Morgunblaðið - 14.06.2018, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.06.2018, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Eru sparifötin hrein? Marta María mm@mbl.is Hvernig tilfinning er það að horfa á barnið sitt spila á svona stórmóti? „Ég finn fyrst og síðast fyrir stolti en að sjálfsögðu blandast inn í þetta líka aðrar stundum óþægilegri til- finningar en gleðin er samt ráðandi. Ég treysti honum svo fullkomlega fyrir þessu verkefni og ég veit alltaf að hann gerir sitt besta og leggur sig 120% fram við að leysa sitt hlutverk vel. Þetta er stærsta verkefnið á hans starfsframa hingað til, þetta var alltaf draumur og nú er hann orðinn að veruleika, sem er í raun- inni alveg magnað og tilfinningin er einstök og ólýsanleg,“ segir Íris. Hvernig var að ala Jóhann Berg upp? „Stórt er spurt! Það var krefjandi á köflum að ala hann upp. Hann hef- ur alltaf verið ljúfur, traustur og góð- ur en hann var líka mjög þrjóskur, hann átti það líka til að vera mjög pirraður á fótboltavellinum, sérlega þá út í dómara og lét þá alveg heyra það ef hann var ósáttur. Þessu varð maður vitni að oft og tíðum og þá sagði maður í hljóði „Jóhann, hættu þessu og haltu bara áfram,“ dóm- arinn ræður. En hann rauk út af velli án þess að þakka andstæðingum og dómurum fyrir leikinn, hann var al- veg þekktur fyrir þetta á sínum tíma. Hann var fastur fyrir og setti markið hátt hvað varðar fótboltann, fótbolt- inn hefur alltaf átt hug hans allan. Það var líka mjög sérstakt við Jó- hann alveg frá því að hann var bara um sjö ára aldur hvað hann fylgdist vel með fréttum bæði innan og utan- lands, en hann horfði alltaf á alla fréttatíma í sjónvarpinu, hann var vel inni í málum og hafði strax miklar skoðanir.“ Varstu viss um að hann myndi ná svona langt? „Hann hefur æft fótbolta frá því að hann byrjaði að ganga og sagði strax og hann hafði vit til að hann ætlaði að verða atvinnumaður í fótbolta. Ég studdi alltaf þetta markmið hans á hans forsendum. Hann lagði sig ávallt fram og mætti á aukaæfingar fyrir skóla, eða klukkan 6 á morgn- ana. Einhvern veginn vissi ég alltaf að hann myndi ná langt, þetta er eins og með svo margt annað að ef maður hlúir að því sem manni finnst skemmtilegt og lærir það sem þarf til að verða alltaf betri og betri aukast einnig líkur á að maður nái langt og uppskeri. En hann var það ákveðinn og markmiðin voru svo skýr hjá honum að ég var alveg farin að sjá þetta fyrir mér með honum þegar hann var 13-14 ára.“ Jóhann er mikill dellukarl Íris ætlar ekki að missa af því þeg- ar sonur hennar spilar með íslenska landsliðinu í Rússlandi. „Við erum öll á leið til Rússlands, við foreldrarnir, Díana systir hans og Ingvi hennar maður ásamt Hófý og Írisi dóttur þeirra Jóhanns og tengdaforeldrum. Það er mikil til- hlökkun meðal okkar og við ætlum að fylgja liðinu á alla leikina. Þetta verður ævintýri líkast og mikil upp- lifun. Fyrir utan að fara á leikina ætlum við að kynna okkur sögu Rússlands, fara í skoðunarferðir og kynnast betur menningu þessarar þjóðar. Þetta verður án ef mjög at- hyglisvert og skemmtilegt. Við lend- um í Moskvu á föstudag og þá hefst undirbúningur fyrir fyrsta leikinn. Það er mikilvægt að mæta snemma á völlinn til að ná að upplifa þetta æv- intýri frá fyrstu mínútu. Við verðum svo í nokkra daga í Moskvu en fljúg- um svo til Volgograd daginn fyrir þann leik og tökum svo aftur flugið til Rostov þar sem síðasti leikurinn í riðlakeppninni fer fram. Ég held að það megi segja að þetta séu ólíkir staðir og er nokkuð viss um að hver og ein borg hefur sinn sjarma og við finnum okkur örugglega eitthvað að skoða á milli leikja.“ Áttu einhverja sögu af Jóhanni þegar hann var lítill? „Hann var mikill dellukarl og keppnisskapið alltaf til staðar í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Eitt sinn kom hann heim og þá með bikar fyrir að hafa unnið skákmót í skól- anum. Við höfðum ekki hugmynd um að hann kynni að tefla en hann átti það til að grúska í hinu og þessu án þess að mikið færi fyrir því, en þetta kom okkur á óvart. Ég get líka stað- fest að hann var svakalega góður í borðtennis og vann nokkur borð- tennismótin líka en hann er nú sjálf- ur búinn að monta sig af því nú ný- verið í fréttum fyrir alþjóð. Hann eyddi einu sinni öllum afmælispen- ing sem hann fékk í að kaupa sér all- ar græjur til að stunda íshokkí en hann ætlaði að leggja það fyrir sig, en það stóð ekki lengi yfir. En það mætti rifja upp margar skemmti- legar minningar um Jóhann en ég læt þetta duga í bili.“ Hvað ætlar þú að taka með þér til Rússlands? „Þetta er mjög góð spurning og fátt um svör, ég átta mig bara ekki á því hvað ég tek með til Rússlands. Mér finnst örlítið erfiðara að byrja að setja í töskuna fyrir þetta ferðalag en önnur ferðalög. Ég verð í það minnsta með lítið Lyfju útibú með í för, það verður allt til alls í því sam- bandi, sólarvarnir, flugnafælur, sótt- hreinsispritt, plástra, meltingar- gerlar og svo mætti lengi telja. Ég er þó alveg ákveðin í að hafa með í för treyju númer 7, góða skapið og gleðina og njóta vel.“ Hvað verður þú lengi? „Vonandi bara sem lengst en þó ekki mikið lengur en til 16. júlí,“ seg- ir Íris. Íris Gunnarsdóttir, markaðsstjóri Lyfju, er móðir íslenska fótboltamannsins Jóhanns Berg. Hún segir að son hennar hafi alltaf dreymt um að komast á HM og því sé þetta stór stund. Hún var að pakka niður í töskur fyrir Rússland þegar ég náði tali af henni. Á golfvellinum Íris og Jóhann skemmta sér. Feðgar tefla Jóhann ásamt Guðmundi föður sínum. Nöfnurnar Þessar tvær verða saman í Rússlandi og fylgjast með Jóhanni spila með íslenska landsliðinu. Alsæl amma Íris með nöfnu sinni Írisi og syninum Jóhanni á góðri stundu. Aldrei verið snúnara að pakka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.