Morgunblaðið - 14.06.2018, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018
Austurstræti 16 Sími 551 0011 apotek.isAPOTEK KITCHEN+BAR
Apotek
Afternoon Tea
ALLA DAGA FRÁ 14.30–17.00
SAVOURY
Klassísk túnfisk samloka
Bleikja á vöfflu
Lambarillet á vöfflu
Önd á vöfflu
SWEET
Sumarsæla
Karamellu Crankie
Cherry delight
Makkarónur
2.890 kr. á mann
Þóra Sigurðardóttir
thora@mbl.is
Súkkulaðið er 100% náttúrulegt
og hafa súkkulaðiunnendur um all-
an heim beðið með öndina í háls-
inum af eftirvæntingu frá því að til-
kynnt var um þetta nýja súkkulaði
fyrr á þessu ári. Síðan þá hefur
súkkulaðið verið sett á markað í
Japan og Suður-Kóreu sem bleikt
KitKat og í Bretlandi kom súkku-
laðið á markað í maí.
Silja Mist Sigurkarlsdóttir,
markaðsstjóri Nóa Síríus, hefur
loks staðfest orðróm um að súkku-
laðið sé í reynd á leiðinni hingað til
lands, en hún segir að fréttirnar af
því að þau hafi verið handvalin af
Barry Callebaut vera gríðarlega
viðurkenningu fyrir fyrirtækið.
„Við áttum von á bauninni árið
2019, þegar stendur til að setja
hana í almenna sölu, þannig að við
vorum alls óundirbúin þegar
fulltrúar frá fyrirtækinu komu
hingað til lands til að tilkynna okk-
ur að við hefðum verið valin,“ segir
Silja og viðurkennir að mikill
handagangur hafi verið í öskjunni
síðan tíðindin bárust.
„Það má eiginlega segja að það
sé allt búið að vera á hliðinni og við
nánast ekki búin að sofa. En að öllu
gamni slepptu voru þetta óvæntar
fréttir og mikill heiður fyrir fyr-
irtækið og segir mikið um það
traust sem Barry Callebaut ber til
Nóa Síríus,“ segir Silja um við-
brögð þeirra við tíðindunum.
Mun heita Rúbín
„Það hefur alltaf verið mikið og
gott samstarf milli fyrirtækjanna,
en við kaupum allar okkar baunir
af þeim. Ég veit að þeir eru mjög
hrifnir af vörunum okkar og það er
vissulega mikil traustsyfirlýsing að
þeir skuli treysta okkur fyrir því að
vera einn af fyrstu framleiðendum í
heiminum til að framleiða súkkulaði
úr bauninni. Það er okkur mikils
virði og við erum virkilega stolt.
Hér hefur fólk verið vakið og sofið
yfir því hvernig við gerum bauninni
sem best skil og framleiðum frá-
bært súkkulaði úr henni. Við erum
búin að fara yfir víðan völl, en
súkkulaðið verður kallað Rúbín
súkkulaði á íslensku sem er bein
þýðing á enska heitinu Ruby.
Í raun má segja að þetta sé jafn
mikilvægt fyrir Barry Callebaut
eins og okkur því þeir eru að setja
vöruna á markað núna til sérval-
inna fyrirtækja í mjög svo tak-
mörkuðu magni. Hvert fyrirtæki
hefur svo sína vöruþróun en Nestlé,
sem var fyrsta fyrirtækið sem setti
Ruby-súkkulaðið á markað, kaus að
gera það í gegnum KitKat-
vörumerkið, sem er skilgreint sem
munaðarvara í Asíu. Þar hefur
súkkulaðið fengið frábærar við-
tökur og við eigum von á því að ís-
lenskir súkkulaðiunnendur eigi eftir
að taka þessari nýjung vel enda
ekki annað hægt,“ segir Silja og
bætir við að það sé bæði svo bragð-
gott og fallegt.
Sérstaða Íslands mikil
„Sérstaða okkar hér á landi er
hversu hratt við getum brugðist við
og það sem tæki mögulega marga
mánuði eða jafnvel ár að þróa víða
annars staðar í heiminum er hægt
að framkvæma á mun skemmri
tíma hér á landi. Þetta vita þeir og
hafa ávallt verið hrifin af vöruþró-
uninni okkar enda er ég mjög stolt
af okkar framúrskarandi vöruþró-
unarteymi sem ég stýri.“
Spurð hvenær íslenskir súkku-
laðiunnendur geti átt von á súkku-
laðinu í verslun segir Silja að það
liggi ekki alveg ljóst fyrir. „Við
stefnum að því að það verði í sum-
ar. Ég get því miður ekki gefið
nánari tímasetningar að svo stöddu
en súkkulaðið mun koma í valdar
verslanir í takmörkuðu magni.“
Ljósmynd/Barry Callebaut
Fjórða súkkulaðið Svona lítur Rúbín súkkulaðið út, en það þykir einstaklega fagurt og bragðgott.
Silja staðfestir fregnirnar
Þau stórtíðindi hafa nú
fengist staðfest að Nói
Síríus verði þriðji fram-
leiðandinn á heimsvísu
sem fær að framleiða
það sem kallað hefur
verið fjórða súkkulaðið.
Um er að ræða bleikt
súkkulaði úr kakóbaun
sem svissneski súkku-
laðiframleiðandinn
Barry Callebaut hefur
eytt undanförnum
þrettán árum í að þróa.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Staðfestir orðróminn Silja Mist Sigurkarlsdóttir, markaðsstjóri Nóa
Síríus, segir þetta mikla viðurkenningu fyrir Nóa Síríus.