Morgunblaðið - 14.06.2018, Side 68
68 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018
KOMNIR
AFTUR!
Laugavegi 29 - sími 552 4320
www.brynja.is - verslun@brynja.is
Lykilverslun við Laugaveg
síðan 1919
Áratuga þekking og reynsla
VERÐ
FRÁ
3.180 kr
5.980
KR.
980
KR.
8.440
KR.
6.220
KR.
4.850
KR.
Ný
vefverslun
brynja.is
VIÐTAL
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Þetta eru fyrstu verkin mín af þessu
tagi sem hafa verið sýnd, þar sem ég
byggi á allrahanda fyrirmælum ann-
arra listamanna,“ segir finnski ljós-
myndarinn Elina Brotherus um verk
sín á sýningunni Leikreglur sem var
opnuð í Listasafni Íslands snemma í
vor og lýkur eftir rúma viku. Það eru
því síðustu forvöð að sjá hér þessi
merkilegu ljósmynda- og vídeóverk
Brotherus sem er einn þekktasti
listamaður Finna og jafnframt einn
mikilvægasti samtímalistamaðurinn
sem vinnur með ljósmyndamiðilinn.
Elina Brotherus er fædd árið 1972
og sló strax í námi í gegn með per-
sónulegum myndheimi sínum. Hún
hefur einkum fengist við sjálfs-
myndir, þar sem hún ýmist fæst við
sinn eigin daglega veruleika, hvort
sem hann snýst á grátbroslegan hátt
um að læra nýtt tungumál eða þann
grimma veruleika að geta ekki eign-
ast barn. Þá hefur Brotherus oft
unnið út frá listasögunni í verkum
sínum, eða hefðum landslagslistar,
en í þeim verkum sem sýnd eru hér
nú vinnur hún í fyrsta skipti út frá
fyrirmælum annarra listamanna,
sem margir eru tengdir Fluxus-
hreyfingunni. Hún byrjaði að vinna á
þennan hátt þegar hún var einn sex
listamanna sem voru valdir fyrir
tveimur árum til að keppa um Prix
Elysée-verðlaunin svissnesku, sem
hún hreppti ekki, en vann í kjölfarið
enn virtari verðlaun, Carte Blanche
PMU-verðlaunin, sem Pompidou-
safnið í París veitir samtímalista-
manni. Í kjölfarið vann hún þessi
ljósmynda- og vídeóverk fyrir stóra
sýningu sem sett var upp í safninu
og nú er hluti þeirra hér, á sýningu
sem óhætt er að mæla með fyrir alla
áhugamenn um framúrskarandi
samtímamyndlist. Þess má geta að
verk Elinu Brotherus hafa verið
sýnd nokkrum sinnum hér á landi;
árið 2000 voru myndir hennar til að
mynda sýndar í i8 galleríi og árið
2006 sýndi hún í Gerðarsafni.
Fyrirmæli frá mörgum
„Já, ég byrjaði að vinna að þessum
verkum þegar ég var tilnefnd til Prix
Elysée-verðlaunanna,“ segir Elina
þegar við skoðum saman sýningu
hennar í Listasafni Íslands. „Fyrir
þá samkeppni varð ég að koma með
hugmynd að nýrri röð verka sem
maður myndi skapa kæmist maður í
lokaúrvalið. Ég bað sýningarstjór-
ann Susan Bright að skrifa með-
mælabréf með umsókninni, þar sem
ég stakk upp á öðru verkefni að
vinna. Susan svaraði að hún vildi
gjarnan skrifa meðmæli en henni
fyndist verkefnið sem ég stakk upp á
bara vera of slæmt – ég yrði að koma
með aðra og betri hugmynd,“ segir
hún og brosir.
„Ég þakkaði Susan fyrir hrein-
skilnina og daginn eftir var ég komin
með hugmynd að öðru verkefni – það
sem hér má sjá. Í raun liggja margar
leiðir að þessu verki. Árið 2012 var
ég til að mynda í sex mánuði í New
York, meðan sambýlismaður minn
var þar með vinnustofu. Ég eyddi
miklum tíma í galleríum og í söfnum
og í MoMA rakst ég á sýningu á jap-
anski framúrstefnulist sem ég
hreifst af. Ég skrifaði í skissubókina
mína nokkrar setningar eða fyr-
irmæli sem voru sýnd á litlum vegg-
spjöldum og voru eftir listamann
sem ég þekkti ekkert til, Mieko
Shiomi. Eitt þeirra nefndist „Speg-
ilverk“ og þar segir: „Stattu á send-
inni strönd og fylgstu í speglinum
með þér ganga út í vatnið“. Mér datt
í hug að ég gæti notað þetta seinna.
Nokkrum árum seinna var ég svo
sjálf í vinnustofudvöl í Serlachius-
söfnunum í Finnlandi, ásamt fleiri
finnskum ljósmyndurum, og stefnt
var á að við myndum vera saman þar
með sýningu ári seinna. Þá ákvað ég
að gera bara vídeóverk til að ekki
yrðu bara ljósmyndir á sýningunni.
Þá tók ég fyrirmæli Shiomi og fór að
gera vídeóverk eftir þeim, án þess að
ég hefði hugmynd um það hver lista-
maðurinn væri. Það var svo ekki fyrr
en ég var að skoða sýningu með
verkum Fluxus-listamanna í Berlín
nokkru síðar að ég áttaði mig á því
að um var að ræða dæmigerð Flux-
us-fyrirmælaverk. Ég lagðist í að
skoða þau, eftir ýmsa félaga hreyf-
ingarinnar, og var gjörsamlega heill-
uð.“ Og Elina hefur síðan gert sínar
útgáfur af fyrirmælum Shiomi og
fleiri listamanna, ekki bara úr Flux-
us-hópnum; fyrirmælin geta líka
verið línur úr samtímamyndlist og
titlar listaverka. Hún getur þess
ætíð, bæði á veggtextum sýninganna
og í veglegri bók sem komin er út
með úrvali þessara verka, hver hafi
gefið upphaflegu fyrirmælin.
Brosandi segir Elina að túlkun sín
á fyrirmælunum geti á stundum ver-
ið afar persónuleg og langsótt, eins
og þegar hún gerði sína útgáfu af
frægu málverki Marcels Duchamp,
„Nude Descending a Staircase“, en
það er vídeóverk þar sem hún sést
sjálf nakin í rúllustigum utan á Pom-
pidou-safninu.
List en ekki djók
Þegar haft er á orði að það sé mik-
ill húmor í mörgum af þessum verk-
um, og spurt hvort það sé mikilvægt,
segist Elina líka hafa gert mörg al-
varleg og ófyndin verk. „En í þess-
um verkum hér kemur andinn frá
verklaginu, sem er svo skemmtilegt,
en þó finnst mér mikilvægt að við-
halda jafnvægi milli þess að vera
broslegt og alvarlegt. Húmorinn
kann að koma frá því að fyrirsæt-
urnar“ – sem eru Elina og dansarinn
Vera Nevanlinna – „brosa aldrei
þegar þær framkvæma fyrirmælin,
hversu absúrd sem þau annars eru.
Enda er þetta list en ekki djók.“
Þegar flett er gegnum bókina sem
Pompidou-safnið gaf út með verk-
unum og haft á orði að þau séu
furðulega mörg, segir Elina að engu
að síður séu þau aðeins um helming-
urinn af öllum þeim sem hún vann í
þessu verkefni. Og síðan hafi hún
haldið áfram að bæta við enn fleiri
nýjum og óséðum verkum. En má
segja að veruleg breyting hafi orðið
á listsköpun hennar þegar hún byrj-
aði á þessum nýju fyrirmælaverkum
árið 2016?
„Það finnst mér. Og kannski var
kominn tími á umbreytingu því þeg-
ar ég byrjaði á þessu fyrir tveimur
árum voru komin tuttugu ár síðan ég
setti sjálfa mig niður fyrir framan
myndavélina – ég byrjaði á því 1995.
Það er eflaust óhjákvæmilegt að rata
af og til inn í öngstræti þegar maður
vinnur með þeim hætti, sífellt með
sömu fyrirsætuna, en mér finnst ég
hafa í myndatökum stillt mér upp á
alla þá vegu sem ég get fundið upp á
og ég hafi staðið andspænis vélinni,
snúið við henni baki, sýnt báða
vanga, setið, legið …“ Hún brosir. „Í
þessum verkum kom ákveðin lausn:
ég þurfti bara að fylgja fyrirmælum!
Fara eftir reglum. En reglurnar
gefa mikið svigrúm fyrir sköpun af
minni hálfu svo mér finnst ég vera
sem stendur á afar gefandi og skap-
andi tímabili á mínum ferli.“
Ekki of sjálfsævisöguleg
Nú lifum við tíma þegar sjálfs-
myndin er algengasta tegund ljós-
myndunar almennings en sú var alls
ekki raunin þegar Elina Brotherus
byrjaði að taka sjálfsmyndir, enn í
myndlistarnámi í Helsinki. Var það
augljóst val?
„Ég var mjög feimin á þeim tíma
en í bekknum mínum voru tvær
stelpur að gera sjálfsmyndir og þær
hvöttu mig áfram. Svo lá það í loftinu
Mikið svigrúm
fyrir sköpun
Ljósmyndarinn Elina Brotherus seg-
ir að verkin á sýningu hennar í Lista-
safni Íslands sýni upphaf nýs tímabils
Morgunblaðið/Einar Falur
Ljósmyndarinn „Þegar ég byrjaði á þessu fyrir tveimur árum voru komin tuttugu ár síðan ég setti sjálfa mig niður
fyrir framan myndavélina – ég byrjaði á því 1995,“ segir Elina Brotherus um sýninguna í Listasafni Íslands.