Morgunblaðið - 14.06.2018, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018
Spurð hvort lögmenn eigi ekki ætíð að gæta hagsmuna skjólstæðinga
sinna segir Katherine spurninguna athyglisverða. Lögmönnum beri að
gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna. Sú skylda nái þó ekki til þess að
gera fólki kleift að fremja afbrot. Samtímis eigi þeir að tilkynna ef grunur
vaknar um peningaþvætti.
Slíkur grunur kunni að vakna við óvenjulega löggerninga, t.d. þegar að-
ilar láti lögmönnum í té mikið reiðufé eða þegar stofnað er til viðskipta
þar sem viðskiptalegar forsendur eru óljósar.
Meðal þess sem kemur fram í skýrslu FATF er að íslensk yfirvöld hafi á
árunum 2008 til 2015 lagt mikla áherslu á samstarf vegna efnahagsbrota
og flókinna úrlausnarefna vegna hrunsins. Þessi áhersla hafi hins vegar
ekki náð til aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Séu stóru þrír bankarnir frátaldir hafi fjármálageirinn og aðrar stéttir
takmarkaðan skilning á hættunni á peningaþvætti eða fjármögnun hryðju-
verka. Þá er bent á það í skýrslunni að óljóst sé hvort íslensk yfirvöld hafi
metið hvaða áhrif það hafi á þessa áhættuþætti að afnema fjármagns-
höft.
Ber að tilkynna um grun
SKYLDA LÖGMANNA OG GRUNSEMDIR UM GLÆPI
Hún bendir á að varsla slíkra
fjármuna sé ólögmæt. Því sé til
mikils að vinna fyrir glæpamenn að
láta fjármunina líta út fyrir að vera
lögmæta. Fara megi ýmsar leiðir í
því efni.
Lögmenn eru áhættuhópur
„Aðferðirnar eru stöðugt að
breytast. Ein aðferðin er að koma
fjármunum fyrir á reikningi hjá
lögmanni. Lögmenn eru áhættu-
hópur hvað þetta varðar. Með því
einu að taka við fjármunum inn á
reikning sinn hefur lögmaður þvætt
peningana. Vegna þess að þegar
peningarnir eru síðan greiddir út
líta þeir út fyrir að vera lögmætir.
Lögmaðurinn gæti ekki haft hug-
mynd um að fjármunirnir eigi sér
ólögmæta uppsprettu. Glæpamaður
lætur lögmann hafa fjármuni og
segist vilja kaupa tiltekna fasteign.
Biður lögmanninn að ganga frá
kaupum. Þannig eignast glæpamað-
urinn eignina,“ segir Nichols og
bendir á að fara mætti sömu leið
með hlutabréf.
Sendu rúblurnar til London
Nýlegt dæmi um slík hlutabréfa-
kaup hafi verið til meðferðar hjá
yfirvöldum erlendis.
Þar hafi rússneskir aðilar keypt
hlutabréf með milligöngu útibús
Deutsche Bank í London. Greitt
hafi verið fyrir bréfin með rúblum.
Samtímis hafi tengdir aðilar selt
bréf í sama fyrirtæki fyrir sömu
fjárhæð en fengið greitt í dollurum.
Nichols segir ýmis varnaðar-
merki hafa farið á loft hjá Deutsche
Bank vegna þessara viðskipta. Til
dæmis hafi rússnesku aðilarnir,
sem létu af hendi rúblur, viljað
kaupa hlutabréf jafnvel þótt það
leiddi til taps. Áhuginn hafi vakið
grunsemdir.
Varnirnar álitnar veikar
Spurð hvers vegna erlendir aðilar
ættu að sækjast eftir því að þvætta
peninga á Íslandi segir Nichols það
geta aukið áhuga á landinu ef varn-
irnar eru ekki traustar.
„Ég veit til þess að yfirvöld segja
að hér sé skipulögð glæpastarfsemi.
Ef fólk þekkir ekki hætturnar gæti
Ísland verið góður staður til að
stunda slíkt. Hér er efnahagsupp-
gangur. Það er mikið byggt. Það
væri auðvelt fyrir slíka aðila að
kaupa og selja fasteignir án þess að
nokkur tæki eftir því.“
Spurð um fjármögnum hryðju-
verkastarfsemi segist Nichols ekki
vita til þess að slíkt mál hafi nokkru
sinni farið fyrir dómstóla á Íslandi.
Ein aðferð til að afla fjár fyrir
slíka starfsemi sé að safna fé til
góðgerðarmála undir fölsku flaggi.
Hún segir lög og reglugerðir allt-
af á eftir líðandi stundu. „Glæpa-
mennirnir eru sennilega langt á
undan okkur og við erum að reyna
að ná þeim. Til þess þurfum við
grípa til aðgerða. Þeir munu stöð-
ugt leita leiða til að vera á undan
réttvísinni,“ segir Katherine Nic-
hols.
Sporna þarf gegn peningaþvætti
Sérfræðingur segir að efla þurfi varnir gegn peningaþvætti á Íslandi Glæpamenn leiti stöðugt nýrra
leiða til að þvætta ólögmæta fjármuni Séu varnir álitnar veikar á Íslandi bjóði það hættunni heim
Morgunblaðið/Hari
Sérfræðingur Katherine Nichols, lögmaður hjá Juris lögmannsstofu, hvetur til aðgerða gegn peningaþvætti.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Það er mjög sennilegt að peninga-
þvætti fari fram á Íslandi. Það kall-
ar á frekari aðgerðir af hálfu yfir-
valda.
Þetta segir Katherine Nichols,
lögmaður hjá Juris lögmannsstofu,
en hún hefur m.a. sérhæft sig í ráð-
gjöf varðandi peningaþvætti.
Nichols var frummælandi á fyrir-
lestri í Háskólanum í Reykjavík um
þetta efni nýverið, ásamt Helgu
Rut Eysteinsdóttur, lögfræðingi hjá
Fjármálaeftirlitinu (FME).
Tilefni fundarins var að alþjóð-
legur vinnuhópur um aðgerðir gegn
peningaþvætti og fjármögnun
hryðjuverka (FATF) birti í apríl
skýrslu um stöðuna í þessum mála-
flokki á Íslandi. Fram kom í skýrsl-
unni að stjórnvöld þyrftu að vinna
að ýmsum úrbótum á þessu sviði.
„Ég held að við þurfum að horf-
ast í augu við að það er næstum
öruggt að peningaþvætti fari fram
hér á landi. Ég tel að við þurfum að
takast á við þann vanda og nú er
verið að stíga skref í þá átt. Ég
held að FATF-skýrslan sem kom út
í apríl hafi greint vandamál á
nokkrum sviðum. Ég veit að FME
er að vinna að þessum málum, sem
og önnur stjórnvöld. Því miður eru
Íslendingar að dragast inn í þetta
[peningaþvætti] án þess að gera sér
grein fyrir því. Vandamálið við pen-
ingaþvætti er að það fer fram með
leynd. Það fer fram neðanjarðar og
sést ekki á yfirborðinu. Það er vís-
vitandi hulið.“
Ólögmætir fjármunir þvættir
Nichols segir markmiðið með
peningaþvætti að þvætta fjármuni
sem aflað er á ólögmætan hátt.
„Það gæti verið þjófnaður. Það
gætu verið undanskot frá skatti.
Það gæti verið hagnaður af eit-
urlyfjum, vændi og mansali. Það
gæti verið sérhver ólögmæt starf-
semi,“ segir Nichols.
af öllum Nicotinell
vörum í Farmasíu
apóteki út júní
Verðdæmi:
Nicotinell Fruit 2 mg 204 stk. 2765 kr.
Nicotinell Fruit 2 mg 24 stk. 366 kr.
Nicotinell Mint 2 mg 204 stk. 3673 kr.
Nicotinel munnsogstöflur 1mg 204 stk. 4222 kr.
15%
afsláttu
r
Suðurver, Stigahlíð 45 – 105 Reykjavík – Sími 511 0200
Opnunartími: Mán - fös: 08-20, lau: 10-18, sun: 13-18
Farmasía í alfaraleið, opið alla daga vikunnar
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Farið var yfir kínverskan ferðaþjón-
ustumarkað á fundi sem Íslandsstofa
hélt sl. þriðjudag. Litið var yfir
áhuga kínverskra ferðamanna á
Norðurlöndunum, hvaða væntingar
þeir hefðu og
hvers konar staði
þeir sækja í.
Samkvæmt
nýjustu spá Ox-
ford Economics
verður um 6%
fjölgun kín-
verskra ferða-
manna á Íslandi
árlega næstu tíu
ár. Það er ekki
samdráttur en þó minni vöxtur en
hefur verið. Á fundinum hélt verk-
efnastjórinn Daði Guðjónsson erindi
ásamt Þorleifi Þór Jónssyni um kín-
verska ferðamenn í tengslum við
Norðurlöndin. Í erindinu kemur
fram að Norðurlöndin eru mjög lítið
þekkt í Kína. Vísað sé miklu frekar í
Norður-Evrópu sem svæði. ,,Það
sem gerir Norður-Evrópu eftirsótta
er að hún þykir öruggari áfangastað-
ur, er í tísku, vinsæl á samfélags-
miðlum og er talin ný og öðruvísi
ferðaupplifun,“ segir Daði. ,,Þeir
sækja líka í einstaka náttúru og
norðurljós eru stór þáttur í því. Það
er þessi víðátta, kyrrð og ró í ein-
stakri náttúrufegurð.“
Ísland heimsótt allt árið
Daði segir Ísland vera með
minnstu árstíðarsveifluna í komum
kínverskra ferðamanna til landsins
og það sé gríðarlega mikilvægt. ,,Það
sem er kannski jákvæðast í þessu
samhengi er að Ísland er talið vera
bæði sumar- og vetraráfangastaður í
Kína.“ Hann segir að þeir sem koma
frá Kína dvelji meira á Suðurlandi og
minna á höfuðborgarsvæðinu en aðr-
ar þjóðir. ,,Þeir sækja mest í Reykja-
nes og Suðurland. Þeim finnst þetta
einstakt land sem er þess virði að
heimsækja aftur. Það er þessi dulúð
og ævintýri sem þeir hafa væntingar
til, jöklar og eldfjöll. Einnig þykja
,,skondin þorp“ og menning þeirra
mjög athyglisverð.“
Áhugi á Norð-
urlöndunum
Íslandsstofa fundaði um kínverskan
ferðaþjónustumarkað á Hótel Sögu
Daði Guðjónsson