Peningamál - 01.11.2004, Qupperneq 10

Peningamál - 01.11.2004, Qupperneq 10
aðilar vænta þess að stýrivextir bankans eigi eftir að hækka nokkru meira. Vísbendingar um þetta má m.a. sjá í fólgnum framvirkum vöxtum sem lesa má út úr vaxtaferli óverðtryggðra vaxta. Að gefnum ákveðn- um forsendum má greina væntingar markaðsaðila um styttri enda vaxtaferilsins í þessum framvirku vöxt- um. Samkvæmt þessari greiningu býst markaðurinn við að stýrivextir bankans verði komnir í um 8¼% eftir tvö ár sem er nokkru hærra en vænst var um miðjan maí þegar bankinn gerði síðast verðbólguspá, enda hafa vextir bankans hækkað nokkuð síðan og umfram það sem markaðsaðilar virðast hafa búist við á þeim tíma. Markaðsaðilar reikna því með um 1 pró- sentu hækkun vaxta næstu tvö árin sem er nokkru flatari hækkunarferill en reiknað var með í júní. Við túlkun þessara framvirku vaxta þarf að gæta þess að þeir kunna einnig að fela í sér áhættuþóknun fjárfesta og því verið frábrugðnir raunverulegum væntingum markaðsaðila.3 Því getur verið rétt að nýta einnig upplýsingar úr könnun á mati grein- ingaraðila á þróun stýrivaxta bankans næstu tvö ár. Að meðaltali telja þeir að stýrivextir bankans verði komnir í um 8½% eftir eitt ár og haldist síðan nálægt því fram á seinni hluta árs 2006 (sjá rammagrein 5). Þetta er aðeins hærri og skarpari hækkunarferill en lesa má út úr framvirkum vöxtum, öfugt við það sem gerðist í júní. Þrátt fyrir hækkun stýrivaxta að undanförnu voru raunstýrivextir bankans, mældir með verðbólguálagi ríkisskuldabréfa til þriggja ára, litlu hærri en þeir hafa verið undanfarið hálft ár en þeir hækkuðu nokkuð í nóvember eftir síðustu vaxtahækkun bankans. Vaxta- munur við útlönd hefur aukist töluvert. Hann hefur stuðlað að áframhaldandi sterku gengi krónunnar, en ágætur stöðugleiki hefur ríkt í gengismálum undan- farið ár. Vextir á erlendum lánamörkuðum eru enn afar lágir. Hægur bati í flestum helstu viðskipta- löndum Íslands mun að líkindum leiða til þess að skammtímavextir hækki lítið á næstu misserum. Íslensk fyrirtæki, fjármálastofnanir og jafnvel ein- staklingar munu því líklega áfram búa við hagstæð fjármálaleg skilyrði á erlendum lánamörkuðum næstu misserin. Aðrir skammtímavextir hafa ekki fylgt síðustu tveimur vaxtahækkunum Seðlabankans fyllilega eftir og voru undir nóvemberlok vel undir stýrivöxtum bankans. Ávöxtun ríkisvíxla til þriggja og sex mánaða var 6,4% og 6,9% að meðaltali í fyrri hluta nóvember, litlu hærri en þeir voru að meðaltali í ágúst, 6,3% og 6,5%. Erlendir skammtímavextir þokast hægt upp frá sögulegu lágmarki Erlendir skammtímavextir hafa þokast upp á við frá sögulegu lágmarki í takt við hækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum, Bretlandi og nokkrum öðrum lönd- um. Mestu máli skiptir að stýrivextir Seðlabanka Evrópu (ECB) hafa enn ekki hækkað, því að gjald- miðlaáhætta er líklega mest gagnvart evru. Hækkunar erlendra skammtímavaxta er því enn ekki farið að Raunstýrivextir Seðlabankans Mynd 7 1. Mismunur ávöxtunarkröfu verðtryggðra og óverðtryggðra ríkisverðbréfa til 3 ára. Heimild: Seðlabanki Íslands. Daglegar tölur 1. júlí 2002 - 23. nóvember 2004 2002 | 2003 | 2004 1,0 2,0 3,0 4,0 5,0 6,0 7,0 8,0 9,0 % Raunstýrivextir miðað við verðbólguálag til 3 ára Nafnstýrivextir Seðlabankans Verðbólguálag til 3 ára1 3. Þessa áhættuþóknun má hugsa sem þóknun sem fjárfestar krefjast vegna óvissu um framtíðarþróun vaxta eða vegna stöðutöku í verð- bréfum sem erfitt kann að vera að loka síðar meir. Það kann að flækja túlkunina enn frekar að áhættuþóknunin getur verið breytileg yfir tíma. Stýrivextir og skammtímamarkaðsvextir Mynd 8 Heimild: Seðlabanki Íslands. Daglegar tölur 1. júlí 2002 - 23. nóvember 2004 2002 | 2003 | 2004 4,0 4,5 5,0 5,5 6,0 6,5 7,0 7,5 8,0 8,5 9,0 % Vextir á millibankamarkaði (REIBOR) til 3 mánaða Nafnstýrivextir Seðlabankans Vextir 3 mán. ríkisvíxla PENINGAMÁL 2004/4 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.