Morgunblaðið - 14.06.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
Verð: 104.900 kr. á mann í tvíbýli.
Ferðir til og frá Glasgow flugvelli innifaldar.
sp
ör
eh
f.
Glasgow í jólabúningi
NÝ FERÐ!
Í ár bjóðum við í fyrsta sinn upp á skemmtilega
aðventuferð til Glasgow. Á þessum árstíma er borgin
klædd í fallegan jólabúning því jólamarkaðir, jólailmur
og jólaljós einkenna Glasgow sem hefur í mörg ár verið
ein besta og hagstæðasta borgin til að versla í fyrir jólin.
Möguleiki á dagsferð til Edinborgar.
29. nóvember - 2. desember
Fararstjórar: Carola & Gúddý
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fallið hefur verið frá því að hraða
innleiðingu á auknum kvótum vegna
innflutnings á sérostum frá Evrópu-
sambandinu. Meirihluti Alþingis
breytti frumvarpi landbúnaðar-
ráðherra þannig að nú kemur inn-
flutningurinn til framkvæmda á fjór-
um árum, eins og samningar gerðu
ráð fyrir.
Í tollasamningi Íslands og Evr-
ópusambandsins er ákvæði um að
auka innflutningskvóta á sérostum úr
20 tonnum í 230 tonn. Það átti að ger-
ast í áföngum þannig að 55 tonn
bættust við árlega. Við umfjöllun um
búvörusamninga kom sú ósk upp hjá
atvinnuveganefnd þingsins að láta
alla aukninguna koma til fram-
kvæmda strax og talað um að ESB
gerði slíkt hið sama. Landbúnaðar-
ráðherra lagði fram frumvarp á ný-
liðnu þingi til að fylgja þessu eftir.
Ekki var rætt við ESB
Breytingin náði hins vegar ekki
fram að ganga því þingið samþykkti
breytingartillögu meirihluta atvinnu-
veganefndar um að fella þessa grein
úr tollafrumvarpinu.
Meirihlutinn rökstyður tillögu
sína með því að ekki hafi farið fram
neinar formlegar viðræður við ESB
um að hraða kvótum á útflutningi ís-
lenskra mjólkurafurða, til jafns við
auknar innflutningsheimildir. Þá hafi
komið í ljós við umfjöllun um frum-
varpið að breytingin myndi hafa mik-
il áhrif á framleiðslu hér á landi.
Meirihlutinn taldi að innlend
framleiðsla þyrfti aukinn aðlög-
unartíma og því var hætt við að hraða
innleiðingu kvótans. Tillaga nefnd-
arinnar var samþykkt með atkvæð-
um þingmanna stjórnarflokkanna og
Miðflokksins. Innflutningur upp-
runaverndaðra osta sem kenndir eru
við Roquefort í Frakklandi, Parmes-
an á Ítalíu og önnur héruð eykst því
smám saman á fjórum árum.
Fallið frá hraðari
innflutningi osta
Sérostum frá ESB dreift á fjögur ár
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Ostur Innflutningurinn er talinn
skaða innlenda ostaframleiðslu.
„Það er ekkert í þessum sáttmála
sem mun auðvelda ungu fólki að
eignast húsnæði í Reykjavík á
næstunni og ekkert sem leysa
mun samgönguvandann á kjör-
tímabilinu.Það er ansi margt sem
vantar inn í sáttmálann svo hann
sé í samræmi við stóru kosninga-
loforðin,“ segir Eyþór Arnalds,
oddviti sjálfstæðismanna í
Reykjavík.
Það vantar kosningaloforð
Samfylkingarinnar um dýrustu
framkvæmdir við mislæg gatna-
mót, Miklubraut í stokk. Það er
ekkert fjallað um þær frekar en
Sundabrautina eða umbætur sem
Viðreisn lofaði á Bústaðavegi.
Það er líkt og loforðin hafi gufað
upp í kjörkössunum. Það eru eng-
in töluleg né tímasett markmið
hvað varðar húsnæðisuppbygg-
ingu fyrir ungt fólk. Þrátt fyrir að
1000 íbúðum hafi verið lofað í
aðdraganda kosninganna,“ segir
Eyþór.
Líkt og loforðin hafi gufað upp
VANEFNDIR
um að renna saman ráðum og gera
þau skilvirkari,“ segir Vigdís sem
finnst ansi lítið af kosningaloforðum
og áherslum meirihlutaflokkanna
fyrir kosningar koma fram í meiri-
hlutasáttmálanum.
„Viðreisn og reyndar allir flokkur
voru búnir að játa það á síðustu
dögum fyrir kosningar að Sunda-
braut ætti að vera forgangsverkefni,
ekki orð um hana. Viðreisn lagði
áherslu á uppbyggingu á Kjalarnesi,
ekki orð um það í sáttmálanum þó
það sé langbesta og ódýrasta íbúða-
landið til þess að hefja stórsókn í
uppbyggingu ódýrra og milliverðsí-
búða. Hvergi er heldur að finna hið
umdeilda loforð Samylkingarinnar
um Miklubraut i stokk,“ segir Vig-
dís og bætir við að nánast hvergi sé
neitt að finna sem snýr að velferð-
armálum. Þá sé ekkert fjallað um
hraða uppbyggingu á félagslegu
húsnæði. Ekkert sé fjallað um þarf-
ir þeirra sem lakast standa í borg-
inni, þeirra sem koma úr afplánun
og þungum meðferðum og eru heim-
ilislausir.
„Ég er bæði undrandi og von-
svikin og vantar skilning á því að
það skuli vera þessi stórsókn í út-
gjöldum án þess að það sé nokkurs
staðar að finna hagræðingu á móti
eða sparnað,“ segir Vigdís sem telur
að hugsanleg sala á malbikunarstöð-
inni á Höfða hafi lítið að segja.
Kolbrún með tillögu
Vigdís segir að minnihlutinn hafi
fundað og kynnst.
„Það er góður andi í hópnum og
við munum vinna þétt saman í mál-
efnalegri stjórnarandstöðu sem
byggð verður á málefnum og rökum
og engu öðru,“ segir Vigdís.
Minnihlutinn mun strax á fyrsta
fundi borgarstjórnar leggja fram til-
lögu Kolbrúnar Baldursdóttur frá
Flokki fólksins þar sem innri endur-
skoðanda Reykjavíkur er falið að
gera rekstrarúttekt á Félagsbústöð-
um, úttekt á öryggi leigutaka og
formi leigusamninga með tilliti til
leigutaka og leggja úttektina fram á
fyrsta borgarstjórnarfundi í haust.
Sundabraut ekki einkamálefni
Bæjarstjórn Akraness hefur sent
áskorun á Reykjavíkurborg og ríkið
að hefja undirbúning að Sundabraut
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, for-
maður borgarráðs, segir að Viðreisn
hafi ekki gefið nein loforð um
Sundabraut í kosningabaráttunni.
„Ég skil vel að Skagamenn vilji
bættar samgöngur en í raun og veru
er Sundabraut ekki einkamálefni
Reykjavíkurborgar, heldur Vega-
gerðar og samgönguráðuneytis.
Sundabrautin var að sjálfsögðu
rædd í stóra samhenginu,“ segir
Þórdís og bætir við að meirihlutinn
sé meðvitaður um að hún verði eitt
af þeim málum sem rædd verða en
það verði ekki gert nema samvinnu
við Vegagerðina.
„Froðuskjal sem fær falleinkunn“
Ýmis stór mál ekki í sáttmála nýs meirihluta í Reykjavík Minnihlutinn samstiga í afstöðu sinni
Viðreisn segist ekki hafa lofað Sundabraut Stórsókn í útgjöldum án tillagna um hagræðingu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hliðarvörður Nýs meirihuta í Reykjavík bíða mörg verkefni. Kolbrún Baldursdóttir frá minninhluta var viðstödd
undirskrift meirihlutasáttmálans. Minnihlutinn hefur stillt saman strengi og ætlar sýna meirihlutanum aðhald.
SVIÐSLJÓS
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Meirihlutasáttmáli Viðreisnar, Sam-
fylkingar, Pírata og Vinstri grænna
í Reykjavík ber merki þess, að þar
er verið að samræma kosningalof-
orð fjögurra flokka. Í sáttmálanum
er ekki að sjá nokkur stór mál sem
flokkarnir ýmist lofuðu eða töluðu
fyrir í kosningabaráttunni.
Ekki er að sjá í sáttmálanum
áform Samfylkingarinnar um
Miklubraut í stokk. Vinna við fram-
kvæmdir borgarlínu er ekki tíma-
sett en fyrir kosningar hugðist Sam-
fylkingin klára samninga um
borgarlínu árið 2018 og hefja fram-
kvæmdir 2019 auk þess að leiða
hraðari umferð í gegnum hverfi neð-
anjarðar. Ekki er heldur minnst á
sundlaug í Úlfarsárdal eða ylstrend-
ur í Gufunesi og á Laugarnesi.
Píratar lofuðu 140 þúsund króna
niðurgreiðslu til þeirra barna sem
ekki fá leikskólapláss en ekkert er
um það fjallað í meirihlutasáttmál-
anum né hugmynd þeirra að lækka
kosningaaldur í 16 ár þegar kosið er
til sveitastjórna.
Vinstri græn náðu ekki markmið-
um sínum um að afnema gjaldtöku í
leik- og grunnskólum, né endur-
vekja verkamannabústaði í samráði
við verkalýðsfélögin. Vinstri græn
sögðust ætla að hafa lýðræðislegt
samráð um að opna Laugaveg fyrir
gangandi umferð. Það loforð er ekki
efnt í sáttmálanum þar sem skjal-
fest er að meirihlutinn ætli að gera
Laugaveginn að göngugötu allt árið.
Undrandi og vonsvikin
„Sáttmálinn er froðuskjal sem
fær falleinkunn. Þetta eru 16 blað-
síður af fallegum orðum en mæl-
anleg markmið og hagræðingu má
telja á fingrum annarrar handar,“
segir Vigdís Hauksdóttir, oddviti
Miðflokksins.
„Það er engin hagræðing að
fækka nefndum um eina heldur
venjuleg skynsemi sem réð þar ríkj-
Heilsugæslan Árbæ mun í sumar
halda úti opinni móttöku milli 8.30
og 11.00 og verður því óþarfi að
panta tíma. Verkefnið er í tilrauna-
skyni til að byrja með og í ágúst
verður árangur af því metinn.
„Við reynum að koma fólki að hjá
heimilislæknum þess en vísum að
öðrum kosti á aðra. Þetta er teymis-
vinna og hjúkrunarfræðingar tala
við flesta sjúklinga áður en þeir fara
inn,“ segir Óskar Reykdalsson, fag-
stjóri lækninga hjá Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins, en breyting-
arnar hafa mælst vel fyrir hjá starfs-
fólki og sjúklingum frá því að þeim
var hrint í framkvæmd í síðustu
viku.
Aðspurður segir Óskar að vel
megi líta á nýjungina sem andsvar
við sambærilegri þjónustu Heilsu-
gæslunnar á Höfða, einkarekinnar
heilsugæslustöðvar sem var opnuð
síðasta sumar. „Við erum ekki að
tapa mörgum sjúklingum frá því
opnað var á Höfða. Í upphafi fór
reyndar talsverður fjöldi með lækn-
um sem fluttu sig en síðan þá hefur
þetta staðið í stað,“ segir hann.
Þarf ekki
að panta
tíma
Heilsugæslan
Árbæ kynnir nýjung