Morgunblaðið - 14.06.2018, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.06.2018, Blaðsíða 45
FRÉTTIR 45Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018 Hlífar og undirföt Angóruhlífarnar veita léttan stuðning við auma vöðva á þrengja of mikið að. Angóran sér um að halda líkamanu og hlýjum án þess að valda kláða. Hlífarnar eru tilvaldar til hvers kyns útivista og eins og hjólreiða, útihlaupa eða í golfið. Úlnliðshlífar Langerma bolur Olnbogahlífar Hnéhlífar Mjóbakshlíf Axlastykki Y L F A ANGÓRA Einnig fáanlegt í netverslun: www.lyfja.is n þess að m þurrum íþrótta, Ítalska strandgæsluskipið Diciotti kom til hafnar í Sik- iley í gær, en um borð voru 937 flóttamenn sem fundust á reki úti fyrir ströndum Líbýu. Sú staða kom upp sl. sunnudag að ítölsk stjórnvöld neituðu skipi að leggjast að bryggju á Ítalíu með flótta- fólk. Greinir breska ríkisútvarpið BBC frá því að um hafi verið að ræða erlent skip, með fransk-þýska áhöfn, og mun það hafa verið ástæða synjunarinnar. Um borð voru 629 flóttamenn og hélt skipið áleiðis til Spánar í fylgd tveggja ítalskra skipa. Á meðfylgjandi mynd má sjá starfsmenn ítölsku strandgæslunnar flytja hóp flóttafólks um borð í skip sitt. Ekki er vitað um ástand fólksins en tveir eru sagð- ir hafa látist á hafi úti. AFP Hátt í 1.000 bjargað úr háska Hópur flóttafólks fluttur til hafnar á Ítalíu Sérfræðingur Alþjóðlegu efna- vopnastofnunarinnar (OPCW) segir það „mjög líklegt“ að efnavopnum hafi verið beitt gegn almennum borgurum í Sýrlandi í fyrra. Er það SkyNews sem greinir frá. Niðurstöður rannsóknar OPCW benda til þess að leifar af klóríni og saríni hafi fundist í norðurhluta Sýrlands, en árásin sem um ræðir átti sér stað 24. mars 2017. Segir efnavopnastofnunin það einnig lík- legt að gasið hafi verið notað í ann- arri árás daginn eftir. Byggir hún niðurstöður sínar meðal annars á frásögnum sjónarvotta og jarðvegs- sýnum sem safnað var eftir árásina. „Söfnun upplýsinga og gagna, yf- irheyrslur vitna og greining á sýn- um kröfðust langs tíma áður en unnt var að komast að niðurstöðu,“ segir í tilkynningu frá OPCW. Þá sagði stofnunin það ekki vera hennar hlutverk að komast að því hver ber ábyrgð á beitingu efna- vopna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem stjórnarherinn er grunaður um notkun efnavopna. Í bænum Douma létust um og yfir 70 manns í efnavopnaárás 7. apríl síðastlið- inn. Árás sú leiddi til sameig- inlegra hernaðaraðgerða gegn stjórnarhernum. AFP Átakasvæði Eyðilagðir bryndrekar á götu úti í borginni Douma í Sýrlandi. Beittu líklega efna- vopnum í Sýrlandi  Fundu leifar af klóríni og saríni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.