Peningamál - 01.11.2004, Blaðsíða 58

Peningamál - 01.11.2004, Blaðsíða 58
Ísland Hér á landi hefur stefna stjórnvalda verið að auðvelda landsmönnum að búa í eigin húsnæði. Mun meira fé hefur því verið lagt í að stuðla að almennri húsnæðis- eign en í að efla leigumarkaðinn. Fyrirhugaðar breytingar á útlánum Íbúðalánasjóðs þess efnis að lána allt að 90% af kaupverði húsnæðis auka enn frekar stuðning við almenna húsnæðiseign. Einnig er fyrirhugað að afnema eignaskatt en á móti vegur fyrirhuguð lækkun vaxtabóta.13 Stuðningur við leigumarkaðinn var þó aukinn með reglugerð árið 2001. Hann felst í því að Íbúðalánasjóður lánar til byggingar leiguíbúða. Lánin mega nema allt að 90% af byggingarkostnaði eða kaupvirði húsnæðisins og vera til allt að 50 ára. Húsaleigubætur eru greiddar í tiltölulega litlum mæli enda tekjutengdar og leigu- markaður ekki stór. Leiguhúsnæði í eigu hins opin- bera, aðallega sveitarfélaga, er af skornum skammti og eingöngu notað til félagslegrar þjónustu eða fyrir starfsmenn þeirra. Á landsbyggðinni er algengt að sveitarfélögin eigi það húsnæði sem starfsfólk þeirra býr í, t.d. kennarar. Annað sem gerir íslenska leigumarkaðinn frá- brugðinn flestum samanburðarlöndunum er að afar lítið er um leigusala sem eiga húsnæði sem ætlað er sérstaklega til útleigu. Algengt er að leiguhúsnæði séu íbúðir fólks sem tímabundið er búsett annars staðar, t.d. vegna náms. Leigusamningar eru því yfirleitt til frekar skamms tíma, oftast til eins árs og afar sjaldgæft er að leigjandi sé í sama leiguhús- næðinu lengur en í fimm ár. Vegna þess að leigu- samningar eru til skamms tíma fylgir húsaleiguverð breytingum í húsnæðisverði hratt eftir. Því er ekki eins hagkvæmt að leigja á tímum húsnæðisverðbólgu eins og í þeim löndum þar sem leigusamningar eru til lengri tíma og húsaleiga fylgir húsnæðisverði hægt eftir og reglur um hækkun húsaleiguverðs eru strangari. Hér er þó vert að nefna að eitthvað hefur verið byggt af leiguhúsnæði frá árinu 2001 í kjölfar reglugerðar14 sem sett var þá. Aukið framboð leigu- húsnæðis ætti að stuðla að leigusamningum til lengri tíma. Tíminn verður svo að leiða í ljós hvort nægilega mikið af leiguhúsnæði verði byggt og eftirspurn eftir leiguhúsnæði sé til staðar til að auka hlutfall þess. Stuðningur við íbúa í eigin húsnæði Þegar einstaklingur tekur ákvörðun um að kaupa húsnæði frekar en að leigja þarf hann að huga að ýmsu. Hann verður að geta staðið undir afborgunum af húsnæðinu og æskilegt er að unnt sé að selja húsnæðið án mikils kostnaðar eða annarra vand- kvæða. Eignamyndun skiptir líka máli því að almenningur fjárfestir stóran hluta af lífssparnaði sínum í húsnæðinu. Stuðningur hins opinbera við íbúa í eigin húsnæði er oftast veittur með skattaafslætti vegna vaxta- greiðslna eða með vaxtabótum. Með slíkri fram- setningu styður hið opinbera við húsnæðiskaupendur yfir fyrsta og jafnframt erfiðasta hjallann þegar höfuðstóll lána er mestur og vaxtagreiðslur þyngstar. Eftir því sem á líður lækkar höfuðstóll húsnæðis- skulda og vaxtagreiðslur verða léttari. Í töflu í við- auka má sjá að flest löndin eru með vaxtabætur eða skattaafslætti af einhverju tagi. Aðeins Bretland,15 Frakkland og Þýskaland styðja ekki við húsnæðis- eigendur með þessum hætti. Algengara er að stuðningur sé veittur með skatta- afslætti vegna vaxtagreiðslna. Hann kemur þó aðeins þeim til góða sem hafa atvinnu og þurfa að greiða skatta. Vaxtabætur hér á landi eru hins vegar tekju- tengdar og gagnast því ekki síst atvinnulausum og láglaunafólki. Vaxtabætur eru langstærsti einstaki liður opinberrar aðstoðar vegna húsnæðis hér á landi og eru mun meiri en húsaleigubætur. Á heildina litið, eins og fram kemur í töflu 2 er umfang opinbers stuðnings á Íslandi tiltölulega lítið í alþjóðlegum samanburði. Rétt er að taka fram að þótt Bretland veiti hvorki skattaafslátt vegna húsnæðis né vaxtabætur er félagsleg aðstoð veitt vegna vaxtagreiðslna ef um erfiðar aðstæður er að ræða, t.d. atvinnuleysi eða veikindi. Slík aðstoð er aðeins veitt ef ógreidd vaxta- gjöld vegna húsnæðis hafa safnast upp í nokkra mánuði. Vextirnir eru þá greiddir en greiðendur fá ekki fjármunina í hendur. Aðstoðin er ennfremur aðeins veitt þeim sem ekki hafa keypt tryggingu 13. Samanber frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, og fleiri lögum. 14. Reglugerð þessi miðar að því að auðvelda sveitarfélögum og félaga- samtökum að auka framboð leiguhúsnæðis. Aðallega virðist vera um félagslega aðstoð að ræða. 15. Bretar voru með aðstoð vegna vaxtagreiðslna en hættu henni því að stjórnvöldum þótti of algengt að almenningur notaði vaxtabætur til neyslu í stað þess að greiða af húsnæðinu. PENINGAMÁL 2004/4 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.