Morgunblaðið - 01.06.2018, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2018
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
H
já Bókaútgáfunni Hólum
kom nýlega út bókin
Laggó! Gamansögur af
íslenskum sjómönnum.
Guðjón Ingi Eiríksson
tekur sögurnar saman en fyrir ári
gaf hann út annað safn af svipuðum
toga, sem fékk titilinn Híf-opp! og
fékk mjög góðar viðtökur að hans
sögn.
Sögurnar fær Guðjón héðan og
þaðan: „Það er allur gangur á því
hvaðan þær koma. Í sumum tilvikum
hef ég elt uppi menn sem ég hef
fengið ábendingar um, og aðrar sög-
ur finn ég í bókum, blöðum og tíma-
ritum og kem svo í þann búning sem
passar við ritið.“
Nýja bókin
108 blaðsíður og
því ögn stærri en
fyrir bókin sem
var 96 síður að
lengd og virðist
Guðjón ekki hafa
átt í nokkrum
vanda með að
afla sér efnis.
„Sjómenn virðast vera uppátækja-
söm stétt og hafa alls kyns óvenju-
legir karakterar verið til sjós,“ segir
hann og bætir við að það hafi verið
mjög ánægjulegt starf að safna sög-
um í bókina. „Ég hitti marga bráð-
skemmtilega sjómenn og var mikið
hlegið með þeim.“
Bókaútgáfa Guðjóns hefur gefið
út fjölda bóka sem snerta íslenskan
sjávarútveg með einum eða öðrum
hætti. Má þar t.d. nefna Sögu
sjávarútvegs á Íslandi eftir Jón Þ.
Þór sem kom út í þremur bindum,
æviminningar Magna Kristjáns-
sonar, skipstjóra frá Neskaupstað,
og söguþætti úr sögu Síldarvinnsl-
unnar, Síldarvinnslan í 60 ár, eftir
Smára Geirsson. Guðjón segir brýnt
að skrásetja með þessum hætti sögu
greinarinnar og fólksins sem starfar
við veiðar og vinnslu.
„Gamansögurnar eru líka hluti af
þessari sögu, og þjóna m.a. því hlut-
verki að lýsa andanum um borð og
ýmsum sérkennum í fari sjómanna
frá ólíkum landshlutum. Sögurnar
eru mjög fjölbreytilegar og kemur
þar fyrir alls konar fólk, allt frá
trillukörlum yfir í togarasjómenn og
allt þar á milli.“
Hér að neðan má lesa nokkrar
valdar sögur úr bókinni, og er byrjað
með Lása kokki:
Lási var nokkuð lengi kokkur á
björgunar- og gæsluskipinu Sæ-
björgu. Eitt sinn átti hann í löngum
samræðum við stýrimanninn þar og
fóru þær fram á þilfarinu. Þegar
spjalli þeirra lauk náði forvitinn há-
seti að króa Lása af og spyrja hvað
þeim hefði farið á milli, honum og
stýrimanninum. Lási var skjótur til
svars og sagði:
„Góði besti, hann talaði svo mikið
að ég lét það út um annað en inn um
hitt.“
Einu sinni kom afgreiðslumaður frá
olíufélagi um borð í Sæbjörgu og
þáði kaffi aftur í borðsal með vél-
stjóranum og nokkrum öðrum. Allt í
einu kemur Lási þangað inn og segir
um leið og hann kemur auga á af-
greiðslumanninn:
„Þú hefur breyst svo mikið síðan
ég sá þig síðast að ég þekki þig ekki
fyrir annan mann.“
Lási hafði yndi af því að dansa og
sótti dansleiki af miklum móð. Eitt
sinn fóru þeir Sæbjargarmenn á
dansleik á Siglufirði. Ef dimmt var
úti þurfti Lási iðulega á fylgd ann-
arra að halda sökum þess hversu
náttblindur hann var og þannig var
einmitt ástatt að loknu ballinu á
þessari vetrarnótt. Það kom venju-
lega í hlut fyrsta vélstjóra að vera
stoð hans og stytta í þessum efnum
og þegar þeir voru komnir skammt
frá danshúsinu segir Lási:
„Helvítis vitleysa er það nú ann-
ars að fara um borð núna, Gaui
minn. Bara að fá sér kerlingu.“
„Þetta er allt í lagi,“ segir fyrsti
vélstjórinn. „Ég skal fylgja þér að
dyrunum ef þú veist hvar hún býr.“
Í sama mund er kallað úr stráka-
hópi hinum megin götunnar:
„Ætlarðu ekki að fá þér drátt,
Lási?“
„Jú,“ svaraði Lási, „ég var nú ein-
mitt að nefna það við hann Gauja
minn.“
Sjómennskan var Ísfirðingnum
Pétri J. Haraldssyni í blóð borin og
aldrei kom annað til greina en hann
yrði vélstjóri eins og faðir hans, afi
og föðurbræður allir. Hann var vél-
stjóri á fiski- og farskipum, en einnig
um tíma á Djúpbátnum Fagranes-
inu, sem var með áætlunarferðir í
Ísafjarðardjúpi.
Pétur var eitt sinn að kaupa vara-
hluti í versluninni Rörverki. Að lok-
inni afgreiðslu bað hann um að fá
reikning fyrir vörunum og það sund-
urliðaðan.
„Hvernig sundurliðaðan?“ spurði
afgreiðslumaðurinn.
„Þið, þessir helvítis glæpamenn,
eruð stórhættulegir,“ svaraði Pétur
þá. „Ég vil fá að vita hvað er eðlilegt
verð og hvað er hreinn þjófnaður.“
Eitt sinn, þegar togarinn Drangey
var að leggja úr höfn á Sauðárkróki,
kom upp bilun í olíuverki aðalvél-
arinnar. Það var rifið úr í hvelli og
farið með það inn á vélaverkstæði
Kaupfélags Skagfirðinga. Valli Jóns
vélvirki rauk í verkið og vann hratt.
Var hann niðursokkinn í vinnu sína
og hélt stilliskrúfu einni á milli var-
anna. Þá kom verkstjórinn aftan að
honum, klappaði á öxl hans og
spurði:
„Hvernig gengur, Valli minn?“
Valla dauðbrá og hrökk hann í kút
með þeim afleiðingum að stilli-
skrúfan hrökk ofan í hann og varð
Drangeyjan að fresta veiðiferðinni
um einhverja daga, eða þar til skrúf-
an skilaði sér niður af honum!
Kristján Mikkelsen hitti um árið sjó-
manninn Leif Þormóðsson – Leibba
Manna – í Hótelteríunni á Húsavík.
Að venju var spurt um aflabrögð og
Leibbi sagði að þeir væru komnir
með um 100 tonn.
„Og er það brúttó eða nettó?“
spurði Mikkelsen.
„Hvorugt,“ svaraði Leibbi. „Þetta
er mestan part ufsi.“
Einu sinni keypti Ingvar Gunn-
arsson, sem rak útgerðarfélagið Þór
á Eskifirði, nýjan dragnótabát úr
stáli frá Svíþjóð. Fékk hann nafnið
Geisli og bar einkennisstafina SU
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Streð Drepfyndnar uppákomur virðast vera daglegt brauð um borð í mörgum skipum. Enginn veit hvað getur næst komið upp úr dúrnum þegar fiskast vel og þurfa skipsverjar oft að hugsa hratt.
Sögur sem lýsa andanum um borð
Guðjón Ingi Eiríksson
segir sjómenn vera
uppátækjasama stétt og
átti hann ekki í nokkrum
vanda með að fylla ann-
að stórt rit af gam-
ansögum af miðunum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Skráning Guðjón Ingi segir það hafa verið mjög ánægjulegt ferli að safna efni í annað bindi af gamansögum sjómanna.
SJÁ SÍÐU 16