Morgunblaðið - 14.06.2018, Qupperneq 72
72 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018
Þrjú ár eru liðin síðan skemmtigarð-
urinn Júraheimurinn varð að leggja
upp laupana vegna þess að risaeðl-
urnar sluppu og byrjuðu að éta gesti
garðsins. Að þessu sinni er sú staða
komin upp að hin fornfræga eyja Isla
Nubar er víst farin að spúa eldi og
brennisteini, og er einungis tíma-
spursmál áður en eldfjall í miðju eyj-
arinnar vaknar til lífsins og gerir risa-
eðlurnar útdauðar. Aftur.
Claire Dearing (Bryce Dallas How-
ard), sem var einn af framkvæmda-
stjórum garðsins, leiðir nú baráttuna
fyrir því að eðlunum sé bjargað af
eyjunni og komið fyrir annars staðar,
en henni verður lítið ágengt þar til
auðkýfingurinn Sir Benjamin
Lockwood (James Cromwell með
vondum breskum hreim) færir henni
allt sem hún vill á silfurfati: nýja eyju,
skip og frítt föruneyti til þess að flytja
eðlurnar þangað. Þeirra á meðal eru
tölvunördinn Franklin Webb (Justice
Smith) og dr. Zia Rodriguez (Daniella
Pineda), sem er „forndýralæknir“
ásamt að vera fyrrverandi meðlimur í
landgönguliði Bandaríkjanna.
Enn þarf þó að sannfæra Owen
Grady (Chris Pratt) um að koma og
bjarga vinkonu sinni, „góðu“ snareðl-
unni Blá, sem enn mun ráfa villt um
Isla Nubar.
Á pappírnum hljómar þetta eins og
uppskrift að bara fínustu poppkorns-
mynd, sem fær að rúlla og skilur lítið
eftir sig. Og jú, fram að hléi er Júra-
heimurinn svo sem ágætis heilalaus
skemmtun.
En í seinni hálfleik fer allt úrskeið-
is. Myndin skiptir algjörlega um tón,
og í staðinn fyrir ævintýri meðal risa-
eðlanna á eyjunni Isla Nubar fá menn
einhvers konar tilraun til þess að búa
til Bond-spennumynd á einhverju
herrasetri lengst inni í landi, þar sem
vondir milljarðamæringar mæta á
uppboð til þess að kaupa sér eins og
eitt stykki forsögulegt drápstól.
Þá má alveg nefna það að líkt og í
fyrri myndinni um Júraheiminn eru
kvenhetjurnar helst til óspennandi.
Claire hleypur þó ekki lengur um á
háum hælum, en hlutverk hennar er
enn að miklu leyti það að öskra og
láta bjarga sér. Rodriguez, sem fellur
í staðalmyndina „hörð kona af róm-
önskum uppruna“, fær ekki mikið
betri meðferð í handritinu, þrátt fyrir
að skarta doktorstitli. Þá hefði gamla
brýnið Jeff Goldblum alveg mátt fá
fleiri mínútur á skjánum.
Höfuðsynd kvikmyndarinnar er þó
sú að hún verður á köflum hálf-
óspennandi. Tæknibrellurnar virka á
köflum ósannfærandi, sem kemur ör-
lítið á óvart miðað við það hversu
mikið hefur verið lagt í þennan þátt í
fyrri myndunum. Þá má segja að at-
riðið sem leggur í raun línurnar fyrir
þriðju myndina í þríleiknum var svo
klaufalega framkvæmt að það varð
óvart fyndið.
Þetta skrifast að mestu leyti á
handrit myndarinnar, þar sem höf-
undarnir virðast hafa verið í stökustu
vandræðum með það hvernig þeir
ætluðu að leggja á borðið fyrir fram-
haldsmyndina, sem mun vera vænt-
anleg árið 2021.
Júraheimurinn: Fallna konungs-
ríkið er því að nánast öllu leyti mikill
eftirbátur fyrri myndarinnar í þrí-
leiknum, að ekki sé minnst á upp-
haflega Júragarðinn, sem í ár fagnar
25 ára afmæli sínu. Það er pínu synd
að ekki tókst að gera betri „afmælis-
gjöf“ en þessa mynd.
Gröm eðla Líkt og fyrr eru risaeðlurnar í aðalhlutverki í Júraheiminum.
Hér lætur grameðla (Tyrannosaurus Rex) aðalhetjurnar finna fyrir sér.
Hugmynda-
snautt innlegg
Laugarásbíó, Sambíóin, Smára-
bíó, Háskólabíó og Borgarbíó
Akureyri
Jurassic World: Fallen Kingdom
bbmnn
Leikstjóri: J. A. Bayona. Handrit: Colin
Trevorrow og Derek Connolly. Aðal-
hlutverk: Chris Pratt, Bryce Dallas How-
ard, Rafe Spall, Justice Smith, Daniella
Pineda, James Cromwell, Toby Jones,
Ted Levine, B. D. Wong, Isabella Ser-
mon, Geraldine Chaplin og Jeff Gold-
blum. Bandaríkin 2018, 128 mínútur.
STEFÁN GUNNAR
SVEINSSON
KVIKMYNDIR
Bandaríski sagn-
fræðingurinn
Drew Gilpin
Faust hlýtur
John W. Kluge-
verðlaunin í ár
en þau eru veitt
annað hvert ár af
Library of Con-
gress í Wash-
ington D.C. fyrir
framúrskarandi afrek á sviði hug-
vísinda. Verðlaunaféð nemur einni
milljón dala, um 106 milljónum
króna, en verðlaunin, sem fyrst
voru veitt árið 2003, eru veitt af-
reksfólki á sviði sem Nóbels-
verðlaunin ná ekki yfir. Faust, sem
er sjötug að aldri, er forseti Har-
vard-háskóla og fyrsta konan sem
leiðir hinn sögufræga skóla. Hún er
höfundur sex bóka um tíma borg-
arastyrjaldarinnar vestanhafs seint
á nítjándu öld, þar á meðal Mothers
of Invention: Women of the Slave-
holding South in the American Civil
War (1996) og This Republic of
Suffering: Death and the American
Civil War (2008).
Í reglum verðlaunanna er tekið
fram að verðlaunahafar þurfi með
verkum sínum að hafa haft áhrif út
fyrir skólasamfélagið. Meðal fyrri
verðlaunahafa eru heimspeking-
arnir Jürgen Habermas og Charles
Taylor, sagnfræðingarnir Peter
Brown og John Hope Franklin, og
félagsfræðingurinn Fernando
Henrique Cardoso, fyrrum forseti
Brasilíu.
Drew Gilpin Faust
Drew Gilpin Faust hlýtur Kluge-verðlaunin
Vargur 16
Morgunblaðið bbbmn
IMDb 7,3/10
Bíó Paradís 20.00
Svanurinn 12
Afvegaleidd níu ára stúlka er
send í sveit um sumar til að
vinna og þroskast.
Morgunblaðið bbbmn
IMDb 6,6/10
Bíó Paradís 18.00
Andið eðlilega Morgunblaðið bbbbm
IMDb 7,4/10
Bíó Paradís 22.00
101 Reykjavík
Metacritic 68/100
IMDb 6,9/10
Bíó Paradís 20.00
Síðasta
áminningin Mynd þar sem sjálfsmynd
og hugarfar Íslendinga er
skoðað út frá sögu íslenska
karlalandsliðsins í fótbolta
og rætt er við þrjá leikmenn
liðsins og aðra þjóðþekkta
einstaklinga.
Bíó Paradís 20.00
On Body and Soul 12
Metacritic 77/100
IMDb 7,0/10
Bíó Paradís 22.00
In the Fade 12
Metacritic 64/100
IMDb 7,2/10
Bíó Paradís 22.00
The Big Sick Metacritic 86/100
IMDb 7,6/10
Bíó Paradís 17.45
Jurassic World:
Fallen Kingdom 12
Þegar eldfjallið á eyjunni
vaknar til lífsins þurfa Owen
og Claire að bjarga risaeðl-
unum frá útrýmingu.
Metacritic 52/100
IMDb 6,8/10
Laugarásbíó 17.00, 19.50,
22.25
Sambíóin Álfabakka 16.45,
19.30, 21.30, 22.15
Sambíóin Egilshöll 17.00,
20.00, 22.40
Sambíóin Keflavík 19.40
Smárabíó 16.10, 16.45,
19.40, 22.10
Háskólabíó 17.50, 20.50
Borgarbíó Akureyri 19.30,
22.00
Ocean’s 8
Debbie Ocean safnar saman
liði til að fremja rán á Met
Gala-samkomunni í New
York.
Metacritic 60/100
IMDb 6,3/10
Sambíóin Álfabakka 16.50,
17.40, 19.10, 20.00, 22.20
Sambíóin Egilshöll 17.30,
20.00, 22.20
Sambíóin Kringlunni 17.00,
19.40, 21.10, 22.00
Sambíóin Akureyri 17.40,
20.00, 22.20
Sambíóin Keflavík 20.00,
22.20
Terminal 16
Myndin fjallar um tvo leigu-
morðingja, forvitna þjón-
ustustúlku, kennara og hús-
vörð sem býr yfir hættulegu
leyndarmáli.
Metacritic 26/100
IMDb 5,2/10
Sambíóin Kringlunni 19.00
Adrift 12
Myndin fjallar um unga
konu, Tami sem þarf að tak-
ast á við mótlæti eftir að
skúta sem hún og unnusti
hennar sigldu gjöreyðilagð-
ist í 4. stigs fellibyl.
Metacritic 56/100
IMDb 6,7/10
Laugarásbíó 17.50, 20.00,
22.10
Smárabíó 17.40, 19.10,
20.00, 21.30, 22.20
Háskólabíó 18.10, 21.00
Borgarbíó Akureyri 17.30,
19.30, 21.30
Avengers:
Infinity War 12
Avengers og bandamenn
þeirra verða að vera klárir í
að fórna öllu til að sigra hinn
öfluga Thanos. Metacritic
68/100
IMDb 8,8/10
Sambíóin Álfabakka 17.30,
20.40
Sambíóin Egilshöll 17.00
I Feel Pretty 12
Höfuðmeiðsl valda því að
kona fær ótrúlega mikið
sjálfstraust og telur að hún
sé ótrúlega glæsileg.
Metacritic 47/100
IMDb 4,7/10
Sambíóin Álfabakka 20.00
Sambíóin Egilshöll 20.00
Bókmennta- og
kartöflubökufélagið
Metacritic 64/100
IMDb 7,1/10
Háskólabíó 18.10
Draumur Myndin skoðar ósagða sögu
Mjallhvítar, Öskubusku og
Þyrnirósar, sem komast að
því að þær eru allar trúlof-
aðar sama draumaprins-
inum.
Laugarásbíó 17.40
Smárabíó 15.10, 17.10
Pétur Kanína Pétur reynir að lauma sér
inn í grænmetisgarð nýja
bóndans og þeir há mikla
baráttu.
Smárabíó 14.50
Lói – þú flýgur aldrei
einn Morgunblaðið bbbbn
Smárabíó 15.30
Víti í Vestmanna-
eyjum Myndin fjallar um strákana í
fótboltaliðinu Fálkum sem
fara á knattspyrnumót í
Vestmannaeyjum.
Morgunblaðið bbbbn
Sambíóin Álfabakka 17.40
Midnight Sun
Metacritic 38/100
IMDb 6,4/10
Myndin fjallar um 17 ára
gamla stelpu, Katie. Hún er
með sjaldgæfan sjúkdóm
sem gerir hana ofur-
viðkvæma fyrir sólarljósi.
Sambíóin Álfabakka 22.20
Sambíóin Kringlunni 16.40
Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 62/100
IMDb 7,2/10
Sambíóin Álfabakka 16.50, 19.40, 22.30
Sambíóin Egilshöll 17.00, 20.00, 22.20
Sambíóin Kringlunni 16.40, 19.30, 22.20
Sambíóin Akureyri 17.40, 20.30
Solo: A Star Wars Story 12
Kona fer í stríð
Kona á fimmtugsaldri ákveður að bjarga heiminum og lýsir
yfir stríði gegn allri stóriðju í landinu. Hún gerist skemmdar-
verkamaður og er tilbúin að fórna öllu fyrir móður jörð og há-
lendi Íslands þar til mun-
aðarlaus stúlka frá Úkraínu
stígur inn í líf hennar.
Morgunblaðið bbbbb
Laugarásbíó 17.40, 20.00
Smárabíó 17.40, 22.40
Háskólabíó 18.00, 21.00
Borgarbíó Akureyri 17.30
Bíó Paradís 18.00
Deadpool 2 16
Eftir að hafa naumlega
komist lífs af í kjölfar
nautgripaárásar á afmynd-
aður kokkur ekki sjö dag-
ana sæla.
Morgunblaðið bbbnn
Metacritic 66/100
IMDb 8,1/10
Laugarásbíó 22.10
Smárabíó 20.00, 22.30
Háskólabíó 20.40
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna
Kvikmyndir
bíóhúsanna
mbl.is/bio