Morgunblaðið - 01.06.2018, Qupperneq 26
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
E
itt af helstu baráttumálum
Samgöngustofu und-
anfarin ár hefur verið að
draga úr ofhleðslu báta.
Jón Bernódusson er sér-
fræðingur í öryggismálum til sjós
og fagstjóri rannsókna og þróunar
hjá Samgöngustofu, og segir hann
ánægjulegt að sjá þá viðhorfsbreyt-
ingu sem orðið hefur á tiltölulega
skömmum tíma:
„Hér áður fyrr þótti það töffara-
legt að koma til hafnar með drekk-
hlaðinn bát, og helst þannig að hann
virtist vera alveg
við það að
sökkva. Í dag
hlæja menn aftur
á móti að svona
hegðun enda er
verið að skapa
óþarfa hættu og
að auki vita
menn að betra er
að koma með
minni afla en í
meiri gæðum að
landi. Það felast
ekki mikil verð-
mæti í troðfullu skipi af fiski sem
ekki hefur verið kældur nægilega
vel og sem skipverjar hafa þurft að
traðka ofan á.“
Virðist vera að takast að draga úr
ofhleðslu en slysin hendir samt enn.
„Þarf ekki að leita lengra aftur en
til ársins 2015 þegar Jón Hákon BA
sökk vegna ofhleðslu og einn úr
áhöfn fórst,“ segir Jón og bendir á
að hættan sé ekki bara fólgin í því
að bátarnir hreinlega sökkvi. „Því
meira sem skipið er hlaðið því
óstöðugra verður það og geta skips-
ins til að rétta sig minnkar. Gerðist
það enda í tilviki Jóns Hákonar að
skipinu hvolfdi.“
59 dauðsföll árið 1959
Jón segir miklar framfarir hafa
orðið í öryggismálum og eftirliti á
sjó á undanförnum áratugum. Til-
tekur hann sérstaklega þann ávinn-
ing sem hlotist hefur með starfi
Slysavarnaskólans, og verkefninu
Langtímaáætlun um öryggi sjófar-
enda sem Sturla Böðvarsson, þá-
verandi samgönguráðherra, hleypti
af stokkunum árið 2001. „Þarf líka
að nefna Ragnhildi Hjaltadóttur
sem í dag er ráðuneytisstjóri í sam-
gönguráðuneytinu en hún hefur
verið sterkur bakhjarl þeirra sem
vinna að bættu öryggi til sjós.“
Árangurinn fer ekki milli mála
og urðu engin banaslys á sjómönn-
um árin 2008, 2011, 2014 og 2017.
„Við sjáum vel hvað breytingarnar
eru miklar ef við förum liðlega 60
ár til baka og skoðum t.d. árið 1959
þegar 59 íslenskir sjómenn fórust.“
En það má gera enn betur og
segir Jón að slysin séu sjaldan
óhjákvæmileg. „Það er mín skoðun
að það megi koma í veg fyrir um
það bil helming allra slysa sem
verða á sjó nú til dags. Mjög sjald-
gæft er að banaslysin verði af ein-
tómum klaufaskap heldur eru þau
jafnan afleiðing af röð margra
rangra ákvarðana.“
Tölfræðin sýnir að það eru ekki
síst reyndari sjómenn sem þurfa að
vara sig. „Árið 1996 gerði Kristinn
Ingólfsson, deildarstjóri hjá Sigl-
ingastofnun Íslands, rannsókn á
slysum um borð í skipum þar sem
farið var af mikilli nákvæmni yfir
það hverjir lentu oftast í slysum og
kom í ljós að það voru einkum
reyndustu mennirnir um borð,“ seg-
ir Jón. „Það skýrist af því að
reynsluboltarnir fara frekar í
hættulegri verkin og biðja þá sem
hafa minni reynslu að stíga til hlið-
ar. Þetta sýnir vel það viðhorf sem
hefur fylgt sjómönnum í gegnum
tíðina að þeir verja hver annan, og
hleypa ekki óvönum mönnum í eitt-
hvað sem gæti orðið þeim hættu-
legt, heldur gera það frekar sjálfir.“
Allir skilji fyrirmælin
Spurður um nýjar áskoranir í ör-
yggismálum sjómanna nefnir Jón
að upp á síðkastið hafi erlendum
áhafnarmeðlimum farið fjölgandi
hjá íslenska fiskveiðiflotanum. Sjó-
mönnum frá EES-löndunum er
frjálst að vinna á íslenskum skipum,
svo fremi að þeir hafi útskrifast frá
Slysavarnaskólanum en Jón segir
vissara að gæta þess að tungu-
málaörðugleikar um borð auki ekki
líkurnar á óhöppum. „Það er hugs-
anlegt að með fleiri erlendum skip-
verjum verði þetta að vandamáli
enda áríðandi að öll fyrirmæli skilj-
ist vel. Ósköp sakleysislegur mis-
skilningur getur skapað hættu bæði
fyrir þann sjómann sem ekki skilur
og fyrir hina sem vinna með hon-
um.“
Hvíldartími áhafna hefur líka
verið í deiglunni og vinnur Sam-
göngustofa núna að rannsókn í sam-
vinnu við SFS og hagsmunasamtök
sjómanna. „Almenna reglan er sú
að á 24 tímum eigi sjómenn rétt á
10 tíma hvíld, þó með ákveðnum
undantekningum. Hafa sumir óttast
að með nýjum og fullkomnari skip-
um, sem þurfa færri í áhöfn, geti
það gerst að hvíldartímaviðmiðin
séu ekki virt,“ útskýrir Jón og segir
að það sé vilji allra aðila að finna á
þessu lausn. „Við höfum byrjað
rannsóknina með því að taka út
vinnutíma áhafna á tveimur skipum
og af fyrstu gögnum að dæma virð-
ist hvíldartíminn vera í lagi. Í fram-
haldinu verður farið í mælingar á
fleiri skipum og með markvissari
hætti reynt að draga upp skýra
mynd af því hvernig vinnutíma sjó-
manna er háttað.“
Getum gert enn betur í öryggismálum
Viðhorfið til ofhleðslu
skipa hefur gjörbreyst
og það sem áður þótti
töffaraskapur þykir í
dag hlægileg hegðun.
Samgöngustofa var að
hefja umfangsmikla
könnun á hvíldartíma
sjómanna.
Ómissandi Öll viljum við að sjómennirnir komi heilir heim. Á myndinni faðmar
dóttir Más Höskuldssonar hann eftir að honum var bjargað ásamt áhöfn.
Jón
Bernódusson
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2018
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Enginn veit úr hvaða átt næsta
stóra byltingin í öryggismálum á
sjó kemur. Jón segir marga
binda vonir við að endurnýjun
skipaflotans muni gera sjó-
mennskuna að öruggari atvinnu-
grein enda hönnun nýju skip-
anna betri og nýjasta tækni
notuð til að vinnna mörg erf-
iðustu og hættulegustu verkin
um borð. Þá á sér líka stað alls
kyns nýsköpun þar sem bætt
fjarskipti og tækniframfarir eru
notuð til að auka öryggið, og má
t.d. nefna að þar sem netsam-
bands nýtur við má eiga í mynd-
samtali við lækni ef eitthvað
bjátar á úti á miðunum og jafn-
vel mæla heilsufar skipverja og
senda rafrænt til sérfræðinga
sem leggja mat á það hvaða
læknisaðstoðar er þörf.
„Mjörg margt er í gangi og
rétt að vekja athygli á því að
hægt er að sækja um styrki til
Samgöngustofu vegna verkefna
sem miða að því að auka öryggi
sjófarenda. Við vitum að úti í
samfélaginu eru einstaklingar
með góðar hugmyndir og getum
við veitt þeim liðsinni við að
þróa hugmyndirnar áfram og
gera þær að veruleika.“
Styrkir í
boði fyrir
góðar hug-
myndir
Þjálfun Sjómenn æfa björgunarstörf hjá Slysvarnaskólanum. Þeir þurfa að vera við öllu búnir og setja öryggið á oddinn.