Morgunblaðið - 01.06.2018, Side 48

Morgunblaðið - 01.06.2018, Side 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2018 Grzegorz Maszota tók þessa mynd um borð í Þórsnesi SH, nærri Ólafsvík. Myndin hafnaði í þriðja sæti í vali dómnefndar. Veiðarnar eru í fullum gangi og fiskarnir nánast fljúga um borð í bátinn og sjómað- urinn er með einbeitinguna alla við netið. „Góður, einfaldur og lýsandi mynd- rammi; myndað úr myrkrinu og út í ljósið og aðalatriðið vel rammað inn af þilinu. Maðurinn sem goggar þann gula er bað- aður fallegri birtu og augnablikið fangað ljómandi vel,“ segir í umsögninni. Sjómannslífið rammað inn af skuggum Hugaður Bergur Rafn Birgisson myndar sigmann á sveimi. Samstaða Þorgeir Baldursson myndar þegar sjómenn splæsa upp á togvír á leið á miðin. Kuldi Gísli Unnsteinsson tekur mynd af sjómanni að störfum í frostgaddi. Skýla þarf kinnum og nefi til að komast hjá kvefi. Fjara Þröstur Njálsson tekur mynd af brúði, sem bíður eftir einhverjum í flæðarmálinu. Sætur Erlendur Guðmundsson náði mynd af þessum fallega fiski. Tignarleg Sigurlaug Sigurðardóttir myndar súlu á flugi. Matartími Steindór Oliversson sýnir augnablikið þegar maður og fugl berjast um fenginn. Fiskurinn freistar margra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.