Morgunblaðið - 02.06.2018, Síða 47

Morgunblaðið - 02.06.2018, Síða 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2018 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Stokkhólmur er vel settur hvaðplötubúðir varðar og endur-reisn vínylsins sem afspil- unarforms og kjörgrips sem kætir safnarann hefur gert að verkum að rekstrargrundvöllur búðanna er að styrkjast. Bæði eru eldri og ráðsett- ari búðir farnar að sjá til sólar eftir mögur ár og einnig njóta spánnýjar verslanir af sama tagi þess að eftir- spurnin er stöðug nú um stundir og útgáfa eykst með hverju árinu. Svipaða þróun hefur maður séð í Reykjavík, en við erum ágætlega sett hvað svona búðir varðar miðað við stærð borgarinnar. Merkilegt, að nú er geisladiskurinn úti í horni á meðan vínyllinn tekur upp allt spari- pláss, en þessu var öfugt farið fyrir Stokkhólmsheilkennið Tveir „vinir“ Höfundur ásamt eiganda plötuverslunarinnar Got to Hurry Records í Stokkhólmi. kvartöld eða svo. Búðirnar í Stokk- hólmi eru nokkrir tugir, og eru af alls kyns meiði, en þrjár þeirra sótti ég heim sérstaklega. Ég var búinn að fá leiðarvísi frá íslenskum tón- bróður í Stokkhólmi en fyrstu búð- ina rambaði ég þó óforvarandis inn í, gekk fram á skilti sem á stóð „Got to Hurry Records“. Ég einfaldlega hlýddi þessu og flýtti mér inn í hliðargötu í gamla bænum þar sem búðin lúrði. Í ljós kom að um sérvörubúð var að ræða en undir voru plötur að langmestu leyti frá sjöunda og átt- unda áratugnum. Allar þær sveitir sem fóru mikinn í þá tíð, frá Love, til Pink Floyd, Kinks, ELP, Bítla, Doors o.s.frv., hafa notið veglegra vínyl- endurútgáfna á síðustu árum og allt blasti þetta þarna við. Eigandinn, frumeintakið sem hann var, vinaleg- ur mjög og fyrr en varði vorum við komnir á bólakaf í narðaspjall. Hann reif m.a. upp forláta eintak af Ice- cross-plötunni goðsagnakenndu og Trúbrot og Svanfríði bar á góma. Næst var það þungarokksbúðin Sound Pollution, glæsileg verslun þar sem þungarokk af öllum stærðum og gerðum var á boð- stólum. Afgreiðslumaðurinn, með sítt skegg og hár, þekkti Kötlu, Sól- stafi og hina færeysku Hamferð og það var gaman að spjalla við hann. Vínyláhugamenn þekkja þetta, það er eins og maður sé kominn „heim“ þegar maður fer inn í svona búðir. Maður er heill, einhvern veginn. Síðasta búðin sem ég heiðraði með nærveru minni var Pet Sounds, hefðbundin „hipstera“-búð sem maður finnur í flestum stórborgum. Starfsmennirnir á sextugsaldri og í „Jazz Festival“ bol, með grátt í vöngum, þykk gleraugu og í Con- verse-skóm. Og endurútgáfa af Crooked Rain, Crooked Rain með Pavement á fóninum. Höfum það á hreinu að ýmislegt sem sagt er um Svía er hreina satt. Allar búðirnar sem ég heimsótti voru yfirmáta snyrtilegar, allt var „kassalaga“, allt á tæru. Þetta er blessun Svíanna og bölvun um leið. Eða eiga þungarokkarar að ilma? » Vínyláhugamennþekkja þetta, það er eins og maður sé kom- inn „heim“ þegar maður fer inn í svona búðir. Maður er heill, einhvern veginn. Pistilritari sótti Stokk- hólm heim um síðustu helgi og brá sér að sjálfsögðu í nokkrar plötubúðir. Þær voru „sænskar“ mjög, eins og við mátti búast. Í hátt í tuttugu gluggum í miðborg- inni, í fyrirtækjum og heimahúsum, verður opnuð á morgun, sunnudag, göngusýningin Leiðin heim. List- stofnunin Wind and Weather Gall- ery, sem starfrækir sýningarglugga á Hverfisgötu 37, stendur að sýning- unni og verkin eru eftir valinkunna íslenska listamenn og erlenda sem búsettir eru hér á landi. Þar á meðal eru Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Helgi Þorgils Friðjónsson, Claudia Haus- feld, Hekla Dögg Jónsdóttir, Hrafn- kell Sigurðsson, Theresa Himmer og Rebecca Erin Moran. Á korti sem útbúið hefur verið má sjá staðsetn- ingu sýningarglugganna og býður framkvæmdin upp á forvitnilega gönguferð um miðbæinn. Hluti af sýningunni er færanlegt gallerí, Dragsúgur, sem mun vera staðsett á nokkrum stöðum í borg- inni næstu vikur en til að byrja með á Austurvelli þar sem gestir geta fengið sér ódýran espressó- kaffibolla í innsetningu Egils Sæ- björnssonar og Ívars Glóa. Kathy Clark rekur Wind and Weather Gallery og er sýningar- stjóri ásamt Annabelle von Grise- wald. „Listamennirnir takast allir á við, og hver á sinn hátt, hugmyndina um „ferðina heim“ sem vísað er til í heiti sýningarinnar,“ segir Kathy. Og hún segir verkin unnin í hina ýmsu miðla og vera einstaklega fjöl- breytileg. „Meðan á Listahátíð stendur munum við sjö sinnum bjóða upp á leiðsögn, gönguferð á milli allra hluta sýningarinnar,“ segir hún en lagt verður af stað frá Klúbbi Listahátíðar í Hafnarhúsinu. Fyrsta leiðsögnin verður eftir opn- unina þar á morgun klukkan 16. „Ég skapaði Dragsúg, færanlegt gallerí sem er nákvæm eftirmynd gluggagallerísins míns á Hverfis- götu 37, og hefur það nánast öðlast sjálfstætt líf. Allar sýningarnar eru skoðaðar utan frá, af götunni, nema það er hægt að fara inn í Dragsúg. Við opnuðum innsetningargjörning Egils og Ívars, espressóbarinn, í honum við Hverfisgötu um síðustu helgi. Barinn er opinn frá 10 til 18 alla daga og ferðast núna niður í bæ, verður kominn á Austurvöll á sunnu- dag og mun vonandi verða vel sóttur þar. Eftir 9. júní taka aðrir lista- menn Dragsúg yfir, Styrmir Örn Guðmundsson og Agata Mickiewicz, verða við Hallgrímskirkju og færa í verki sínu næturmyrkur yfir Ísland í júní,“ segir Kathy. Nokkrir gjörningar verða í tengslum við Dragsúg á næstunni en hann snýr heim á Hverfisgötu 21. júní, undir lok Listahátíðar, og verð- ur fagnað með götuveislu. efi@mbl.is Morgunblaðið/Hari Sýningarstjórarnir Kathy Clark og Annabelle von Grisewald í Dragsúgi, færanlega galleríinu sem var í gær fyrir framan Wind and Weather Gallery á Hverfisgötu 37 þar sem einn hluti göngusýningarinnar er settur upp. Fjölbreytileg glugga- verk á göngusýningu „Eftir að fyrsta tónleikahelgi Ljótu hálfvitanna á Hard Rock Cafe tókst líka svona fáránlega frábærlega var aðeins tímaspursmál hvenær leikurinn yrði endurtekinn. Nú er það komið á hreint,“ segir í tilkynn- ingu frá hljómsveitinni Ljótu hálf- vitunum sem kemur fram á fyrr- nefndum stað, Hard Rock Cafe, í kvöld kl. 22. „Það er ekki útlit fyrir að frekari tækifæri gefist til að hlýða á Hálf- vitana leika listir sínar hér sunnan heiða í sumar svo allt verður lagt undir, ekkert til sparað, öll spil lögð á borðið og svo framvegis og svo framvegis,“ segir enn fremur og að forsala miða fari fram á tix.is en þeir verða einnig seldir við inn- gang. Ljótu hálfvitarnir aftur á Hard Rock Morgunblaðið/Kristinn Hálfvitagangur Nokkrir hinna Ljótu hálfvita fyrir ansi mörgum árum. Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Rocky Horror (Stóra sviðið) Lau 2/6 kl. 20:00 47. s Fim 7/6 kl. 20:00 50. s Sun 10/6 kl. 20:00 Lokas. Sun 3/6 kl. 20:00 48. s Fös 8/6 kl. 20:00 51. s Mið 6/6 kl. 20:00 49. s Lau 9/6 kl. 20:00 52. s Allra síðustu sýningar! Elly (Stóra sviðið) Fös 31/8 kl. 20:00 139. s Sun 9/9 kl. 20:00 142. s Sun 16/9 kl. 20:00 145. s Lau 1/9 kl. 20:00 140. s Mið 12/9 kl. 20:00 143. s Lau 22/9 kl. 20:00 146. s Fös 7/9 kl. 20:00 141. s Fim 13/9 kl. 20:00 144. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s Sýningar haustið 2018 komnar í sölu. Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið) Lau 2/6 kl. 20:00 Lokas. Allra síðustu sýningar um helgina! Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Lau 2/6 kl. 20:30 aukas. Fös 8/6 kl. 20:30 Lokas. Tilnefnd til sex Grímuverðlauna. Allra síðustu sýningar. Slá í gegn (Stóra sviðið) Lau 2/6 kl. 19:30 31.sýn Lau 9/6 kl. 19:30 33.sýn Fim 14/6 kl. 19:30 35.sýn Sun 3/6 kl. 19:30 32.sýn Sun 10/6 kl. 19:30 34.sýn Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Svartalogn (Stóra sviðið) Fös 8/6 kl. 19:30 10.sýn Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.