds eins og því sem nú
verður ákært fyrir í Danmörku, þekkjum við ekki
hér á landi og skulum aldrei kynnast.
Ég funda reglulega með dóms- og innanríkis-
ráðherrum sem fara með löggæslu- og öryggis-
mál á landamærum í Evrópusambandinu vegna
Schengen samstarfsins. Austurríki tók nýverið
við formennsku í ráðherraráði ESB. Á óform-
legum fundi sem Austurríki boðaði til um daginn
var fjallað sérstaklega um vaxandi gyðingahatur
í Evrópu. Sérstakir gestir fundarins voru m.a.
fulltrúar samtaka gyðinga í Evrópu sem lýstu
ótrúlegu öryggisleysi gyðingafjölskyldna í stór-
borgum Evrópu. Þetta kemur okkur á óvart sem
höfum tilhneigingu til að líta á evrópskar borgir
sem griðastað fólks af ólíkum uppruna.
Það var vægast sagt fróðlegt að heyra lýsingar
kollega minna á aðgerðum sem ríkin hafa þurft
að grípa til til að stemma stigu við þessari óværu
til viðbótar við almenna öryggisgæslu á götum
úti. Það er til marks um áhyggjur manna af
þessari þróun að gyðingahatur hafi yfirleitt verið
til sérstakrar umræðu á þessum nýlega ráðherra-
fundi.
Ógnandi ummæli
Sigríður Á.
Andersen
dómsmála-
ráðherra
2 7 . j ú l í 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U R8 S k o ð U n ∙ F R É T T A B l A ð i ð
SKOÐUN
2
7
-0
7
-2
0
1
8
0
4
:1
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
7
9
-A
C
B
C
2
0
7
9
-A
B
8
0
2
0
7
9
-A
A
4
4
2
0
7
9
-A
9
0
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
8
s
_
2
6
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K