Morgunblaðið - 02.06.2018, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 02.06.2018, Blaðsíða 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2018 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Stokkhólmur er vel settur hvaðplötubúðir varðar og endur-reisn vínylsins sem afspil- unarforms og kjörgrips sem kætir safnarann hefur gert að verkum að rekstrargrundvöllur búðanna er að styrkjast. Bæði eru eldri og ráðsett- ari búðir farnar að sjá til sólar eftir mögur ár og einnig njóta spánnýjar verslanir af sama tagi þess að eftir- spurnin er stöðug nú um stundir og útgáfa eykst með hverju árinu. Svipaða þróun hefur maður séð í Reykjavík, en við erum ágætlega sett hvað svona búðir varðar miðað við stærð borgarinnar. Merkilegt, að nú er geisladiskurinn úti í horni á meðan vínyllinn tekur upp allt spari- pláss, en þessu var öfugt farið fyrir Stokkhólmsheilkennið Tveir „vinir“ Höfundur ásamt eiganda plötuverslunarinnar Got to Hurry Records í Stokkhólmi. kvartöld eða svo. Búðirnar í Stokk- hólmi eru nokkrir tugir, og eru af alls kyns meiði, en þrjár þeirra sótti ég heim sérstaklega. Ég var búinn að fá leiðarvísi frá íslenskum tón- bróður í Stokkhólmi en fyrstu búð- ina rambaði ég þó óforvarandis inn í, gekk fram á skilti sem á stóð „Got to Hurry Records“. Ég einfaldlega hlýddi þessu og flýtti mér inn í hliðargötu í gamla bænum þar sem búðin lúrði. Í ljós kom að um sérvörubúð var að ræða en undir voru plötur að langmestu leyti frá sjöunda og átt- unda áratugnum. Allar þær sveitir sem fóru mikinn í þá tíð, frá Love, til Pink Floyd, Kinks, ELP, Bítla, Doors o.s.frv., hafa notið veglegra vínyl- endurútgáfna á síðustu árum og allt blasti þetta þarna við. Eigandinn, frumeintakið sem hann var, vinaleg- ur mjög og fyrr en varði vorum við komnir á bólakaf í narðaspjall. Hann reif m.a. upp forláta eintak af Ice- cross-plötunni goðsagnakenndu og Trúbrot og Svanfríði bar á góma. Næst var það þungarokksbúðin Sound Pollution, glæsileg verslun þar sem þungarokk af öllum stærðum og gerðum var á boð- stólum. Afgreiðslumaðurinn, með sítt skegg og hár, þekkti Kötlu, Sól- stafi og hina færeysku Hamferð og það var gaman að spjalla við hann. Vínyláhugamenn þekkja þetta, það er eins og maður sé kominn „heim“ þegar maður fer inn í svona búðir. Maður er heill, einhvern veginn. Síðasta búðin sem ég heiðraði með nærveru minni var Pet Sounds, hefðbundin „hipstera“-búð sem maður finnur í flestum stórborgum. Starfsmennirnir á sextugsaldri og í „Jazz Festival“ bol, með grátt í vöngum, þykk gleraugu og í Con- verse-skóm. Og endurútgáfa af Crooked Rain, Crooked Rain með Pavement á fóninum. Höfum það á hreinu að ýmislegt sem sagt er um Svía er hreina satt. Allar búðirnar sem ég heimsótti voru yfirmáta snyrtilegar, allt var „kassalaga“, allt á tæru. Þetta er blessun Svíanna og bölvun um leið. Eða eiga þungarokkarar að ilma? » Vínyláhugamennþekkja þetta, það er eins og maður sé kom- inn „heim“ þegar maður fer inn í svona búðir. Maður er heill, einhvern veginn. Pistilritari sótti Stokk- hólm heim um síðustu helgi og brá sér að sjálfsögðu í nokkrar plötubúðir. Þær voru „sænskar“ mjög, eins og við mátti búast. Í hátt í tuttugu gluggum í miðborg- inni, í fyrirtækjum og heimahúsum, verður opnuð á morgun, sunnudag, göngusýningin Leiðin heim. List- stofnunin Wind and Weather Gall- ery, sem starfrækir sýningarglugga á Hverfisgötu 37, stendur að sýning- unni og verkin eru eftir valinkunna íslenska listamenn og erlenda sem búsettir eru hér á landi. Þar á meðal eru Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Helgi Þorgils Friðjónsson, Claudia Haus- feld, Hekla Dögg Jónsdóttir, Hrafn- kell Sigurðsson, Theresa Himmer og Rebecca Erin Moran. Á korti sem útbúið hefur verið má sjá staðsetn- ingu sýningarglugganna og býður framkvæmdin upp á forvitnilega gönguferð um miðbæinn. Hluti af sýningunni er færanlegt gallerí, Dragsúgur, sem mun vera staðsett á nokkrum stöðum í borg- inni næstu vikur en til að byrja með á Austurvelli þar sem gestir geta fengið sér ódýran espressó- kaffibolla í innsetningu Egils Sæ- björnssonar og Ívars Glóa. Kathy Clark rekur Wind and Weather Gallery og er sýningar- stjóri ásamt Annabelle von Grise- wald. „Listamennirnir takast allir á við, og hver á sinn hátt, hugmyndina um „ferðina heim“ sem vísað er til í heiti sýningarinnar,“ segir Kathy. Og hún segir verkin unnin í hina ýmsu miðla og vera einstaklega fjöl- breytileg. „Meðan á Listahátíð stendur munum við sjö sinnum bjóða upp á leiðsögn, gönguferð á milli allra hluta sýningarinnar,“ segir hún en lagt verður af stað frá Klúbbi Listahátíðar í Hafnarhúsinu. Fyrsta leiðsögnin verður eftir opn- unina þar á morgun klukkan 16. „Ég skapaði Dragsúg, færanlegt gallerí sem er nákvæm eftirmynd gluggagallerísins míns á Hverfis- götu 37, og hefur það nánast öðlast sjálfstætt líf. Allar sýningarnar eru skoðaðar utan frá, af götunni, nema það er hægt að fara inn í Dragsúg. Við opnuðum innsetningargjörning Egils og Ívars, espressóbarinn, í honum við Hverfisgötu um síðustu helgi. Barinn er opinn frá 10 til 18 alla daga og ferðast núna niður í bæ, verður kominn á Austurvöll á sunnu- dag og mun vonandi verða vel sóttur þar. Eftir 9. júní taka aðrir lista- menn Dragsúg yfir, Styrmir Örn Guðmundsson og Agata Mickiewicz, verða við Hallgrímskirkju og færa í verki sínu næturmyrkur yfir Ísland í júní,“ segir Kathy. Nokkrir gjörningar verða í tengslum við Dragsúg á næstunni en hann snýr heim á Hverfisgötu 21. júní, undir lok Listahátíðar, og verð- ur fagnað með götuveislu. efi@mbl.is Morgunblaðið/Hari Sýningarstjórarnir Kathy Clark og Annabelle von Grisewald í Dragsúgi, færanlega galleríinu sem var í gær fyrir framan Wind and Weather Gallery á Hverfisgötu 37 þar sem einn hluti göngusýningarinnar er settur upp. Fjölbreytileg glugga- verk á göngusýningu „Eftir að fyrsta tónleikahelgi Ljótu hálfvitanna á Hard Rock Cafe tókst líka svona fáránlega frábærlega var aðeins tímaspursmál hvenær leikurinn yrði endurtekinn. Nú er það komið á hreint,“ segir í tilkynn- ingu frá hljómsveitinni Ljótu hálf- vitunum sem kemur fram á fyrr- nefndum stað, Hard Rock Cafe, í kvöld kl. 22. „Það er ekki útlit fyrir að frekari tækifæri gefist til að hlýða á Hálf- vitana leika listir sínar hér sunnan heiða í sumar svo allt verður lagt undir, ekkert til sparað, öll spil lögð á borðið og svo framvegis og svo framvegis,“ segir enn fremur og að forsala miða fari fram á tix.is en þeir verða einnig seldir við inn- gang. Ljótu hálfvitarnir aftur á Hard Rock Morgunblaðið/Kristinn Hálfvitagangur Nokkrir hinna Ljótu hálfvita fyrir ansi mörgum árum. Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Rocky Horror (Stóra sviðið) Lau 2/6 kl. 20:00 47. s Fim 7/6 kl. 20:00 50. s Sun 10/6 kl. 20:00 Lokas. Sun 3/6 kl. 20:00 48. s Fös 8/6 kl. 20:00 51. s Mið 6/6 kl. 20:00 49. s Lau 9/6 kl. 20:00 52. s Allra síðustu sýningar! Elly (Stóra sviðið) Fös 31/8 kl. 20:00 139. s Sun 9/9 kl. 20:00 142. s Sun 16/9 kl. 20:00 145. s Lau 1/9 kl. 20:00 140. s Mið 12/9 kl. 20:00 143. s Lau 22/9 kl. 20:00 146. s Fös 7/9 kl. 20:00 141. s Fim 13/9 kl. 20:00 144. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s Sýningar haustið 2018 komnar í sölu. Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið) Lau 2/6 kl. 20:00 Lokas. Allra síðustu sýningar um helgina! Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Lau 2/6 kl. 20:30 aukas. Fös 8/6 kl. 20:30 Lokas. Tilnefnd til sex Grímuverðlauna. Allra síðustu sýningar. Slá í gegn (Stóra sviðið) Lau 2/6 kl. 19:30 31.sýn Lau 9/6 kl. 19:30 33.sýn Fim 14/6 kl. 19:30 35.sýn Sun 3/6 kl. 19:30 32.sýn Sun 10/6 kl. 19:30 34.sýn Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Svartalogn (Stóra sviðið) Fös 8/6 kl. 19:30 10.sýn Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.