Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 54
Þrátt fyrir að flugfólk sé kannski frekar en sjófólk þekkt fyrir ást á lúxusúrum er nóg í boði fyrir þá sem þurfa að hafa úr á handleggnum öllum stundum, líka úti á sjó. Svissnesk úrafyr- irtæki hafa löngum keppst við að sníða úr að þörfum sjófólks og kafara með við- bótum sem geta komið sér vel úti á reginhafi. Rolex Sea-dweller er lík- lega þekktasta „sjóúrið“ en úrið þolir þrýsting niður á rúm- lega 1.200 metra dýpi. James Bond gerði Omega Sea- master úrin fræg en spæjarinn frækni hef- ur verið með úrið á handleggnum í mörgum myndum. Breitling framleiðir Superocean-úrin og Tag Heuer er með Aquaracer-línuna. Það er því ljóst að það kennir ýmissa grasa þegar kemur að lúxusúrum fyrir sjófólk en flokknum hafa hvergi nærri verið gerð endanleg skil hér. teitur@mbl.is Úr fyrir sjófólk 54 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2018 Sturlaugur Jónsson & Co er umboðsaðili fyrir Selhella 13 Hafnarfjörður sími 412 3000 Teitur Gissurarson teitur@mbl.is A llt frá landnámsöld og fram á tuttugustu öldina þurftu Íslendingar að reiða sig á brækur úr kálfskinni og stakka úr sauðskinni þegar haldið var til sjós. Mikil þróun varð þó í sjóklæðagerð á Íslandi á síðustu öld, ekki síst fyr- ir tilstilli Hans Kristjánssonar, sem stofnsetti Sjóklæðagerð Íslands í bakhúsi við Laugaveg árið 1926. Í dag hefur hinum síðu sauðskinns- stökkum verið skipt út fyrir stakka og buxur úr gerviefnablöndum sem ógerningur er að bera fram og ör- yggisskór með sýkladrepandi sóla og tá úr fíberplasti hafa leyst hina sérstöku leðurskó fortíðar af hólmi. Bakhúsið á Laugavegi hefur vikið fyrir verksmiðju í Lettlandi. Elín Tinna Logadóttir, sölu- og rekstrarstjóri fyrirtækja- og heild- sölusviðs hjá 66°norður, sagði okk- ur frá sjóklæðaframleiðslu fyr- irtækisins og nýjungum í þeim iðnaði. „66°norður, sem hét áður Sjó- klæðagerðin, hefur alltaf lagt mikla áherslu á að þróa og bjóða vörur sem standast kröfur íslenskra sjó- manna,“ segir Elín og bendir á að þægindi og öryggi þurfi þar að vinna saman. Spurð hvort sjófatn- aður hafi nokkuð breyst á síðustu áratugum segir Elín að lögð hafi verið áhersla á sterkara og kulda- þolnara efni en áður og bætir við: „Að ógleymdu þægilegra sniði.“ Jafnframt segir hún að aukinni tæknivæðingu fylgi nýjar áskoranir og nefnir í því samhengi nýja vasa á sjóbuxum. „Við bættum til að mynda innanávasa í sjóbuxurnar okkar sem henta vel fyrir snjall- síma og þess háttar.“ Sjómenn óhræddir við að láta í sér heyra Elín segir sjómenn og einyrkja góða viðskiptavini og gleðiefni að þeir séu óhræddir við að láta í ljós skoðanir síðan á fatnaðinum. „Þeir eru óhræddir við að láta okkur heyra það ef þeir eru ekki sáttir,“ segir Elín. „Það skiptir okkur miklu máli að hlusta á sjómennina sjálfa og þeirra innlegg er ómetanlegt við þróun og útfærslu,“ bætir hún við. Elín segir stærstu viðskiptavini 66°norður vera dreifingaraðila sem sjá um að þjónusta viðskiptavini og fyrirtæki um landið allt. Hún bend- ir þó á að það komi auðvitað fyrir að aðrir en sjómenn kaupi sér sjófatn- að og nefnir í því samhengi Þjóðhá- tíð í Eyjum. „Það er svo árleg hefð að sala á sjófatnaði nær ákveðnum hápunkti í lok júlí/byrjun ágúst þegar undirbúningur fyrir Þjóðhá- tíð í Vestmannaeyjum stendur sem hæst,“ segir hún en eins og margir vita er sjófatnaður í öllum regnbog- ans litum af mörgum talinn ein- kennisbúningur þjóðhátíðarfara. Hafa sjókonur áhrif? Spurð hvort aukið kynjajafnrétti á vinnumarkaði og aukinn hlutur kvenna á sjó hafi í för með sér ein- hverjar breytingar fyrir sjófatnað segist Elín helst sjá breytingu í stærðarvali. „Sjófatnaðurinn okkar hentar báðum kynjum og sjáum við þar mest breytingu í stærðarvali. Við sjáum þó meiri flóru í vali á inn- anundirfatnaðinum sem notaður er á sjó og í frystihúsunum en hann er fáanlegur í dömu- og herrasniði,“ segir Elín. „Allur sjófatnaður frá 66°norður er framleiddur í okkar eigin verk- smiðjum í Lettlandi undir ströng- um gæðakröfum og hefur það verið þannig síðastliðin 18 ár,“ segir Elín og bætir við: „Fyrirtækið hefur átt góða og trygga viðskiptavini á sjó- fatamarkaðinum í áratugi og okkur þykir mikilvægt að halda vel utan um þann markað.“ Sauðskinn út, pólýester inn Töluverð þróun hefur orðið í gerð sjófatnaðar síðastliðin ár. Ábend- ingar sjómanna hafa áhrif á fatnaðinn. Ljósmynd/66norður Álag Sjófatnaður er í senn hlífðar- og öryggisbúnaður. Því þarf að huga að ýmsu við hönnun. Ljósmynd/66norður Þarfaþing Í aldanna rás hefur hinn hefðbundni sjóstakkur tekið miklum breytingum. Ljósmynd/66norður Ákveðnir Elín Tinna segir sjómenn vera óhrædda að láta heyra í sér ef fatnaðurinn er ekki eins og hann á að vera. „Sala á sjófatnaði nær ákveðnum hápunkti í lok júlí þegar undirbún- ingur fyrir Þjóðhátíð stendur sem hæst“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.