Peningamál - 01.11.2004, Qupperneq 44

Peningamál - 01.11.2004, Qupperneq 44
Seðlabankinn hækkaði vexti í september ... Samhliða útgáfu Peningamála hinn 17. september sl. tilkynnti bankastjórn Seðlabanka Íslands um hækkun stýrivaxta um 0,5 prósentur sem tók gildi 21. sept- ember. Ástæður hækkunarinnar voru m.a. vaxandi verðbólguþrýstingur og nauðsyn aukins aðhalds vegna vaxandi stórframkvæmda og þenslu sem fylgja mun þeim. Að auki var vaxtahækkuninni ætlað að vinna á móti slökun á fjármálalegum skilyrðum sem orðið hafði síðustu mánuði, ekki síst vegna hækkandi verðbólguvæntinga. ... og aftur í byrjun nóvember Hinn 29. október tilkynnti bankastjórn Seðlabankans hækkun stýrivaxta um 0,5 prósentur sem tók gildi 2. nóvember. Þessi hækkun var að hluta til viðbrögð við aukinni neyslugetu í kjölfar nýjunga á húsnæðislána- markaði. Samkvæmt upplýsingum sem Seðlabankinn hefur aflað er mikil ásókn í nýju lánin. Nokkurt svig- rúm hefur myndast vegna lægri vaxta til að minnka greiðslubyrði heimila eða auka skuldsetningu með óbreyttri greiðslubyrði, sem líklegt er til að auka neyslu. Verðbólga hefur einnig verið yfir markmiði bankans um nokkurra mánaða skeið og hætta er á að verðbólguvæntingar festist í sessi. Einnig var tiltekið í frétt frá bankanum að í ljósi efnahagshorfa væru sterk rök fyrir því að hækka vexti fyrr en síðar þar sem tímanleg hækkun gæti þýtt að ekki þyrfti að hækka vexti jafn mikið síðar. Vaxtaróf þrengt í áföngum Frá því að Seðlabankinn hóf að hækka stýrivexti í maí sl. hefur hann þrengt bilið á milli daglánavaxta og vaxta á viðskiptareikningum lánastofnana úr 4,9 prósentum í 4,25 prósentur. Bankinn hyggst þrengja bilið frekar á næstu mánuðum en með því styrkjast m.a. áhrif breytinga á stýrivöxtum bankans og sveiflur í vöxtum á millibankamarkaði minnka. Mynd 1 sýnir þróun stýrivaxta bankans og helstu aðra vexti hans. Ný útlán banka með veði í íbúðarhúsnæði jukust ... Frá því að bankar hófu að bjóða húsnæðislán á nýjum kjörum í ágúst sl. hafa þau vaxið ört og námu 55 ma.kr. í lok október. Talsverður hluti þessara lána Seðlabanki Íslands hækkaði vexti um 0,5 prósentur í september og aftur í nóvember. Hækkanirnar voru m.a. viðbrögð við versnandi verðbólguhorfum og aukinni neyslugetu í kjölfar breytinga á húsnæðislána- markaði. Samkeppni í húsnæðislánum tók á sig nýja mynd þegar bankar hófu að bjóða veðlán með betri kjörum en áður. Gengi krónunnar hefur styrkst að undanförnu af ýmsum ástæðum. Í byrjun árs 2005 hættir Seðlabankinn reglulegum gjaldeyriskaupum til eflingar gjaldeyrisforðanum og mun frá þeim tíma einungis kaupa gjaldeyri í reglulegum viðskiptum til þess að mæta þörfum ríkissjóðs til greiðslu afborg- ana og vaxta af erlendum lánum. Lausafjárstaða lánastofnana hefur verið allrúm og vextir banka hafa ekki að fullu fylgt eftir vaxtabreytingum Seðlabankans. Verðtryggðir bankavextir hafa lækkað eftir að bankar kynntu ný húsnæðislán. Hlutabréfaverð lækkaði snarpt í október eftir nær samfelldar hækkanir undanfarin þrjú ár. Ávöxtun á skuldabréfamarkaði hefur verið tiltölulega stöðug. Fjármálamarkaðir og aðgerðir Seðlabankans1 Vaxtahækkanir og hræringar á mörkuðum 1. Í þessari grein eru notaðar upplýsingar sem tiltækar voru þann 19. nóvember 2004. PENINGAMÁL 2004/4 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.