Morgunblaðið - 14.06.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.06.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018 Rafport ehf • Auðbrekka 9-11 • 200 Kópavogur • Sími 580 1900 • rafport@rafport.is Merkivélarnar frá Brother eru frábær lausn inná hvert heimili og fyrirtæki Komdu og kíktu á úrvalið hjá okkur Smart sumarföt, fyrir smart konur. Holtasmári 1 201 Kópavogur sími 571 5464 Str. 38-52 Sem fyrr segir var þetta þing óvenju stutt. „Eins og við er að bú- ast hafa störf þingsins mótast af þessum aðstæðum. Ríkisstjórnin hafði skemmri tíma til að undirbúa mál fyrir Alþingi en ella hefði verið. Þingmálaskrá ríkisstjórnar sem lögð var fram í upphafi þings var því í reynd yfirlit yfir mál sem voru í vinnslu og kynnu að koma fyrir þingið fremur en raunhæfur verk- efnalisti,“ sagði Steingrímur J. Sig- fússon, forseti Alþingis, þegar hann frestaði þingfundum í fyrrinótt. Þessar aðstæður hafi líka sýnt betur en annað að bæta þurfi sam- skipti ríkisstjórnar og Alþingis við framlagningu stjórnarmála. Unnið sé að því. Steingrímur sagði einnig að þetta þing, þótt stutt sé, hefði afkastað miklu og leitt mörg stór mál til lykta með farsælum hætti. Alls 84 frum- vörp urðu að lögum og þingið sam- þykkti 29 ályktanir. Þingforseti sagði í ræðu sinni að skipulag þingstarfanna og starfs- hætti á Alþingi þyrfti að taka til end- urskoðunar, m.a. í því skyni að auka fyrirsjáanleika í störfum þingsins. Um það væru allir þingflokkar sam- mála. Hátíðarfundur á Þingvöllum „Á þessu ári höfum við Íslend- ingar fagnað því með margvíslegum hætti um land allt að liðin eru 100 ár frá því að Ísland varð frjálst og full- valda ríki. Alþingi mun af þessu til- efni koma saman til hátíðarfundar á Þingvöllum 18. júlí nk., en þann dag fyrir einni öld var samningnum um fullveldi Íslands lokið og hann und- irritaður hér í þessu húsi,“ sagði Steingrímur. Þingfundurinn verði undir berum himni líkt og áður þegar Alþingi hef- ur komið saman á Þingvöllum á há- tíðarstundum í sögu þjóðarinnar. Talaði lengst og spurði mest  Alþingi var frestað í fyrrinótt  Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata talaði mest og var með flestar fyrirspurnir  Engin kona á „topp 10“ ræðulistanum  Fundur verður á Þingvöllum 18. júlí Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Lokafundur Alþingis Mörg mál voru afgreidd á síðasta findi Alþingis í fyrrakvöld. Þingmenn gáfu sér engu að síður tíma til að kíkja á símana sína. Björn Leví Gunnarsson 1.025 mín (17 klst) Helgi Hrafn Gunnarsson 971 mín (16 klst) Þorsteinn Víglundsson 934 mín (15 klst) Bjarni Benediktsson 643 mín (11 klst) Willum Þór Þórsson 630 mín (10 klst) Ólafur Ísleifsson 613 mín (10 klst) Þorsteinn Sæmundsson 555 mín (9 klst) Smári McCarthy 526 mín (9 klst) Gunnar Bragi Sveinsson 502 mín (8 klst) Birgir Þórarinsson 485 mín (8 klst) 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 1 2 3 4 5 Þingmenn sem töluðu lengst á Alþingi Þingmenn sem skemmst töluðu Páll Magnússon 48 mín Anna Kolbrún Árnadóttir 79 mín Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir 88 mín Rósa Björk Brynjólfsdóttir 89 mín Halla Signý Kristjánsdóttir 96 mín FRÉTTASKÝRING Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, var ræðukóngur á nýliðnu þingi. En það sem meira er, hann var einnig ókrýndur fyrirspurna- kóngur með 93 fyrirspurnir alls. Alþingi Íslendinga, 148. löggjaf- arþinginu, lauk klukkan 00.38 í fyrri- nótt og var þingfundum þá frestað. Þetta var fremur stutt þing. Það kom ekki saman fyrr en 14. desem- ber, að loknum alþingiskosningum, þremur mánuðum seinna en venju- lega. Það bar til tíðinda á þinginu að engin kona komst á „topp 10“ ræðu- listann yfir þá þingmenn sem lengst töluðu í vetur. Menn rekur ekki minni til þess að það hafi gerst í seinni tíð, þ.e. eftir að kynjahlutföll fóru að jafnast á Alþingi. Árið 2012 komst t.d. aðeins ein kona á listann, Vigdís Hauksdóttir. Að þessu sinni var Oddný Harð- ardóttir Samfylkingu næst því að komast á listann. Hún talaði í sam- tals 423 mínútur og varð í 11. sæti. Á listanum eru tveir stjórnarliðar og átta fulltrúar stjórnarandstöð- unnar. Píratar og Miðflokkur eiga flesta þingmenn á listanum, þrjá hvor flokkur. Öflugur endasprettur hjá Birni Samkvæmt yfirliti á vef Alþingis talaði Björn Leví Gunnarsson í sam- tals 1.025 mínútur eða í 17 klukku- stundir samtals á 148. löggjafar- þinginu. Hann flutti 152 ræður og gerði 231 athugasemd. Næstur kom félagi hans Helgi Hrafn Gunnars- son, sem talaði í 971 mínútu. Lengi vel í vetur hafði Helgi Hrafn afger- andi forystu en Björn Leví tók mik- inn endasprett og skaust fram úr Helga Hrafni. Þingmenn í nýju flokkunum tveimur, Flokki fólksins og Mið- flokki, náðu inn á „topp 10“ listann. Páll Magnússon Sjálfstæðisflokki talaði minnst á nýliðnu þingi, eða í 48 mínútur. Hann var eini þingmað- urinn sem náði ekki að tala í heila klukkustund samtals. Með Páli á listanum ertu fjórar konur. Í fyrra þingi talaði Páll í 32 mínútur og lenti í 2. sæti á eftir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigmundur bætti heldur betur í á nýliðinu þingi og tal- aði í 335 mínútur. Samkvæmt yfirlitinu á vef Alþing- is voru fluttar 4.232 ræður og gerðar 3.649 athugasemdir á þinginu. Með- allengd þingræða var 3,4 mínútur og athugasemda 1,5 mínútur. Fyrirspurnir til ráðherra voru alls 396 á nýliðnu þingi. Þar af bárust 11 nýjar fyrirspurnir á lokasprettinum. Búið er að svara 273 fyr- irspurnum, 124 er ósvarað og ein var afturkölluð, samkvæmt yfirliti á vef Alþingis. Björn Leví Gunnarsson, þing- maður Pírata, lagði fram lang- flestar fyrirspurnir, eða 93. Enn er 25 fyrirspurnum þingmanns- ins ósvarað. Björn Leví hefur lagt fram ófáar fyrirspurnir sem hefur kostað stjórnsýsluna margar vinnustundir að svara. Einni slíkri beindi Björn Leví til dómsmálaráðherra á loka- sprettinum. Hún hljóðar svona: „Í hvaða tilvikum í kosningum til Alþingis, forsetakosningum og sveitarstjórnarkosningum frá 2009 hafa kjósendur þurft að fara út fyrir sveitarfélag sitt á kjörstað til að greiða atkvæði utan kjörfundar, sbr. 1. mgr. 58. gr. laga nr. 24/2000? Hve langt þurftu kjósendur að fara í fram- angreindum tilvikum til að greiða atkvæði utan kjör- fundar? Óskað er eftir upplýs- ingum um vegalengdir í kíló- metrum.“ Ráðuneytið hefur sumarið til að svara fyrirspurninni. sisi@mbl.is Lagði fram 93 fyrirspurnir BJÖRN LEVÍ FRÓÐLEIKSFÚS Morgunblaðið/Eggert Í ræðustól Björn Leví Gunnarsson talaði lengst og spurði mest í vetur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.