Morgunblaðið - 11.06.2018, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2018
VÖNDUÐ JEPPADEKK
Á FRÁBÆRU VERÐI
STÆRÐ 315/70R17
49.600,- kr.
STÆRÐ 285/70R17
46.900,- kr.
ARCTIC TRUCKS | KLETTHÁLSI 3 | 110 REYKJAVÍK | 540 4900
WWW.ARCTICTRUCKS.IS
ÞÚ FÆRÐ JEPPADEKKIN HJÁ OKKUR!
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Þetta sló alveg í gegn,“ segirDavíð Arnórsson sem rek-ur súrdeigsbakaríið Arcticbakery í Prag ásamt unn-
ustu sinni, Auði Ósk Vilhjálms-
dóttur, og Guðbjarti Guðbjartssyni.
Þau opnuðu bakaríið fyrir sex vikum
og hefur það hlotið gríðarlega góðar
viðtökur. Bakaríið er í vesturhluta
Prag í hverfinu Malá Strana, einu af
eldri hverfum Pragborgar.
Vinsælt frá fyrsta degi
,,Frá fyrsta degi var þetta vin-
sælt, við auglýstum ekki, opnuðum
bara dyrnar. Frá og með þeim degi
hefur bara verið bilað að gera,“ segir
Davíð. Bakaríið hefur einnig fengið
verðskuldaða athygli frá fjölmiðlum
úti í Tékklandi og hafa margir skrif-
að um bakaríið þrátt fyrir að
skammt sé liðið frá opnun.
Davíð segir opnunina hafa verið
krefjandi: ,,Við erum fyrst núna að
ná tökum á framleiðslunni, maður
talar ekki tungumálið og enskan er
ekki á allra vörum hérna. Svo er
þetta svolítill frumskógur, allt er af-
greitt á pappír.“ Aðspurður hvers
vegna Prag hafi orðið fyrir valinu
segir hann að þau hafi einfaldlega
,,fílað“ borgina.
,,Prag er svo alþjóðleg borg, það
er allra þjóða fólk hérna. Það er það
sem gerir hana svona skemmtilega,
svo mikið litróf hérna,“ segir Davíð.
Austur-Evrópa er ekki langt komin í
súrdeigsgerð og það skemmdi ekki
fyrir.“
Snúðar og ástarpungar
Í bakaríinu má helst finna súr-
deigsbrauð, krossant, ástarpunga,
vínarbrauð, skonsur með bláberjum
eða hindberjum og súkkulaði,
súkkulaðikrossant og snúða með
ostakremi. Mest fer af snúðum og
ástarpungum.
„Austur-Evrópumenn taka
mjög vel í þetta skandinavíska bak-
arí, þetta er algjör nýjung hérna.
Það kom sérstaklega á óvart hvað
ástarpungarnir eru vinsælir. Þeir
áttu bara að vera til sýnis í byrjun og
þeir kláruðust alltaf. Ég steikti þá í
mjög litlum potti til að byrja með.
En nú er hann orðinn stærri.“ Ástar-
pungar séu alíslenskt fyrirbæri og
því góð landkynning. Kleinur er líka
seldar í einhverjum mæli og þá oft
Íslendingum. ,,Á næstum hverjum
einasta degi koma íslenskir hópar
hingað og kaupa kleinur.“ Davíð seg-
ir að íslenskir ferðamenn og Íslend-
ingar sem eru búsettir í Prag sæki
bakaríið. Allt í einu sé orðið eftir-
sóknarvert að fá kleinur, enda eru
þær vandfundnar á þessum slóðum.
Súrdeigsbakaríin eru ekki mörg
í Prag og gefur það bakaríinu vissa
sérstöðu. „Ætlunin var alltaf að gera
súrdeigsbrauð með hráefni frá
Tékklandi en það var bara ekki að
ganga. Svo vikuna fyrir opnun fann
ég gamla, skrýtna karla upp í sveit
sem voru að steinmala hveiti. Þetta
reyndist vera besta hveitið sem ég
hef á ævi minni smakkað og bakað
úr. Þetta voru hálfgerðir munkar,
Íslendingar stofna
bakarí í Tékklandi
Íslendingarnir Davíð Arnórsson, Auður Ósk Vilhjálmsdóttir og Guðbrandur
Guðbrandsson tóku sig til og opnuðu súrdeigsbakarí í vesturhluta Prag í Tékk-
landi. Bakaríið, sem var opnað fyrir sex vikum, hefur fengið frábærar viðtökur.
Ánægð í Prag Auður Ósk Vilhjálmsdóttir og Davíð Arnórsson stofnuðu
súrdeigsbakaríið ásamt Guðbrandi Guðbrandssyni.
Sex nýjar söguvörður voru afhjúp-
aðar á Akureyri fyrir helgina. Forsaga
málsins er sú að í tilefni 150 ára
kaupstaðarafmælis Akureyrar árið
2012 var ákveðið að setja upp sögu-
skilti í elstu bæjarhlutunum þar sem
bæjarbúum og gestum, innlendum
sem erlendum, yrðu kynnt brot úr
sögu bæjarins í máli og myndum.
Þessi skilti fengu nafnið söguvörð-
ur, sem er gegnsætt orð og lýsandi.
Þannig hafa vörður um aldir verið
leiðarvísir á ferðum manna um land-
ið, en með því að hafa sögu sem for-
skeyti orðsins er jafnframt minnt á
að varðan geymir sögu bæjarins. Með
því að fylgja söguvörðunum er hægt
að ganga á milli elstu bæjarhluta
Akureyrar og fræðast um sögu um-
hverfisins og nálægra húsa.
Söguvörðurnar hafa verið settar
upp í nokkrum áföngum. Árið 2012
voru sex slíkar settar upp í Inn-
bænum, elsta bæjarhlutanum, seinna
tvær í Grímsey og þrjár í miðbæ
Akureyrar og nú í þessum áfanga
Söguslóðir í elstu hverfum Akureyrar hafa verið varðaðar
Fróðleikur í nokkrum áföngum
Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
Fróðleikur Frá afhjúpun söguvörðu við Menningarhúsið Hof sl. föstudag.
Það sem einum finnst frábærtfinnst öðrum fáranlegt. Éghlustaði á annars stór-
skemmtilegan fyrirlesara um dag-
inn segja frá því, með leikrænum
tilburðum, hvað það væri leiðinlegt
og glatað að lyfta lóðum í líkams-
ræktarstöð. Þetta var rúmum sextíu
sekúndum eftir að hann hafði sagt
að það mikilvægasta í mannlegum
samskiptum væri virðing. Virðing
fyrir öðrum. Fyrir ólíkum sjónar-
miðum. Ekki bara við borðhald –
fyrirlesturinn snerist mikið til um
það – heldur í lífinu almennt.
Daginn eftir fyrirlesturinn las ég
viðtal við reffilega konu í annasömu
starfi sem sagði að það sem færði
henni líkamlega orku og hugarró
væri lyftingar. Það væri ekkert
betra til að hreinsa hugann og
styrkja líkamann en að vera ein
með sjálfri sér að lyfta lóðum.
Mér varð hugsað til borðsiða-
meistarans þegar ég las viðtalið við
hana. Mér varð líka hugsað til sjálfs
míns. Ég hef oft dæmt það sem fær-
ir öðrum gleði og orku. Sérstaklega
þegar ég var yngri, ég held ég sé
orðinn betri í því núna að átta mig á
því að við erum ólík og höfum áhuga
á ólíkum hlutum. Stundum finnst
mér erfitt, jafnvel ómögulegt, að
skilja af hverju fólk fær gleði og
orku út úr ákveðnum hlutum, en ég
skynja samt gleðina og reyni að
skemma hana ekki fyrir þeim sem
hana upplifa. Júróvisjón og konung-
leg brúðkaup eru dæmi um hluti
sem ég á erfitt með að tengja við.
En á móti tengi ég við hluti sem
aðrir eiga erfitt með að skilja.
Ég er alveg hættur að taka inn á
mig þótt aðrir tengi ekki við það
sem gefur mér orku. Það skiptir
bara engu máli hvað fólki finnst um
að ég hlusti enn þá á fyrstu Iron
Maiden-plöturnar, vilji frekar labba
upp tröppur en að taka lyftur og sé
alfarið á móti þrælsmótandi stimpil-
klukkum. Ég er sammála borðsiða-
meistaranum um að virðing fyrir
öðrum sjónarmiðum, áhugamálum
og lífsviðhorfum sé eitt það mikil-
vægasta í mannlegum samskiptum.
Kannski aldrei mikilvægara en
akkúrat núna þegar sumir af leið-
togum heimsins hvetja frekar til
sundrungar og „við á móti þeim“
hugsunarháttar en til samvinnu og
samkenndar. En við verðum þá að
fara eftir því sem við segjum.
Fylgja gildum okkar. Sýna virðingu
í verki, ekki bara orði. Njótum
ferðalagsins!
Borðsiðir eða
lyftingar?
Njóttu ferðalagsins
Guðjón Svansson
guðjón@njottuferdalagsins.is
Guðjón Svansson er Íslendingur,
ferðalangur, eiginmaður, fjögurra
stráka faðir, rithöfundur, fyrirles-
ari, ráðgjafi, þjálfari, mentor og
nemandi, sem heldur úti bloggsíð-
unni njottuferdalagsins.is
AFP
Hamingja Konungleg brúðkaup eru nokkuð sem höfundur tengir ekki við.