Morgunblaðið - 01.06.2018, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2018
Jón Agnar Ólason
jonagnar@mbl.is
Í
ár er sjómannadagurinn til-
einkaður 100 ára fullveld-
isafmæli Íslands, enda órjúf-
anlegur hluti af sögu lands og
þjóðar,“ segir Dagmar um við-
burðinn í ár. „Hátíðarsvæðið nær
frá Hörpu, um gömlu höfnina, út á
Grandagarð og að HB Granda.
Einnig verður útisvið á Granda-
garði með skipulögðum viðburðum,
bæði laugardag og sunnudag.“
Þó margt sé með svipuðu sniði
milli ára þá er af nógu að taka hvað
nýja viðburði varðar á Hátíð hafs-
ins í ár, eins og Dagmar rekur.
Hundrað furðufiskar á
færibandinu færast nær!
„Í tilefni af 100 ára fullveldis-
afmælinu ætlum við í samvinnu við
yngri gesti hátíðarinnar að búa til
listaverk sem við nefnum 100
furðufiskar á færibandinu,“ út-
skýrir hún. „Stefnan er tekin á að
það verði hannaðir 100 furðufiskar,
einn fyrir hvert lýðveldisár og úr
þeim hannaður glæsilegur skúlptúr.
Þetta verk vísar ekki síður í það
sem hátíðin er einna þekktust fyrir,
en það er furðufiskasýningin. Vegg-
urinn með listaverkinu verður á
bryggjusprellinu á Bótarbryggju.“
Þá verður sannkallaður stelpu-
slagur þegar sex stólpakvenmenn
etja kappi á plankanum við Vest-
urbugt á sjómannadeginum 3. júní
2017, kl. 15:10. „Þá fæst úr því
skorið hver er vöskust og hver er
fræknust þegar þær láta kodda-
höggin dynja hver á annarri þar til
önnur skellur á sænum við sára
skömm,“ segir Dagmar og kímir
við. Konurnar sem þar etja kappi
eru heldur engir aukvisar en þeirra
á meðal eru Saga Garðarsdóttir,
leikkona og uppistandari, Þórunn
Antonía Magnúsdóttir söngkona og
Þuríður Blær Jóhannsdóttir, leik-
kona og Reykjavíkurdóttir. „Því má
bæta við að kynnir verður enginn
annar en garpurinn Halldór Hall-
dórsson, eða Dóri DNA,“ bætir
Dagmar við.
Klukkan 14.00 á laugardag verð-
ur svo opnað nýtt smáforrit um
sögu Reykjavíkurhafnar sem hlotið
hefur nafnið Minjaslóð. Mennta- og
menningarmálaráðherra, Lilja
Dögg Alfreðsdóttir, mun opna það
formlega.
Í tilefni alþjóðlega hjólreiðadags-
ins verður Dr. BÆK við há-
fjallagám slysavarnafélagsins
Landsbjargar á Bótarbryggju og
leiðbeinir um helstu vorverk hjól-
reiðamannsins laugardag og sunnu-
dag kl. 13.00 – 16.00.
Heilsum gesti á þriggja ára fresti
Þriðja hvert ár kemur færeyski
kútterinn Westward Ho til Íslands
til að taka þátt í hátíðarhöldunum
og í ár er komið að heimsókn.
„Það gleður okkur alltaf mikið að
fá hann hingað til lands enda setur
hann óneitanlega alltaf jafn fal-
legan svip á hátíðarsvæðið,“ bendir
Dagmar á. „Allir gestir hátíð-
arinnar eru velkomnir um borð til
að skoða skipið á laugardeginum. Í
tilefni af komu skipsins mun Marin
Frýdal, sem er „býráðslimur“ í
Færeyjum, verða einn af ræðu-
mönnum sjómannadagsins í heiðr-
un sjómanna á sunnudeginum kl.
14.00. Af öðrum föstum og sívinsæl-
um liðum má nefna okkar æv-
intýralega sjávartívóli á Bót-
arbryggju sem hefur alveg slegið í
gegn hjá yngri sem eldri kynslóð-
inni. Hafrannsóknastofnun Íslands
sýnir helstu nytjafiska við Ísland
auk fjölmargra fisktegunda sem
finnast í úthafinu og koma sjaldan
fyrir sjónir almennings á Granda-
garði á furðufiskasýningunni og þá
fá gestir hátíðarinnar að bragða á
lostæti úr hafinu í boði Faxaflóa-
hafna og Sjómannadagsráðs í tjöld-
unum á Grandagarði. Á borðstólum
verða þrjár tegundir af síld ásamt
einstöku makrílpate, súrum hval og
þorskalifrapate. Skrúðganga með-
fram höfninni fer fram á sjó-
mannadaginn kl. 13.00 frá Hörpu.
Skoppa og Skrítla hefja þar leika
með því að taka á móti gestum fyrir
framan Hörpu kl. 12.30 ásamt
Skólahljómsveit Austurbæjar. Það
verður því nóg um að vera og við
kappkostum eins og vanalega að
allir finni sér eitthvað við hæfi,
ungir sem aldnir. Hátið hafsins er
ætluð allri fjölskyldunni.“
Minnumst þess hvaðan við
komum á sjómannadaginn
Dagmar er fljót til svars þegar hún
er innt eftir því hvers vegna það er
að hennar mati mikilvægt að halda
sjómannadaginn hátíðlegan. „Sjó-
mannadagurinn minnir okkur á það
að við værum ekki sú þjóð sem við
erum í dag ef við hefðum ekki get-
að sótt okkur fisk í sjó og er órjúf-
anlegur hluti af sögu lands og þjóð-
ar,“ segir Dagmar. „Því er svo
mikilvægt að halda þennan dag há-
tíðlegan og minnast þess hvaðan
við komum, heiðra aldraða sjó-
menn og minnast þeirra sem fór-
ust. Þetta voru miklar hetjur sem
oft á tíðum lögðu sig í mikla hættu.
En líka að minnast ekki síður
þeirra sem heima voru. Eig-
inkonur, börn og fjölskyldur þeirra
sem héldu hjólunum gangandi
meðan mennirnir voru kannski vik-
ur og mánuði úti á sjó. Þetta eru
forfeður okkar sem lögðu drög að
því að gera Ísland að því sem það
er í dag og eru enn að þó aðstæður
séu sannarlega öðruvísi í dag. Því
er svo mikilvægt að viðhalda sjó-
mannadeginum, fræða og upplýsa
og minnast þess hvaðan við kom-
um.“
Dagmar minnir á að í ár er 100
ára fullveldisafmæli Íslands –
„þökk sé þeim sem færðu okkur
björg í bú og lögðu drög að upp-
byggingu lands og þjóðar, þ.e. sjó-
mennirnir og fjölskyldur þeirra.“
Þá má að sögn Dagmarar heldur
ekki gleyma því að án byggingar
hafnarinnar hefðu aðstæður verið
allt aðrar. „Þess vegna er Hátíð
hafsins gleðilegur viðburður og
samanstendur af hafnardeginum,
sem er laugardagurinn og sjó-
mannadeginum sem er sunnudag-
urinn en þessir tveir þættir eru
órjúfanlegir fyrir uppgang og vel-
sæld sjómennsku í Reykjavík.“
Það sem Dagmar ætlar að sjá
Að eigin sögn fer helgin aðallega í
umsjón og utanumhald hjá Dag-
mar en þó ætlar hún að gera sitt
besta til að upplifa eitt og annað
um helgina.
„Ég verð á fleygiferð um allt
svæðið en vil helst ekki missa af
björgun úr sjó sem Landhelgis-
gæslan sér um. Mér finnst alltaf
svo magnað að horfa á þyrluna yfir
haffletinum, og koddaslagnum sem
verður á Bótarbryggju kl. rúmlega
3 vil ég ekki missa af en í ár munu
stelpur slást! Svo ætla KK og fé-
lagar að spila á stóra sviðinu og
bryggjusprellið verður á sínum
stað þar sem hægt er að smíða eig-
in bát og búa til furðufisk. Og það
sem allir hafa í minningunni um
hátíðina er það sem við köllum
furðufiskasýningu þar sem eru til
sýnis allir helstu sjófiskar við Ís-
landsstrendur. Svo fæ ég mér
örugglega vöfflukaffi hjá Slysa-
varnafélaginu Landsbjörg í skipinu
Sæbjörgu sem mun liggja við Bót-
arbryggju. Heiðrun sjómanna sem
verður á stóra sviðinu kl. 14:00 er
mjög hátíðleg stund sem ég fylgist
alltaf með. Annars er eitthvað fyrir
alla á hátíðinni og ég mæli með að
fólk fari inn á síðuna okkar
www.hatidhafsins.is og kynni sér
dagskrána,“ segir Dagmar Har-
aldsdóttir að lokum.
Fagrafley Færeyski kútterinn Westward Ho kemur á Hátíð hafsins. Átök Þó allt sé í gamni gert er ekkert gefið eftir í koddaslagnum.Þyrla Tilkomumikið flug Landhelgisgæslunnar yfir höfninni.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Kempur Það er til siðs að heiðra hetjur hafsins á sjómannadeginum og á því verður engin breyting í ár. Þeir sem lengi hafa
verið til sjós fá heiðursmerki sjómannadagsins, enda má það ekki minna vera eftir áratuga ósérhlífna sókn í greipar Ægis.
Morgunblaðið/Golli
Spennandi Það er ávallt forvitnilegt, ekki síst fyrir ungviðið, að skoða furðu-
fiskana sem veiðast á miðunum í kringum Ísland og taka jafnvel á þeim.
Dagmar Haraldsdóttir
Viðamikil Hátíð hafsins
Hátíðahöld við Reykjavíkurhöfn um sjómannadags-
helgina eru sem fyrr kölluð „Hátíð hafsins“ og er það
tveggja daga hátíð sem samanstendur af tveimur
hátíðardögum, hafnardeginum sem haldinn er á
laugardeginum og sjómannadeginum sem haldinn er
á sunnudeginum, eins og Dagmar Haraldsdóttir,
framkvæmdastjóri Hátíðar hafsins, segir frá.