Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 59
um sautján sólarhringa. Reynir seg-
ir að þrátt fyrir að siglingin hafi
gengið mjög vel sé honum og öðrum
skipverjum gjarnan minnisstætt
hversu lítil fjölbreytni hafi verið í
matseld um borð í skipinu. „Kokk-
urinn sem átti að koma með okkur
komst einhverra hluta vegna ekki
með og því þurfti Gylfi bróðir að
elda,“ segir Reynir en um borð voru
tveir bræður hans, Gylfi og Árni
Sigurðssynir. „Við Árni vissum
náttúrlega að Gylfi kunni ekki einu
sinni að sjóða kartöflur,“ segir
Reynir og hlær. „Svo stóð hann í
eldhúsinu með sleifina í annarri
hendinni og Ungu stúlkuna og eld-
hússtörfin í hinni,“ segir Reynir en
bendir á að Gylfi bróðir hans hafi
þrátt fyrir allt staðið sig nokkuð vel.
„Hann gerði þetta ágætlega, en það
voru bara þrjár tegundir; kjúkling-
ur, svínakjöt og nautakjöt. Allt í
potti,“ segir Reynir og bætir við:
„Ég gat ekki séð hænu á vappi í
mörg ár á eftir án þess að fá fiðring í
magann.“
Eins og áður segir sigldu Reynir
og félagar til Panama og í gegnum
hinn fræga skurð sem gjarnan er
kenndur við landið. „Það var nátt-
úrlega svakalegt mannvirki og mikil
upplifun,“ segir Reynir en áhöfnin
eyddi tæpum tveimur sólarhringum
í borginni Cristobal á meðan olíu og
vatni var bætt á skipið. Þetta átti
eftir að verða síðasta stopp skipsins
en eftir að hafa siglt í gegnum sund-
ið milli Dóminíska lýðveldisins og
Púertó Ríkó var stefnan sett á Ís-
land.
Hinn 15. október kom Arnar HU1
í höfn á Skagaströnd en við komuna
var mikil viðhöfn í bænum. „Við vor-
um komnir um miðnætti kvöldið áð-
ur,“ segir Reynir en skipverjarnir
þurftu að bíða nóttina vegna hátíð-
arinnar morguninn eftir. „Þeir voru
nú nokkrir orðnir svolítið pirraðir.
Margir voru með fjölskyldur í landi
en við þurftum að bíða yfir nóttina,“
segir Reynir og bætir við: „Það var
búið að skipuleggja að fólkið myndi
fylgjast með okkur sigla inn Húna-
flóann.“ Reynir segir þó að menn
hafi fljótt jafnað sig á biðinni og seg-
ist ennþá muna eftir mannfjöld-
anum og borðunum í höfninni sem
buðu togarann og áhöfnina vel-
komna heim.
Með aflamestu skipum landsins
Reynir segir að útgerðar- og fisk-
vinnslufyrirtæki Skagstrendinga,
Skagstrendingur hf., hafi verið
sannkallaður bjargvættur þorpsins.
„Íbúafjöldi var á miklu undanhaldi á
þessum tíma enda lítið um atvinnu,“
segir Reynir en félagið var stofnað
1968. Þá segir hann að mikið hafi
breyst enda hafi staðurinn í kjölfar-
ið orðið mun vænlegri kostur til bú-
setu. „Íbúarnir áttu flestir hluta í fé-
laginu. Þar á meðal ég,“ segir
Reynir en upphaflegir hluthafar
voru 112 talsins. Reynir segir að
hinn nýi japanski togari hafi sann-
arlega staðið sig með prýði í íslensk-
um sjó en Arnar HU1 var um langa
hríð með aflamestu skipum lands-
ins. „Reksturinn á þessu skipi gekk
mjög vel,“ segir Reynir en hann hélt
áfram sem vélstjóri á skipinu eftir
að það kom til landsins.
Þó að Reynir sé fyrir löngu hætt-
ur sjómennsku heldur hann alltaf
sjómannadaginn hátíðlegan. Þá ætl-
ar hann að syngja með Karlakór sjó-
manna um daginn en um kvöldið
syngur hann með hljómsveitinni
Tíglum, sem stofnuð var fyrir 45 ár-
um. „Ég fer alltaf heim ef ég get,“
segir Reynir en þrátt fyrir að búa í
Kópavogi ætlar hann að halda upp á
daginn í sínum gamla heimabæ,
Skagaströnd.
heim
„Svo stóð hann í eldhúsinu
með sleifina í annarri
hendinni og Ungu stúlkuna
og eldhússtörfin í hinni“
FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2018 MORGUNBLAÐIÐ 59
TIL HAMINGJUMEÐ
DAGINN SJÓMENN
Í 75 ÁR
Á
RN
A
SY
N
IR
Í áratugi hefur starfsfólk Odda
þróað og hannað umbúðir fyrir
fjölda íslenskra fyrirtækja í
sjávarútvegi, þar sem áratuga
reynsla og þekking okkar tryggir
að varan skili sér á áfangastað
jafn fersk og hún var þegar hún
lagðiafstað.Viðveitumþérfyrsta
flokks ráðgjöf og aðstoðum þig
viðaðveljaréttuumbúðirnarfyrir
þínar vörur. Hafðu samband og
kynntuþérmálið.
Ráðgjöf
Vandaðar umbúðir tryggja
örugga meðferð og afhendingu
þinnar vöru. Því er mikilvægt að
þær séu valdar af kostgæfni. Við
framleiðum úrval umbúða auk
þess sem við bjóðum fjölbreyttar
lausnir frá traustum og viður-
kenndum samstarfsaðilum okkar.
Þannig tryggjum við einstakt
vöru- framboð sem uppfyllir allar
þínar þarfir þegar kemur að
umbúðum.
Umbúðir
Við erum þínir ráðgjafar í umbúðum
www.oddi.is5155000
Á sjómannadaginn sletta sumir meira
úr klaufunum en aðrir og dansa bæði
vals og ræl á tá og hæl. Þá er ekki úr
vegi að hafa nokkur vel valin sjó-
mannalög í handraðanum til að stilla
taktinn. Hér koma nokkrar tillögur:
„Á sjó“ – Hljómsveit Ingimars
Eydal
Lagið er að sjálfsögðu fyrir löngu orðið
sígilt enda fjallar textinn frekar blátt
áfram um störf og raunir sjómanna.
„Ó, María, mig langar heim“ –
Hljómsveit Þorsteins
Guðmundssonar
Þrátt fyrir að textinn sé í sjálfu sér
sorglegur er lagið grípandi og gott til
að dansa við.
„Simbi sjómaður“ – Haukur
Morthens
Þeir eru eflaust margir sem hafa haldið
til sjós með sömu ævintýraþrá og
Simbi sjómaður. Hvort þau rættust veit
enginn.
„Sjúddírarírei“ – Gylfi Ægisson
Gylfi á mörg góð sjómannalög og má
þar sérstaklega nefna „Stolt siglir
fleyið mitt“, sem allir sjómenn þekkja.
„Sjúddírarírei“ er hins vegar besta lag-
ið til að syngja þegar liðið er á kvöldið.
teitur@mbl.is
Hvað skal setja á fóninn?
Morgunblaðið/hag
Sjóaður Gylfi Ægisson
Morgunblaðið/Golli
Bassi Þorvaldur Halldórsson söng
lengi með hljómsveit Ingimars Eydal.