Peningamál - 01.11.2004, Blaðsíða 3

Peningamál - 01.11.2004, Blaðsíða 3
Mikilvægt er að undirstrika að spáin sem lýst er í þessu hefti Peningamála er sem fyrr byggð á þeirri forsendu að stýrivextir Seðlabankans og gengi krón- unnar breytist ekki á spátímabilinu. Hún sýnir þá verðbólgu sem talin er líklegust að óbreyttum stýri- vöxtum og gengi krónunnar frá nóvember 2004. Frá- viksdæmi sem birt eru auk meginspárinnar sýna mikilvægi þess að Seðlabankinn bregðist hratt við þeim aðstæðum sem framundan eru. Með hækkun stýrivaxta sem kynnt var hér að framan hefur bankinn þegar tekið skref í átt til þess að verðbólga verði minni en felst í spánni. Vaxtahækkunin nú er óvenju mikil. Hana verður að skoða í ljósi þess hve hratt aðstæður á lánamarkaði hafa breyst að undanförnu, að meginþungi fjárfest- ingar í virkjunum og álbræðslum er skammt undan og að umsvifin sem þeim tengjast munu aukast hraðar en áður var talið. Þá ber að líta til þess að þrátt fyrir að stýrivextir hafi verið hækkaðir fimm sinnum um samtals tæpar 2 prósentur frá maí til nóvember voru raunstýrivextir í lok nóvember miðað við verðbólgu- álag óverðtryggðra ríkisskuldabréfa aðeins litlu ef nokkru hærri en metnir náttúrulegir raunvextir á Íslandi, þ.e.a.s. raunvextir sem að meðaltali yfir hag- sveifluna má ætla að samræmist jafnvægi í þjóðar- búskapnum. Verðbólguvæntingar hafa verið hærri en æskilegt er og dregið úr áhrifamætti vaxtahækkana Seðlabankans. Það kann svo aftur að hafa átt þátt í því að halda verðbólguvæntingum háum. Með því að hækka vexti meira í einu skrefi nú en venja hefur verið leitast Seðlabankinn við að tryggja að væntir raunvextir bankans hækki, bæði fyrir tilstilli hærri nafnvaxta og lægri verðbólguvæntinga. Það endur- speglar þann ásetning bankans að peningastefnan veiti nægilegt aðhald til þess að halda verðbólgu í skefjum þegar framkvæmdaþunginn kemst á enn hærra stig. Að gefnum óbreyttum stýrivöxtum bankans eins og þeir voru í nóvember væru horfur á að verðbólga yrði umtalsvert meiri en 2½% verðbólgumarkmiðið þegar launaliðir kjarasamninga geta komið til endur- skoðunar í nóvember á næsta ári. Verðbólguhorfur á því tímabili hafa versnað töluvert frá síðustu spá. Leiði mikil verðbólga til frekari launahækkana myndu verðbólguhorfur árið 2006 versna enn frekar. Það gæti leitt til þess að grípa þyrfti til meiri vaxta- hækkana á árinu 2006. Til þess að hafa nægilega skjót áhrif á verðbólguna á þessu tímabili þarf að bregðast hratt og tímanlega við. Sem fyrr segir hafa raunstýrivextir Seðlabankans verið á mörkum þess sem telja má náttúrulega raunstýrivexti á Íslandi. Í reynd hafa fjármálaleg skil- yrði innlánsstofnana verið rýmri en sem því nemur. Góð lausafjárstaða þeirra birtist í því að vextir á peningamarkaði hafa verið nokkru lægri en stýri- vextir bankans. Rúma lausafjárstöðu má meðal ann- ars rekja til mikils innstreymis erlends lánsfjár. Gjaldeyriskaup Seðlabankans og lækkun bindiskyldu árið 2003 hafa einnig aukið lausafjárframboð. Lækkun á hreinni skuld innlánsstofnana við Seðla- bankann í formi endurhverfra viðskiptasamninga og kaup þeirra á innstæðubréfum hafa að miklu leyti vegið upp þessa aukningu lauss fjár, en ekki að fullu. Lausafjáraukningin er óheppileg við núverandi aðstæður, auk þess sem gjaldeyrisforðinn er nú kom- inn í viðunandi stærð. Að auki hefur gætt þeirrar túlkunar meðal markaðsaðila að með gjaldeyris- kaupum sínum hafi Seðlabankinn í reynd leitast við að stuðla að stöðugu gengi krónunnar, þrátt fyrir yfir- lýst markmið bankans. Í ljósi þess að áhrif stýrivaxta á gengi krónunnar eru mikilvæg miðlunarleið pen- ingastefnunnar þegar aðgangur að erlendu lánsfé er greiður er brýnt að hún sé óhindruð, eins og nánar er skýrt í umfjöllun um stefnuna í peningamálum í kafl- anum um þróun og horfur í efnahags- og peninga- málum hér á eftir. Með þetta í huga hefur bankinn m.a. ákveðið að hætta kaupum á gjaldeyri til eflingar gjaldeyrisforðanum. Áform um skattalækkanir hafa nú verið staðfest í frumvarpi til fjárlaga. Lækkun skatta mun auka enn á ráðstöfunartekjur almennings og hvetja til aukinnar einkaneyslu. Aðhald í útgjöldum hins opinbera er því brýnt. Áform þar um í fjárlögum eru nokkuð metn- aðarfull. Í ljósi þeirra umsvifa sem framundan eru verður aðhaldið þó ekki fullnægjandi, jafnvel þótt áformin næðu fram að ganga. Að auki er boðað að- hald almennt orðað og því hætta á framúrkeyrslum í ljósi sögulegrar reynslu. Fari svo þarf peningastefnan 2 PENINGAMÁL 2004/4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.