Peningamál - 01.11.2004, Page 36

Peningamál - 01.11.2004, Page 36
næsta árs verður samkvæmt spánni 3,4%. Árið 2006 er spáð 3,5% meðalverðbólgu, en tæplega 4,5% yfir árið, að því gefnu að stýrivextir haldist óbreyttir. Framleiðsluspenna heldur áfram að aukast... Megindrifkraftur verðbólgu næstu tveggja ára er vax- andi innlend eftirspurn sem leiðir til vaxandi fram- leiðsluspennu, þ.e.a.s. framleiðslu umfram langtíma- framleiðslugetu. Í spánni er gert ráð fyrir að vannýtt framleiðslugeta hafi horfið að fullu á síðasta ári og að á árinu 2006 verði innlend eftirspurn orðin um 5% meiri en framleiðslugeta hagkerfisins. Er það töluvert meiri framleiðsluspenna en gert var ráð fyrir í júní- spánni og stafar af meiri vexti innlendrar eftirspurnar á tímabilinu en þá var gert ráð fyrir. Til samanburðar má geta þess að framleiðsluspenna er talin hafa verið tæplega 3% í hátoppi síðustu uppsveiflu árið 2000. Mynd 45 sýnir mat á framleiðsluspennu og verðbólgu (ársmeðaltöl) út spátímabilið og til saman- burðar það mat sem gengið var út frá í júníspánni. Áætlaður framleiðsluslaki árið 2002 er heldur meiri en gert var ráð fyrir í júní, en framleiðsluspennan frá síðasta ári og til 2006 meiri. Aukin framleiðsluspenna kemur fram í meiri verðbólgu, en með nokkurra árs- fjórðunga töf. Í júníspánni var gert ráð fyrir að árs- hraði verðbólgunnar næði hámarki á næsta ári, enda útlit fyrir að hækkun olíuverðs myndi auka verðbólgu til skamms tíma. Aukinn vöxtur innlendrar eftir- spurnar og meiri innflutt verðbólga (sem síðar verður vikið að) hafa nú breytt verðbólguferlinum þannig að árshraði verðbólgunnar heldur áfram að aukast út spátímabilið. Jafnframt er útlit fyrir að hin mikla framleiðsluspenna sem fyrirsjáanleg er árið 2006 muni að óbreyttum stýrivöxtum kynda enn frekar undir verðbólgu næstu misserin á eftir. Ef gengi krón- unnar gæfi eftir þegar líða tekur á spátímabilið myndi það auka enn frekar á verðbólguna. Þau líkön sem notuð eru við spágerðina gefa til kynna að meðal- verðbólga á árinu 2007 geti orðið allt að 5-6% að gefnum ofangreindum efnahagsforsendum og óbreyttum stýrivöxtum. ... og slaki á vinnumarkaði hverfur Spáð er að atvinnuleysi minnki heldur hraðar en í júníspánni og verði orðið verulega minna en sam- rýmist verðbólgumarkmiði bankans á árinu 2006. Þrátt fyrir að atvinnuleysi dragist saman eykst vinnu- aflsnotkun hægar en framleiðsla. Framleiðni mun því halda áfram að aukast nokkuð á spátímabilinu, eftir verulegan vöxt á þessu og síðasta ári.7 Ör vöxtur framleiðni veldur því að launakostnaður á framleidda einingu vex litlu meira í þessari spá en gert var ráð fyrir í júní, þrátt fyrir að launakostnaður aukist meira á árunum 2005-6 en þá var spáð. Jafnframt er vöxtur launakostnaðar á framleidda einingu á árunum 2003- 4 talinn hafa verið minni en í júníspánni. Þetta má sjá á mynd 46, sem sýnir þróun verðbólgu á spátímabil- inu í samhengi við þróun atvinnuleysis (frávik frá 2,5% atvinnuleysi sem samsvarar mati á jafnvægis- atvinnuleysi á Íslandi) og launakostnaðar á fram- leidda einingu. Eins og sjá má er þróun atvinnuleysis lítið breytt frá spánni í júní. Spáð er að slaki á vinnu- markaði verði horfinn með öllu árið 2006, en hækkun Mynd 45 Verðbólga og framleiðsluspenna 2002-2006 2002 2003 2004 2005 2006 0,0 1,0 2,0 3,0 4,0 5,0 6,0 -1,0 -2,0 % Verðbólga 2004/4 (2004/2 í ljósari línu) Framleiðsluspenna 2004/4 (2004/2 í ljósari súlum) 7. Sjá umfjöllun um vinnumarkað hér á undan og í Peningamálum 2004/2. Mynd 46 Verðbólga og vinnumarkaður 2002-2006 4,0 3,5 3,0 2,5 2,0 1,5 1,0 2002 2003 2004 2005 2006 % 0 1 2 3 4 5 6 Verðbólga 2004/4 (2004/2 í ljósari línu) (hægri ás) Atvinnuleysi 2004/4 (2004/2 í ljósari súlum) (andhverfur vinstri ás) Laun á framleidda einingu 2004/4 (2004/2 í ljósari línu) (hægri ás) PENINGAMÁL 2004/4 35
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.