Peningamál - 01.11.2004, Blaðsíða 42

Peningamál - 01.11.2004, Blaðsíða 42
undan gengi krónunnar er fram í sækti með tilheyr- andi afleiðingum fyrir stöðugleika verðlags og álagi á fjármálakerfið. Í ljósi þess að nýlegar breytingar á íbúðalánamarkaði tefðu fyrir því að stýrivaxtahækk- anir hefðu tilætluð áhrif hefðu rökin fyrir því að hækka vexti fyrr en síðar styrkst til muna, en tíman- legt aðhald gæti leitt til þess að hækka þyrfti vexti minna síðar. Raunstýrivextir enn nálægt náttúrulegum raunvöxtum Á þeim mánuði sem liðinn er frá því að vextir bank- ans voru hækkaðir síðast hafa raunstýrivextir hans hækkað lítillega, en eru þó innan þess bils sem þeir hafa sveiflast undanfarið ár. Jafnframt er ljóst að lausafjárstaða fjármálafyrirtækja hefur verið rúm og peningamarkaðsvextir hafa verið heldur lægri en stýrivextir bankans. Hvort tveggja bendir til þess að aðhald peningastefnunnar hafi enn ekki aukist eins mikið og að var stefnt. Undanfarnar vikur hafa raunstýrivextir Seðlabankans metnir með verðbólgu- álagi óverðtryggðra ríkisskuldabréfa til tveggja eða þriggja ára verið u.þ.b. 4%. Þessa raunvexti má setja í samhengi við mat á náttúrulegum raunvöxtum á Íslandi, en það eru þeir raunvextir sem samrýmast stöðugu verðlagi þegar hagvöxtur er í samræmi við vöxt framleiðslugetu og ættu því við eðlilegar aðstæður að vera þeir vextir sem ríkja að meðaltali yfir hagsveifluna. Slíkt mat er háð mikilli óvissu, en að líkindum liggja þessir vextir á bilinu 3-4% hér á landi. Þar sem peninga- markaðsvextir hafa ekki alveg fylgt stýrivöxtunum eftir hafa raunvextir þeirra verið heldur lægri en raunstýrivextir Seðlabankans. Af því má draga þá ályktun að raunvextir þurfi að hækka umtalsvert frá því sem nú er til þess að aðhald peningastefnunnar verði nægilega mikið til að vinna gegn áhrifum stór- framkvæmda og aukins framboðs lánsfjár á eftir- spurn, þannig að tryggja megi verðlagsþróun í sam- ræmi við markmið Seðlabankans. Raunvextir geta hækkað með því að nafnvextir hækki umfram verðbólguvæntingar og með því að verðbólguvænt- ingar lækki. Við núverandi aðstæður virðist ólíklegt að verðbólguvæntingar lækki nægilega nema fyrir at- beina peningastefnunnar. Til þess að verðbólguvænt- ingar minnki þarf fyrst að rjúfa raunvaxtamúrinn sem myndast hefur við vaxtastig sem líklega er aðeins lítillega ef nokkuð yfir náttúrulegum raunvöxtum. Til þess þarf nægilega umfangsmiklar aðgerðir af hálfu bankans til að skapa trú á að verðbólga verði hamin. Peningastefna hefur áhrif á virka vexti erlends lánsfjár Nokkuð hefur verið um það rætt að hinn greiði aðgangur innlendra aðila að ódýru erlendu lánsfjár- magni dragi mjög úr slagkrafti peningastefnunnar. Jafnvel hefur verið gengið svo langt að halda því fram að hún sé með öllu óvirk. Þetta er misskilningur. Innstreymi erlends lánsfjár kann vissulega að slæva mátt peningalegs aðhalds um tíma og leiða til þess að hreyfa þarf stýrivexti meira en ella til að ná til- ætluðum áhrifum. Samt sem áður má ætíð finna vaxtastig sem hæfir markmiði Seðlabankans. Greiður aðgangur að erlendu lánsfé kann hins vegar að hafa umtalsverð áhrif á miðlunarferlið. Hann kann vissu- lega að tefja miðlun peningastefnunnar í gegnum vaxtarófið og auka á óvissu um hversu hratt hún á sér stað. Eftir stendur að peningastefnan getur haft veru- leg áhrif á virka vexti erlends lánsfjár með því að hafa áhrif á gengi krónunnar. Með því að hækka vexti stuðlar Seðlabankinn tímabundið að hærra gengi krónunnar en ella. Hækki gengið til skamms tíma upp fyrir það sem markaðsaðilar telja jafnvægisgengi krónunnar ýtir það undir væntingar um lækkun geng- isins síðar. Þetta felur í sér að væntir virkir vextir, þ.e.a.s. þeir vextir sem innlendir aðilar greiða í raun í íslenskum krónum af erlendum lánum verða hærri en nafnvextir lánanna. Hækkun gengisins yfir vænt langtímajafnvægi dregur úr áhuga erlendra fjárfesta á innlendum skuldabréfum, sem fyrir erlenda fjárfesta fela í sér gjaldmiðlaáhættu. Ef fjármögnun t.d. hús- næðisveðlána hvílir að einhverju leyti á eftirspurn frá slíkum fjárfestum kemur að því fyrr en síðar að veit- endur slíkra lána þurfa að aðlaga vexti sína að þeim kjörum sem þeim sjálfum bjóðast til að fjármagna útlánin. Þannig hefur innlend peningastefna áhrif á virka vexti erlendra lána þótt nafnvextir þeirra séu óháðir innlendri peningastefnu. Jafnframt myndi hærra gengi þrengja að útflutnings- og samkeppnis- fyrirtækjum og eftirspurn þeirra eftir innlendum aðföngum, sem stuðlar að því að halda aftur af launa- og verðhækkunum innanlands. Æskilegt væri að miðlun peningastefnunnar ætti sér í ríkari mæli stað eftir öðrum leiðum. Ástæðan er sú að hátt gengi bitnar fyrr og meira á sumum atvinnuvegum en öðrum og að áhrif á eftirspurn eftir innfluttum PENINGAMÁL 2004/4 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.