Morgunblaðið - 01.06.2018, Qupperneq 54
Þrátt fyrir að flugfólk sé kannski frekar en
sjófólk þekkt fyrir ást á lúxusúrum er nóg
í boði fyrir þá sem þurfa að hafa úr á
handleggnum öllum stundum, líka
úti á sjó. Svissnesk úrafyr-
irtæki hafa löngum keppst
við að sníða úr að þörfum
sjófólks og kafara með við-
bótum sem geta komið sér
vel úti á reginhafi.
Rolex Sea-dweller er lík-
lega þekktasta „sjóúrið“ en
úrið þolir þrýsting niður á rúm-
lega 1.200 metra dýpi.
James Bond gerði Omega Sea-
master úrin fræg en spæjarinn frækni hef-
ur verið með úrið á handleggnum í mörgum
myndum.
Breitling framleiðir Superocean-úrin og Tag
Heuer er með Aquaracer-línuna.
Það er því ljóst að það kennir ýmissa grasa þegar
kemur að lúxusúrum fyrir sjófólk en flokknum hafa
hvergi nærri verið gerð endanleg skil hér.
teitur@mbl.is
Úr fyrir sjófólk
54 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2018
Sturlaugur Jónsson & Co
er umboðsaðili fyrir
Selhella 13
Hafnarfjörður
sími 412 3000
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
A
llt frá landnámsöld og
fram á tuttugustu öldina
þurftu Íslendingar að
reiða sig á brækur úr
kálfskinni og stakka úr
sauðskinni þegar haldið var til sjós.
Mikil þróun varð þó í sjóklæðagerð
á Íslandi á síðustu öld, ekki síst fyr-
ir tilstilli Hans Kristjánssonar, sem
stofnsetti Sjóklæðagerð Íslands í
bakhúsi við Laugaveg árið 1926. Í
dag hefur hinum síðu sauðskinns-
stökkum verið skipt út fyrir stakka
og buxur úr gerviefnablöndum sem
ógerningur er að bera fram og ör-
yggisskór með sýkladrepandi sóla
og tá úr fíberplasti hafa leyst hina
sérstöku leðurskó fortíðar af hólmi.
Bakhúsið á Laugavegi hefur vikið
fyrir verksmiðju í Lettlandi.
Elín Tinna Logadóttir, sölu- og
rekstrarstjóri fyrirtækja- og heild-
sölusviðs hjá 66°norður, sagði okk-
ur frá sjóklæðaframleiðslu fyr-
irtækisins og nýjungum í þeim
iðnaði.
„66°norður, sem hét áður Sjó-
klæðagerðin, hefur alltaf lagt mikla
áherslu á að þróa og bjóða vörur
sem standast kröfur íslenskra sjó-
manna,“ segir Elín og bendir á að
þægindi og öryggi þurfi þar að
vinna saman. Spurð hvort sjófatn-
aður hafi nokkuð breyst á síðustu
áratugum segir Elín að lögð hafi
verið áhersla á sterkara og kulda-
þolnara efni en áður og bætir við:
„Að ógleymdu þægilegra sniði.“
Jafnframt segir hún að aukinni
tæknivæðingu fylgi nýjar áskoranir
og nefnir í því samhengi nýja vasa á
sjóbuxum. „Við bættum til að
mynda innanávasa í sjóbuxurnar
okkar sem henta vel fyrir snjall-
síma og þess háttar.“
Sjómenn óhræddir við
að láta í sér heyra
Elín segir sjómenn og einyrkja
góða viðskiptavini og gleðiefni að
þeir séu óhræddir við að láta í ljós
skoðanir síðan á fatnaðinum. „Þeir
eru óhræddir við að láta okkur
heyra það ef þeir eru ekki sáttir,“
segir Elín. „Það skiptir okkur miklu
máli að hlusta á sjómennina sjálfa
og þeirra innlegg er ómetanlegt við
þróun og útfærslu,“ bætir hún við.
Elín segir stærstu viðskiptavini
66°norður vera dreifingaraðila sem
sjá um að þjónusta viðskiptavini og
fyrirtæki um landið allt. Hún bend-
ir þó á að það komi auðvitað fyrir að
aðrir en sjómenn kaupi sér sjófatn-
að og nefnir í því samhengi Þjóðhá-
tíð í Eyjum. „Það er svo árleg hefð
að sala á sjófatnaði nær ákveðnum
hápunkti í lok júlí/byrjun ágúst
þegar undirbúningur fyrir Þjóðhá-
tíð í Vestmannaeyjum stendur sem
hæst,“ segir hún en eins og margir
vita er sjófatnaður í öllum regnbog-
ans litum af mörgum talinn ein-
kennisbúningur þjóðhátíðarfara.
Hafa sjókonur áhrif?
Spurð hvort aukið kynjajafnrétti á
vinnumarkaði og aukinn hlutur
kvenna á sjó hafi í för með sér ein-
hverjar breytingar fyrir sjófatnað
segist Elín helst sjá breytingu í
stærðarvali. „Sjófatnaðurinn okkar
hentar báðum kynjum og sjáum við
þar mest breytingu í stærðarvali.
Við sjáum þó meiri flóru í vali á inn-
anundirfatnaðinum sem notaður er
á sjó og í frystihúsunum en hann er
fáanlegur í dömu- og herrasniði,“
segir Elín.
„Allur sjófatnaður frá 66°norður
er framleiddur í okkar eigin verk-
smiðjum í Lettlandi undir ströng-
um gæðakröfum og hefur það verið
þannig síðastliðin 18 ár,“ segir Elín
og bætir við: „Fyrirtækið hefur átt
góða og trygga viðskiptavini á sjó-
fatamarkaðinum í áratugi og okkur
þykir mikilvægt að halda vel utan
um þann markað.“
Sauðskinn út, pólýester inn
Töluverð þróun hefur
orðið í gerð sjófatnaðar
síðastliðin ár. Ábend-
ingar sjómanna hafa
áhrif á fatnaðinn.
Ljósmynd/66norður
Álag Sjófatnaður er í senn hlífðar- og öryggisbúnaður. Því þarf að huga að ýmsu við hönnun.
Ljósmynd/66norður
Þarfaþing Í aldanna rás hefur hinn hefðbundni sjóstakkur tekið miklum breytingum.
Ljósmynd/66norður
Ákveðnir Elín Tinna segir sjómenn vera óhrædda að láta heyra í sér ef fatnaðurinn er ekki eins og hann á að vera.
„Sala á sjófatnaði
nær ákveðnum hápunkti
í lok júlí þegar undirbún-
ingur fyrir Þjóðhátíð
stendur sem hæst“