Morgunblaðið - 01.06.2018, Side 52

Morgunblaðið - 01.06.2018, Side 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2018 Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is S jómannadagurinn í Bolung- arvík stendur yfir í fjóra daga og lýkur á sunnudegi sem er hinn eiginlegi sjó- mannadagur,“ útskýrir Helgi. „Yfir sjómannadagshelgina er boðið upp á fróðleik og skemmtun fyrir íbúa og gesti. Það eru þó ein- ungis þrjú atriði sem hafa alltaf verið í boði í tengslum við sjó- mannadaginn í Bolungarvík en þau eru skrúð- ganga frá Brim- brjótnum að Hólskirkju, hátíð- arguðsþjónustan í Hólskirkju og sjó- mannadagsballið. Áður fyrr var ballið á sunnudeginum en fyrir löngu hefur það færst yfir á laugardag meðan skrúðgangan og hátíðarguðsþjónustan hafa haldið áfram á sjálfan sjómannadaginn.“ Hann bætir því við að sjómannadag- urinn í ár er sá 79. sem haldið er upp á í Bolungarvík. Þuríðardagurinn til alls fyrstur Sjómannadagshelgin í Bolungarvík í ár hefst, líkt og venja hefur verið síð- astliðin ár, með Þuríðardeginum sem er haldinn fimmtudaginn fyrir sjó- mannadag til heiðurs formóðurinni, Þuríði sundafylli, sem seiddi fiskinn í Djúpið sem hefur verið lífsbjörg Bol- víkinga og íbúa við Djúp um aldir. „Markmiðið með Þuríðardegi er að gera landnámskonu Bolung- arvíkur sýnilegri og tengsl hennar við sjávarfang og sjávarútveg og minnast kvenna í Bolungarvík allt frá landnámi fram á þennan dag,“ segir Helgi um viðburðinn. „Þur- íðardagurinn samanstendur af erind- um um konur og störf þeirra og ýms- um skemmtiatriðum. Ávarp flytur Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir, ný- kjörinn bæjarfulltrúi, og meðal er- inda í ár er umfjöllun um Bjöggu vatnsbera sem hét Aðalbjörg Þórð- ardóttir og hafði atvinnu af því að bera vatn til bolvískra heimila um skeið, en Guðfinna Hreiðarsdóttir sagnfræðingur segir sögu hennar. Nemendur frá Tónlistarskóla Bol- ungarvíkur flytja tónlist milli atriða undir stjórn Tuuli Rähni en það er Guðrún Stella Gissurardóttir for- stöðumaður sem heldur utan um dagskrá og býður gestum Þur- íðardagsins upp á léttar veitingar úr ríki hafsins. Þuríðardagurinn er haldinn 31. maí og hefst dagskrá kl. 20.00 í Félagsheimili Bolungarvíkur og eru allir velkomnir.“ Sagan í heiðri höfð á söfnum Föstudaginn 1. júní hefst föst sum- arviðvera í Ósvör sem er afar vinsælt sjóminjasafn sem samanstendur af tvöfaldri 19. aldar verbúð, salthúsi, fiskreit og þurrkhjalli. Á meðal sýn- ingagripa er áraskipið Ölver sem gefur góða mynd af þeim skipum sem notuð voru til fiskveiða fyrr á öldum. „Í safninu eru einnig til sýnis veið- arfæri og ýmis tæki og tól sem notuð voru við veiðar og fiskverkun á öld- um áður. Safnvörðurinn tekur á móti gestum íklæddur skinnklæðum lík- um þeim er íslenskir sjómenn klædd- ust áður fyrr og lýsir því sem fyrir augu ber.“ Á sama tíma verður einnig opnað Náttúrugripasafn Bolungarvíkur þar sem spendýrum og fuglum á Ís- landi eru gerð góð skil en einnig má þar finna ýmsa flækinga. Þegar inn er komið er gestum heilsað af blöðru- sel og hvítabjörn er ekki langt und- an, umkringdur selum, refum og minkum. Í safninu er einnig steina- safn Steins Emilssonar sem lengi var skólastjóri í Bolungarvík en nátt- úrugripasafnið er tileinkað honum. „Hægt er að kaupa sameiginlegan aðgang að náttúrugripasafninu og sjóminjasafninu en frítt er í Ósvör á sjálfan sjómannadaginn,“ bendir Helgi á. Dorgveiðikeppni, tónleikar og skrúðganga til heiður hetjum Það sem eftir lifir af hinni löngu sjó- mannadagshelgi er stöðugt eitthvað um að vera og engum í Bolungarvík þarf að leiðast, eins og sést þegar dagskráin er skoðuð. „Dorgveiðikeppni hefst á Brim- brjótnum á föstudeginum 1. júní kl. 17.00 fyrir krakka á öllum aldri og verða verðlaun í boði fyrir afla, fjölda fiska og fleira. Margir fiskanna sem veiðast fara síðan á sædýrasýningu sem verður við hafnarvogina en þar verður hægt að sjá ýmsa fiska synda um í sjóbúrum,“ segir Helgi. Á föstudagskvöldinu verður mikið um að vera í Einarshúsi við höfnina því kl. 18.00 hefst Þorskurinn sem er tónlistarhátíð þar sem ýmsir koma fram og boðið er upp á fiskihlaðborð og er ráðlegt að panta sér borð í Ein- arshúsi þetta kvöld. Kvöldinu lýkur svo með tónleikum Bjartmars Guð- laugssonar en hann er flestum að góðu kunnur fyrir tónlist sína og ef til vill hefur hann týndan tíma í far- teskinu. Tónleikar Bjartmars hefjast kl. 22.00. Laugardagurinn hefst kl. 10.00 með hátíðarsiglingu til móts við ís- firsku skipin úti á Djúpinu en að þessu sinni mun varðskipið Týr taka þátt í siglingunni og verður til sýnis síðar um daginn. Hin eiginlega sjó- mannadagsdagskrá hefst svo kl. 13.30 með kappróðri, flekahlaupi, koddaslag og fleiri skemmtilegum leikjum og uppákomum. Sveppi og Villi bregða á leik kl. 15.00 og deg- inum lýkur með hátíðarkvöldverði í Félagsheimili Bolungarvíkur og Sál- inni hans Jóns míns á sjómannadags- balli. Sjálfur sjómannadagurinn Sjómannadagurinn hefst svo með skrúðgöngu frá Brimbrjótnum að Hólskirkju kl. 13.30 og svo hátíð- arguðsþjónustu í kjölfar hennar. „Við það tækifæri verða bolvískir sjómenn heiðraðir og að lokinni guðsþjónustu verða blómsveigar lagðir að minnismerkjum sjómanna í Grundarhólskirkjugarði. Kaffisala kvennadeildar Landsbjargar hefur alltaf verið vel sótt og verður hún í Félagsheimili Bolungarvíkur kl. 15.00. Kómedíuleikhúsið sýnir Ein- ars leik Guðfinnssonar í Einarshúsi kl. 17.00 en í ár eru liðin 120 ár frá fæðingu Einars Guðfinnssonar hinn 17. maí 1898 og var leikurinn saminn og settur upp af því tilefni. Einar Guðfinnsson er eini heiðursborgari Bolungarvíkur og á minnisvarða um hann og Elísabetu Hjaltadóttur, konu hans, er letruð tilvitnun til hans: „Ég erfði ekki fé, ég erfði dyggðir.“ Sjómannadeginum í Bolungarvík 2018 lýkur svo með því að Haukur Sigvaldason segir frá tilurð heim- ildamyndarinnar Brotsins sem fjallar um mannskaðaveðrið sem brast á í dymbilvikunni í byrjun apríl 1963 og tók sextán mannslíf en þar af fórust sjö Bolvíkingar í blóma lífsins. Fjallað er um slysin og afleiðingar þeirra á samfélagið en Haukur er einn af handritshöfundum og leik- stjórum myndarinnar. Að lokinni umfjöllun Hauks verður myndin sýnd í Félagsheimili Bolungarvíkur. Umfjöllunin byrjar kl. 18.00. Að sögn Helga eru viðburðirnir skipulagðir svo allir, allt frá barna- fjölskyldum til eldri borgara, geti fundið sér eitthvað við hæfi „Söfn, tónleikar, leikrit, hátíðar- guðsþjónusta og heimildarmynd eru allt atriði sem ættu að höfða vel til eldri kynslóða meðan yngri kynslóð- unum ætti að líka hátíðarkvöldverð- urinn og ballið enda seldist upp í hvelli á kvöldverðinn sumarið áður. Yngri kynslóðirnar hafa mjög gaman af sýningum leikhópsins Lottu ekki síður en foreldrar, afar og ömmur. Þá eru börnin alltaf spennt fyrir sjó- mannadagsdagskránni og taka gjarnan fullan þátt í þrautum eftir því sem þau hafa vit og þroska til.“ Mikilvægi sjómannadagsins Sjómannadagurinn á sér djúpar ræt- ur í íslensku samfélagi að sögn Helga og þá ekki síður í Bolungarvík sem hefur byggst upp á sjósókn dugandi manna. „Án þeirra væri saga Bolung- arvíkur önnur en hún er í dag. Upp- haflega voru það sjómenn sem sáu um daginn en í dag er það sveitarfé- lagið sem skipuleggur dagskrána meðan Björgunarsveitin Ernir sér um framkvæmd og sjómönnum gefst færi á að njóta dagsins í faðmi fjöl- skyldu og vina. Þá er hægt að skemmta sér yfir óförum annarra sem detta kannski í sjóinn eða tapa í kappróðri eða reiptogi eða fagna með sigurvegurunum og gleðjast yfir velgengni þeirra,“ bætir hann við. Friður og ró til að njóta dagsins „Mín upplifun af sjómannadeginum snýst fyrst og fremst um að upplifun gestanna verði í einhverju samræmi við væntingar. Í því sjónarspili á veðrið alltaf stórleik og hefur mest um það að segja hvernig fer,“ segir Helgi um stóra daginn framundan og um leið helgina alla. „Það er reyndar gömul saga og ný hér í Bolungarvík og víðar. Það er helst í hátíðarguð- sþjónustunni sem gefst friður og ró fyrir mig til að njóta dagsins og það verður ánægjulegt að geta tekið þátt í því að heiðra bolvíska sjómenn í guðsþjónustunni. Annars væri gam- an að heyra erindin og tónlistina á Þuríðardeginum og ég er nokkuð spenntur fyrir Einars leiknum sem hefur verið sýndur nokkrum sinnum hér og látið hefur verið vel af. Einnig vil ég gjarnan heyra Hauk Sigvalda- son segja frá Brotinu og sjá myndina á eftir en þegar ég var 5 ára gamall fórst bróðir minn, Guðmundur Hró- mundur Hjálmtýsson, með Sæfara BA 143 frá Tálknafirði í ársbyrjun 1970 en hann var þá 18 ára gamall. Þeir voru sex sem fórust og Mummi var yngstur.“ Það er þó eitt sem allir, stórir sem smáir, ungir sem aldnir, geta sam- einast um að sé alltaf jafn skemmti- legt, og það hefur meira að segja veðrið lítið um að segja, bendir Helgi á, en það er heimsókn í sundlaug Bol- ungarvíkur. „Fátt er jafn vinsælt í Víkinni fögru og nágrannabyggðum og sundlaugin og íþróttahúsið. Þess- um vinsældum hefur bæjarstjórnin ákveðið að mæta með því að hafa op- ið lengur en sundlaugin og íþrótta- húsið verða opin í sumar á virkum dögum frá kl. 6 til kl. 22 og um helgar frá kl. 10 til kl.18. Geri aðrir betur!“ „Án sjómanna væri saga Bolungar- víkur önnur en hún er í dag“ Sjómannadagurinn í Bolungarvík á sér langa og merka sögu. Sjó- mannadagshelgin er einn af stóru menning- arviðburðunum í bæn- um ár hvert enda er Bol- ungarvík ein elsta verstöð landsins, segir Helgi Hjálmtýsson, markaðs- og kynning- arfulltrúi Bolungarvíkur. Ljósmynd/Helgi Hjálmtýsson Barnagaman Ávallt er næg skemmtun fyrir alla aldurshópa þegar deginum er fagnað. Hátíðlegt Skrúðgangan frá Brimbrjótnum að Hólskirkju er meðal ómissandi fastra liða á Bolungarvík þegar sjómannadagurinn er haldinn hátíðlegur. Helgi Hjálmtýsson Hafnarhlaup Enginn er verri þó hann vökni, stendur þar, og ósjaldan á það betur við en á sjómannadaginn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.