Morgunblaðið - 01.06.2018, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2018
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
H
já HB Granda hefur skap-
ast sú skemmtilega hefð
að efna til veglegrar fjöl-
skylduhátíðar úti á
Granda á sjómannadag-
inn. Hátíðin hefur öðlast ákveðinn
sess í bæjarlífinu og segir Kristín
Helga Waage að árlega leggi að
jafnaði 10-12.000 manns leið sína til
félagsins vegna dagskrárinnar.
Kristín Helga er aðstoðarmaður
forstjóra hjá HB Granda og einn af
skipuleggjendum viðburðarins. „Há-
tíðin hóf göngu sína í þessari mynd
árið 2013 og hefur verið með svipuðu
sniði síðustu árin,“ segir Kristín
Helga en fjölskylduhátíðin breiðir úr
sér um athafnasvæði HB Granda.
Viðburðurinn er haldinn samhliða
Hátíð hafsins, sem Faxaflóahafnir
og Sjómannadagsráð standa fyrir,
og margir sem ýmist byrja eða enda
heimsókn í miðborgina á sjó-
mannadaginn hjá HB Granda.
Skemmtikraftar
á hálftíma fresti
„Svæðið verður opnað kl. 13 og hefj-
ast skemmtiatriðin kl. 14 þegar leik-
hópurinn Lotta stígur á svið. Þau
munu bæði skemmta á sviði og vera
á vappi um svæðið og sitja fyrir á
myndum með krökkunum,“ segir
Kristín Helga en á eftir leikhópnum
taka við ný skemmtiatriði á hálftíma
fresti. „Sjómannadagsfiskarnir
heimsækja okkur í fyrsta skipti kl.
14.30. Ætla þeir að skemmta börn-
unum, syngja með þeim og fræða
þau um fiskana í sjónum.“
Rapparinn Góði úlfurinn, sem
slegið hefur í gegn hjá unga fólkinu,
mætir á svæðið kl. 15 og tekur nokk-
ur lög. „Svo koma JóiPé og Króli og
syngja allt þar til dagskránni lýkur
kl. 16,“ segir Kristín Helga en leik-
aratvíeykið Jóel og Tryggvi mun
kynna viðburðinn.
Auk skemmtiatriðanna verður
margt um að vera fyrir börnin og
geta þau leikið í leiktækjum eins og
þau lystir. „Að vanda bjóðum við líka
upp á veitingar, s.s. heita fiskisúpu,
kökur, kleinuhringi og grillaðar
pylsur og geta allir fengið sér,“ segir
Kristín Helga. „Það myndast alltaf
mjög hátíðleg stemning og gaman að
sjá hvað krakkarnir eru kátir.“
Til viðbótar við leiktækin,
skemmtiatriðin og veitingarnar fá
gestir líka að líta um borð í nýjustu
skipin í flota HB Granda. „Tvö ný
skip verða opin og gefst fólki kostur
á að skoða sig um bæði í borðsal
þeirra og brú.“
Lifandi bæjarhluti
Margt er um manninn í kringum
Reykjavíkurhöfn á sjómannadag og
segir Kristín Helga að svæðið muni
iða af lífi. „Hér er margt að sjá, og
mikil hátíðahöld. Úti á Granda hafa
líka sprottið upp verslanir og veit-
ingastaðir sem gaman er að sækja
heim, og vert að vekja sérstaka at-
hygli á Marshallhúsinu þar sem
finna má bæði frábæran veitinga-
stað og listarými sem verða opin á
sunnudag.“
Kristín Helga brýnir fyrir gestum
að leggja bifreiðum fyrir utan hafn-
arsvæðið eða taka strætó niður í bæ.
„Umferðin í hjarta miðborgarinnar
getur orðið þung á sjómannadaginn
og ekki alltaf að því hlaupið að finna
laust bílastæði næst hátíðahöld-
unum,“ segir hún. „Biðjum við gesti
líka um að hjálpa okkur að ganga vel
um svæðið, en í samræmi við
áherslur HB Grandi í umhverf-
ismálum munum við flokka allt sorp
sem fellur til vegna hátíðarinnar.“
Húllumhæ hjá HB Granda
Gestir geta fengið að
smakka dýrindis fiski-
súpu, skemmt sér í
hoppuköstulum og horft
á spræka skemmtikrafta
á fjölskylduhátíð á besta
stað úti á Granda.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Vinsældir Kristín Helga segir von á meira en 10.000 manns á hátíðina.
Veisla Góðar minningar verða til á bryggjukantinum. Fjöldi Ráðlegt er að leggja fjarri höfninni vegna þungrar umferðar.
Forvitni Fiskarnir vekja yfirleitt mikla forvitni ungviðisins.Þekking Börnin geta fengið að skoða fiskana í návígi. Úrval Á hálftíma fresti verður eitthvað nýtt í gangi á sviðinu.
Stuð Tónlistin mun óma og ilmur af fiskisúpu í loftinu.
Ljósmynd / HB Grandi
Heimsókn Gestir geta fengið að svipa sig um í nýju skipum félagsins.
Blíða Hafnarsvæðið verður líflegt á sjómannadaginn og margt að sjá.
Leggir Skemmtikraftar eru á ferð um svæðið og bregða á leik með börnunum.