Morgunblaðið - 11.06.2018, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2018
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
., '*-�-��,�rKu�,
KIEL/ - OG FRYSTITJEKI
æli- & frystiklefar
í öllum stærðum
K
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Hjörleifur B. Kvaran hæstaréttar-
lögmaður segir íslensk yfirvöld ekki
hafa sinnt lögbundinni rannsóknar-
skyldu í skattamáli skjólstæðings
síns. Hæstiréttur staðfesti dóm Hér-
aðsdóms Reykjavíkur í máli manns-
ins, sem var gert að greiða skatta
vegna vinnu í Máritaníu 2006 til
2010. Hjörleifur segir til skoðunar
að fara fram á endurupptöku máls-
ins.
Maðurinn starfaði á árunum 2006
til 2010 á skipi sem gert var út frá
Máritaníu. Fram kemur í dómi
Hæstaréttar (418/2017) að maðurinn
dvaldi þessi ár að jafnaði 240 til 260
daga á ári utan Íslands.
Hjörleifur segir skjólstæðing sinn
ekki hafa átt heimili á Íslandi á þess-
um árum. Hann hafi í heimsóknum
til Íslands gist hjá ættingjum.
Lagði fram vottorð
„Maðurinn flutti lögheimilið frá
Íslandi og tilkynnti það til Márit-
aníu. Síðan ákveður skattrannsókn-
arstjóri árið 2012 að taka málið til
skoðunar. Skattrannsóknarstjóri
skorar á hann að sýna vottorð um
búsetu í Máritaníu, sem hann gerir.
Þá segir skattrannsóknarstjóri að
ekki sé hægt að taka mark á þessum
vottorðum. Ísland sé enda ekki í
stjórnmálasambandi við Máritaníu.
Þar byrjar vitleysan. Svo fer málið
til ríkisskattstjóra, sem ákvað í úr-
skurði sínum að skattleggja allar
tekjurnar sem maðurinn hafði í Má-
ritaníu. Þá skilaði maðurinn reyndar
betra vottorði um að hafa greitt
skatta í Máritaníu og hversu mikið.
Þá er aftur sagt að ekki sé hægt að
taka mark á þessu vottorði. Ísland
hafi enda ekki stjórnmálasamband
við Máritaníu,“ segir Hjörleifur.
Vottorðin ekki tekin gild
Rangfærslan hafi síðan runnið í
gegnum dómskerfið.
„Málinu er svo stefnt fyrir héraðs-
dóm og krafist ógildingar á úrskurði
ríkisskattstjóra. Þá tekur ríkislög-
maður þetta upp eftir ríkisskatt-
stjóra og heldur því fram, og byggir
á því, að ekki sé hægt að taka nein
vottorð gild því við séum ekki með
stjórnmálasamband við Máritaníu.
Síðan byggir héraðsdómur dóm sinn
að hluta til á því að ekki sé hægt að
taka mark á þessum vottorðum. Við
séum enda ekki með stjórnmála-
samband við Máritaníu. Svo fer mál-
ið fyrir Hæstarétt og enn heldur
ríkislögmaður þessu sama fram, að
við séum ekki með stjórnmálasam-
band, og á því er byggt í Hæstarétti
líka. Forsendur dóms Hæstaréttar
byggjast meðal annars á því. Málið
endar þannig að sú vitleysa fer í
gegnum allt kerfið að stjórnvöld
halda því fram að við séum ekki með
stjórnmálasamband við Máritaníu,“
segir Hjörleifur.
Var skylt að upplýsa
Hann segir ríkislögmann hafa af-
sakað þetta eftir á.
„Svo hringir ríkislögmaður í mig
klukkutíma eftir að dómur Hæsta-
réttar var kveðinn upp og segir: „Ég
gleymdi að minnast á að við erum í
stjórnmálasambandi við Máritaníu
og höfum verið það frá 2004. Ég ætl-
aði að minnast á það í ræðu minni en
gleymdi því,““ hefur Hjörleifur eftir
Einari Karli Hallvarðssyni ríkislög-
manni. „Auðvitað átti ríkislögmaður
að upplýsa mig og Hæstarétt um
þetta fyrir málflutninginn. Hefði ég
vitað að við hefðum stjórnmála-
samband hefði ég byggt málflutning
minn í Hæstarétti að hluta til á
öðrum grunni. Þar sem við erum
með stjórnmálasamband var ekkert
annað í boði en að íslensk stjórnvöld
hefðu samband við stjórnvöld í
Máritaníu og könnuðu gildi þessara
vottorða fyrst þau voru á annað borð
að véfengja þau. Það var aldrei gert.
Stjórnvöld eiga að sinna sinni rann-
sóknarskyldu samkvæmt 10. gr.
stjórnsýslulaga og henni hefur gjör-
samlega verið klúðrað í þessu máli,“
segir Hjörleifur.
Stendur ríkislögmanni nær
Hjörleifur segir til skoðunar að
fara fram á endurupptöku málsins
en segir jafnframt að það standi
reyndar ríkislögmanni nær, þar sem
hann gleymdi að upplýsa um atriði
sem „skiptu verulegu máli í allri
málsmeðferðinni“. Umbjóðandi hans
sitji uppi með mikinn kostnað af
málaferlunum. „Hann situr uppi
með verulega skattaskuld. Hann var
búinn að borga skatta í Máritaníu og
er svo gert að borga skatta af sömu
upphæð á Íslandi. Ég veit ekki hvort
maðurinn sé svo fjarhagslega vel
stæður að geta haldið málinu
áfram,“ segir Hjörleifur.
Hann segir það umhugsunarefni
ef alþýðumaður þurfi frá að hverfa í
dómsmáli gegn ríkisvaldinu, sem
hafi nær ótakmörkuð fjárráð. „Já,
þetta er umhugsunarefni. Maðurinn
yrði þá að fá gjafsókn í endurupp-
tökumáli, því það er verulega íþyngj-
andi og kostnaðarsamt að standa í
málaferlum. Málaferli hans við ís-
lenska ríkið hafa kostað mikið fé, allt
út af rangfærslum af hálfu opinberra
stjórnvalda,“ segir Hjörleifur.
Rannsóknarskyldan vanrækt
Lögmaður manns sem höfðaði skattamál gegn ríkinu segir stjórnvöld ekki hafa sinnt rannsóknar-
skyldu Það hafi haft áhrif á framgang dómsmálsins Vottorð mannsins voru ekki könnuð
Morgunblaðið/Kristinn
Lögmaður Hjörleifur B. Kvaran hæstaréttarlögmaður segir íslensk yfirvöld
ekki hafa sinnt lögbundinni skyldu sinni í skattamáli skjólstæðings síns.
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Skemmdaverkahrina hefur skekið
Seljaskóla undanfarið. Margar rúður
hafa verið brotnar, grindverk
skemmd og sömuleiðis leiktæki, og
lítil prýði er að veggjakroti sem sjá
má á veggjum skólans. Magnús Þór
Jónsson, skólastjóri Seljaskóla, vakti
athygli á þessu í Facebook-hópnum
„Íbúasamtökin betra Breiðholt“.
Magnús segir skemmdarverkin
hafa aukist mikið undanfarið.
„Skemmdarverk hafa svo sem komið
upp hérna af og til en núna í vor höf-
um við orðið vör við töluvert meira af
þeim en áður.“
Hann telur að
með samtaka-
mætti íbúa megi
sporna við
skemmdarverk-
unum. „Umræð-
an er til þess gerð
að við pössum í
sameiningu upp á
þessar eignir okk-
ar því öll viljum við hafa húsið fallegt
og lóðina góða. Við biðjum íbúa um
að láta okkur vita ef þeir hafa ein-
hverjar upplýsingar um skemmdar-
verkin, þannig getum við reynt að
skilja betur hvað er í gangi.“
Ekki hefur enn þótt tilefni til þess
að gera lögreglu viðvart um
skemmdarverkin og er Magnúsi
ókunnugt um það hvaða fólk hefur
verið að verki. „Við erum ekki með
eftirlitsmyndavélar eða neitt slíkt til
að fylgjast með svæðinu eftir að
skóla er lokið.“
Magnús hefur áhyggjur af þróun-
inni í sumar. „Við erum auðvitað að
fara í frí næstu tvo mánuðina svo við
verðum ekki hér til að fylgjast með.
Þetta skólahús stendur hérna í miðju
hverfinu og yfir sumartímann leika
mörg börn sér hérna og þá er ekki
gott að það séu glerbrot á svæðinu og
skemmd leiktæki.“
Skemmdarverkahrina
skekur Seljaskóla
Rúður, grindverk og leiktæki eyðilögð Krotað á veggi
Magnús Þór
Jónsson
Þyrla Landhelg-
isgæslu Íslands
var í gær kölluð
út vegna sjó-
manns sem slas-
aðist við vinnu
sína um borð í
norsku skipi. Var
skipið við veiðar
úti fyrir Suð-
austurlandi.
Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins slasaðist
sjómaðurinn eftir fall. Landhelgis-
gæslan vildi í gærkvöldi ekki veita
nánari upplýsingar um líðan manns-
ins, en hann var fluttur á sjúkrahús.
Þá var önnur þyrla Gæslunnar
einnig kölluð út og var hún send á
Snæfellsnes. Þar urðu tvö slys í fót-
boltaleikjum og í öðru þeirra lenti
leikmaður í hrauni fyrir utan völlinn.
Var sá fluttur undir læknishendur á
Landspítala.
Slasaðist
eftir fall
LSH Tvær þyrlur
voru kallaðar út.
Fjölsótt hundasýning var haldin í
Hafnarfirði um helgina og er hún
sögð hafa heppnast með ágætum.
Þessir hundaeigendur, sem ljós-
myndari festi á filmu, létu sér hins
vegar nægja að ganga um Elliðaár-
dal í Reykjavík, þrátt fyrir vætu og
fremur svalt loft.
Ljóst er að útivistarfólk landsins
mun þurfa að láta sig hafa grá-
myglulegt veður eitthvað lengur
því samkvæmt spá Veðurstofu Ís-
lands er útlit fyrir að skýjað verði á
höfuðborgarsvæðinu næstu daga
með lítilsháttar úrkomu. Þá hefur
hitabylgjan sem lá yfir Norðaustur-
og Austurlandi fyrstu daga mán-
aðar fjarað út, en veðurfræðingar
eiga von á nokkuð hlutlaust veður
verði um allt land. Hiti verður lík-
lega svipaður um land allt, í kring-
um tíu gráðurnar. teitur@mbl.is
Í gönguferð
á votum
sumardegi
Morgunblaðið/Ómar