Morgunblaðið - 01.06.2018, Side 16

Morgunblaðið - 01.06.2018, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2018 37. Báturinn þótti óvenjustuttur fyr- ir aftan stýrishús og fannst mönnum að töluvert vantaði á lengdina til að hlutföllin teldust eðlileg. Þegar skipið var nýkomið til Eski- fjarðar flykktust bæjarbúar að til að skoða það. Einn þeirra var Kalli Sím (Karl Símonarson), skipasmiður og lengi forstjóri Vélsmiðju Eski- fjarðar. Að skoðun lokinni snýr hann sér að fulltrúum útgerðarinnar, grallaralegur á svip, og spyr: „Segið mér, strákar; hvenær kem- ur svo seinni parturinn?“  Haustið 1977 voru síldveiðar komnar í gang eftir langt hlé frá síldarár- unum seinni sem lauk 1968. Gunnar SU 139 frá Reyðarfirði var græjaður á hringnót að nýju eins og flestir bátar sem þá stunduðu þorskanet. Allt gamla dótið var dregið um borð og farið á síld þegar vika var eftir af veiðitímanum. Flestir í áhöfninni höfðu aldrei snert á nótaveiðum. Aðeins vélstjór- inn, kokkurinn og Jónas skipstjóri Jónsson sjálfur voru vanir síld- arsjómenn. Svo mun hafa verið á fleiri bátum að margir voru óvanir hringnótinni. Tekið var prufukast á firðinum áð- ur en haldið var á miðin. Prufukastið gekk hörmulega en samt var haldið út. Þegar Gunnar birtist meðal síld- arskipanna við Hrollaugseyjar og tekur sitt fyrsta kast kallar Jói Steins á Haföldunni frá Eskifirði til Jónasar. Þeir heilsast innilega og Jói spyr: „Þú ert náttúrlega með þaulvanan mannskap eins og venjulega?“ „Nei, blessaður vertu, þetta eru allt óvanir strákar,“ svarar Jónas „ég bíð bara eftir að þeir hengi sig í þessu“. Þrátt fyrir þessa örðugleika í byrj- un náðist kvótinn á viku í tveimur fullfermistúrum og enginn hengd- ist. Síldarbátarnir voru annað slagið að lenda í undirmálssíld og slepptu þá kastinu gjarnan niður ef lítið var í og hlutfallið óhagstætt. Jónas var á móti þessu og háfaði allt inn. Lét svo álit sitt í ljós með þessum orðum: „Ég veit ekki til þess að síldin stækki þótt henni sé hossað.“  Þeir mágar, Óskar Matt á Leó VE 400 og Sveinbjörn Snæbjörnsson, oftast kallaður Bjössi Snæ, voru miklir mátar. Þeir fóru stundum á skak á trillu sem Óskar átti. Í einum slíkum túr vildi ekki betur til en svo að Bjössi, sem var með falskar tenn- ur, missti út úr sér efri tanngarðinn, beint í sjóinn og sökk hann til botns. Bölvaði hann þessu óhappi að sjálf- sögðu í sand og ösku. Óskar, sem einnig var með falsk- ar, sá sér nú leik á borði að atast svolítið í mági sínum. Hann tók út úr sér efri tanngarðinn svo lítið bar á, festi hann við færið hjá sér og renndi færinu út. Dró það svo upp eftir stutta stund og kallaði til Bjössa: „Nei, sérðu hvað er á hjá mér, tennurnar þínar!“ Bjössi varð að sjálfsögðu glaður við, þreif tanngarðinn og stakk hon- um upp í sig. Japlaði í nokkra stund, en tók síðan tennurnar út úr sér og sagði með mikilli ólund: „Andskotinn, þetta eru ekki mín- ar tennur.“ Henti síðan tanngarðinum beint í sjóinn – við litla gleði Óskars.  Hann var kallaður Varði og sótti sjóinn frá Eskifirði um miðja síð- ustu öld, þá ungur og hraustur, en ekki margmáll og virtist stundum ansi alvörugefinn, þótt undir niðri væri takturinn léttari. Eitt sinn, þegar Varði var í róðri og veðrið í sínum versta ham, sat hann ásamt skipsfélögum sínum niðri í lúkar og sötraði kaffi úr krús. Þá fer hann allt í einu að tala upp úr eins manns hljóði og segir yfir alla með nokkrum þunga í röddinni: „Þetta fer ekki nema á einn veg.“ Félagar Varða tóku ekki undir þetta en stuttu seinna dæsir hann og segir á ný, enn alvarlegri en fyrr: „Þetta fer ekki nema á einn veg.“ Nú hrukku félagar hans við. Var hann kannski skyggn og sá hvaða hörmungar biðu þeirra á næstu and- artökum? Veðrið var vissulega slæmt … Þessar hugsanir þutu í gegnum huga mannanna, sem sátu nú þög- ulir sem gröfin og gott ef einhverjir höfðu ekki lagt traust sitt á mátt bænarinnar. En Varði hélt áfram og ekki minnkaði alvaran og þunginn í mál- rómnum þegar hann sagði: „Þetta fer ekki nema á einn veg.“ Einn úr áhöfninni, sem leið orðið vítiskvalir í sálinni, mannaði sig nú upp og spurði skjálfandi röddu: „Nú, hvernig fer þetta?“ Þá leit Varði upp og sagði með heimspekilegri ró: „Það lægir.“  Bræðurnir Gísli og Sigurður voru báðir lóðsar við Hafnarfjarðarhöfn á fyrri hluta 20. aldar. Jafnframt þessu voru þeir vitaverðir við höfn- ina og var eitt af fyrirskipuðum verkum þeirra að þrífa vitana. Í þessu verki var líka innifalið að þrífa glerin í ljóskerinu og þurfti að gera það á sérstakan hátt samkvæmt fyr- irmælum, nefnilega með vínanda. Til þessa starfs fengu þeir ákveðinn skammt af brennsluspritti og þegar að verkinu kom höfðu þeir þann háttinn á að súpa góðan slurk af sprittinu og púa síðan á glerin og fægja og pússa um leið. Með því að anda á glerið og pússa, uppfylltu þeir laganna boðskap að hreinsa glerið með „vínanda“.  Gísli Bergs, útgerðarmaður í Nes- kaupstað fyrir og um miðja síðustu öld, var einn þeirra sem notuðu aldr- ei númer þegar hann hringdi innan- bæjar í gegnum símstöðina eins og þá tíðkaðist. Hann þurfti auðvitað stundum að hringja heim til sín og sagði þá gjarnan við talsímastúlk- una: „Heyrðu, gæskan, viltu gefa mér samband við sjálfan mig – heima hjá mér.“  Gvendur Eyja var með gríðarlega stórar og kraftalegar hendur, sann- kallaða hramma. Einhverju sinni var hann að koma með Herjólfi til Vest- mannaeyja og sat á spjalli við kunn- ingja sinn í borðsalnum. Þarna á næsta borði sat karl einn úr Reykja- vík og fylgdist grannt með þeim fé- lögum. Þegar leið á ferðina færði hann sig að borðinu til þeirra og sagði við Gvend: „Ég er búinn að vera að skoða á þér hendurnar og held að ég hafi aldrei fyrr séð jafnstórar hendur á nokkrum manni. Fyrirgefðu að ég spyr, en við hvað starfar maður með svona stórar hendur?“ Gvendur hallaði undir flatt og sagði síðan: „Þér að segja, þá er ég úrsmiður.“  Jón Berg Halldórsson er vafalítið mesti hrekkjalómur íslenska flotans fyrr og síðar. Hann var dagmaður á Voninni VE árið 1954, þá 19 ára gamall. Hlutverk hans var meðal annars að dytta að ýmsum hlutum í vél. Einnig að tæma úr kamarföt- unni. Var það lítt eftirsóknarvert, eins og gefur að skilja. Það var bæði óþrifalegt og síður en svo aðlaðandi starf að bograst inn á kamarinn, draga fötuna undan setunni, arka með „gúmmelaðið“ út á dekk, kasta því í sjálft Atlantshafið og koma svo ílátinu aftur fyrir á sínum stað. Setan var ekkert annað en planki með gati á sem tók þegjandi á móti brosandi rasskinnum skipverjanna – sem létu svo úrganginn vaða í föt- una. Lyktin á kamrinum var hræði- leg, þarna loddi við óþrifnaður allt um kring eftir margra ára notkun. Það þarf mann með einstakt hug- myndaflug til að gera sér … mat … í orðsins fyllstu merkingu úr þessu daunilla starfi. Og það kom bara einn til greina: Jón Berg Hall- dórsson. Einn daginn, þegar Jón Berg var að fá sér kaffi í lúkarnum, sá hann fullan poka af kakódufti. Hann tók kakópokann og hellti kakóinu í skál. Svo hrærði hann það út með vatni og útkoman varð þessi líka fína „ræpa“. Svo læddist hann með skálina á kamarinn og sletti kakóhræru yfir alla setuna, svo varla sást í hana og auðvitað lak eitthvað út af henni og niður á gólf. Í þessu umhverfi – með fötuna hálfa af mannaskít og lyktina eftir því – var þetta ljúffenga kakó í meira lagi ógeðslegt, enda engu lík- ara en einhverjum hefði orðið brátt í brók og ekki ráðið neitt við neitt. Þegar Jón Berg var búinn að sulla kakóinu á kamarsetuna fór hann nið- ur í lúkar þar sem áhöfnin var sest til borðs og beið eftir hádegismatn- um. Þar hellti hann sér yfir strák- ana, kallaði þá sóða og spurði hver þeirra hefði eiginlega drullað yfir kamarsetuna og raunar út um allt á kamrinum. Enginn kannaðist við að hafa gert það, en Jón Berg gaf sig ekki og sagði að þeir yrðu þá bara að þrífa þetta í sameiningu, því ekki kæmi til mála að hann gerði það. Við svo búið fór Jón Berg með skipsfélaga sína aftur á skut bátsins, reif upp hurðina á kamrinum og sýndi þeim inn. Þar blasti vissulega ófögur sjón við. Strákarnir litu hver á annan og sóru af sér ófögnuðinn. Þá gerðist það að Jón Berg smeygði sér framhjá þeim og fór inn á kamarinn, stakk þar putta í „kúk- inn“ á setunni og tók upp væna slettu. Hann sýndi hana félögum sín- um, en stakk henni síðan upp í sig, kjamsaði eilítið á gumsinu og sagði svo: „Þetta er algjörlega hreinn skít- ur.“ Strákarnir kúguðust. Einhverjir hlupu fram á dekk og ældu þar. Mat- arlyst þeirra var lítil það sem eftir lifði dagsins. Skiljanlega. Engin þeirra hafði séð annað eins.  Oddur spekingur Helgason, ætt- fræðigúrú og fyrrverandi sjómaður, slær svo botninn í þetta: Eitt sinn réði ég mig á Narfa RE 13 sem vanan netamann. Ekki var hæfni mín á þessu sviði þó alveg í takt við sannleikann – kannski ekki svo ýkja langt frá honum samt – en mig bráðvantaði vinnu og Óli Koll, loftskeytamaður á skipinu, studdi frásögn mína. Svo gerðist það í fyrsta túrnum að trollið kom upp rifið. Helgi skipstjóri taldi sig heppinn að hafa svona van- an netamann um borð, en einmitt þegar til átti að taka kom á mig hik, enda vissi ég ekkert hvernig ætti að lagfæra þetta. „Hvað er þetta, maður, vannstu ekki á netaverkstæði?“ kallaði skip- stjórinn þá reiðilega til mín. „Jú,“ svaraði ég og það var alveg sannleikanum samkvæmt. „Hvað gerðirðu eiginlega þar?“ kallaði skipstjórinn á ný. „Ég … ég var sendill.“ Morgunblaðið/Ómar Galsi Yfirleitt er stutt í húmorinn hjá íslenskum sjómönnum og enginn hörgull á góðum sögum af litríku fólki. Mynd úr safni af hetjum hafsins. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Uppátæki Sjómenn að störfum í Reykjavíkurhöfn. Þar vill ganga á ýmsu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.