Morgunblaðið - 14.06.2018, Side 70
AF LISTUM
Hildur Loftsdóttir
hilo@mbl.is
Ég hef alltaf átt í ástar-haturs-
sambandi við tískuna. Ég elska
hana af því að ég elska liti, lita-
samsetningar, falleg snið sem
fegra fólk, elska efni og áferðir,
elska að snerta. Um leið hef ég ill-
an bifur á tískunni því hún breytir
fólki í sauði sem allir klæðast
eins, hlaupa á eftir tiktúrum án
þess að hugsa sjálfstætt og móta
eigin smekk. Og hvers vegna get-
ur tískan haft áhrif á fegurðar-
skyn mitt? Hvernig getur hún lát-
ið mér finnast eitthvað fallegt sem
mér fannst ljótt fyrir tveimur ár-
um?
Þess vegna fíla ég Daniel Lis-
more. Fyrrverandi fyrirsæta sem
notar tískuna í öfugum tilgangi;
til að fara sínar eigin leiðir; ekki
vera sauður heldur forystusauður,
og fyrir það er hann dýrkaður og
dáður af öllum tískumógúlum
heims.
Lifandi listaverk
„Daniel, hvað er það við
hvern hlut, flík, efni sem gerir
það að verkum að þú vilt nota
það, klæðast því?“
„Litir, áferð, lögun, útlínur
heilla mig. Ég mála með efni, lík-
ami minn er striginn.“
Lismore er lifandi listaverk.
Á hverjum degi klæðir hann sig
upp í ótrúlegustu dress. Við
stærri viðburði klæðist hann lista-
verkunum sínum; fataskúlptúrum
sem samansettir eru af einstakri
natni, nostursemi, hugmyndaflugi
og listrænu úr ótal efnum og
aukahlutum alls staðar að í heim-
inum. Ekkert er honum heilagt,
ekkert óheilagt; Mikki mús, Lenín
og Jesús á krossinum sem íturvax-
in kona hanga hlið við hlið á ein-
um skúlptúrnum. Hvað eru mörg
trúarbrögð í því?
Fram til 17. júní eru 38 skúlp-
túrar Daniels Lismore til sýnis í
Hörpu á Listahátíð í Reykjavík,
svo unun er á að horfa – og smá
klikkun líka. Yfirskrift sýningar-
innar er tilvitnun í Oscar Wilde,
Með tískuna að vopni
annan lundúnískan áhrifavald: „Be
yourself – everyone else is already
taken.“ Lismore lifir eftir því og
vonar að sýningin opni augu sýn-
ingargesta fyrir þeim möguleika.
Áhrif æskunnar
Lismore er yndislega hógvær,
smá feiminn og honum liggur lágt
rómur þar sem hann gengur á
milli skúlptúra sveipaður efnum,
fagurlega málaður með inn-
rammað andlit og segir sögu sína
og verkanna sinna.
Sem börn eru Englendingar
bombarderaðir með sögulegu efni
heimveldisins; riddarar og Viktor-
íutímabilið. Sem krakki hafi hann
strax tekið eftir að fólk var á viss-
an hátt ennþá að klæða sig jafn
stíft og þá; í sérsniðnum fötum og
hálfgerðum einkennisbúningum,
og hann hafi aldrei langað að taka
þátt í því.
„Mamma segir að ég hafi allt-
af verið svona.“ Hann yppir öxl-
um.
Sem ung hávaxin og snoppu-
fríð fyrirsæta velktist Lismore um
í tískuheimi Lundúnaborgar, um-
gekkst alla helstu hönnuðina,
djammaði með kvikmyndastjörn-
um og tónlistaríkonum pönksins
og bresku nýbylgjunnar. Hann
vann hjá Vogue og hætti að vinna
hjá Vogue. Hann fékk ekki að
vera hann sjálfur, hann klæddi sig
víst ekki rétt. Allt í einu var hann
lentur á séns með lækni og kom-
inn til Masai-ættbálksins í Kenía.
Ekkert sem hann var, hafði séð
eða stóð fyrir í lífinu var til í þeim
heimi. Hans heimur var ekki til.
Efni á efni ofan, ein flík yfir
aðra, töskur, skartgripir, trúar-
tákn, fornmunir, hattar og höfuð-
föt; gardínurnar hennar mömmu,
eigin rúmföt, dót úr Primark, af
götumörkuðum, IKEA, munir úr
eigu ríks sérvitrings, efni og flík-
ur frá Vivienne Westwood, Mal-
colm McLaren, Steve McQueen,
hattar frá Boy George, föt og
aukahlutir sem hann hefur hann-
að fyrir Nicki Minaj. Taílenskur
silkijakki, afganskt brúðarfat,
skartgripir og efni frá Masai-
fólkinu. Þúsundir hluta umbreyt-
ast í höndum Lismore í líkneski
sem minna á japanskar geisjur,
hermenn, drottningar... sjálfs-
myndir?
„Er þetta ekki þungt? Er þér
ekki heitt?“
„Nei, ég fékk að gjöf fullt af
arabískum bómullarserkjum sem
ég er í innan undir. Ef mér hitnar
kippi ég aðeins í þá, lofta þannig
um og mér líður vel.“
Gott.
Stundum veit hann að hann
lítur fáranlega út og að fólk muni
hlæja að honum, en honum er al-
veg sama. Skúlptúrarnir séu á
vissan hátt brynja á milli hans og
heimsins, hann sé vel varinn.
Þannig fari hann út á hverjum
degi að mæta heiminum, takast á
við hann og reyna að breyta hon-
um. Það virkar, segir hann. Fólk
geti ekki horft framhjá honum.
Stríðsmaðurinn sem hefur
alltaf barist fyrir því að fá að
vera hann sjálfur og sigrað með
glæsibrag berst núna við hlið
Vivienne Westwood í „Climate
Revolution“ fyrir því að jörðin fái
að vera óáreitt fyrir yfirgangi
mannanna. Vonandi verður hann
jafn sigursæll á því sviðinu.
Fallegir heimar mætast
Lismore er um þessar mundir
að hanna búninga fyrir Konung-
legu bresku óperuna. Maður get-
ur rétt ímyndað sér óperusöngv-
arana í þessum ofhlöðnu
skúlptúrum, sem eru tilvitnun í líf
hans sjálfs, mannlífsins og mann-
kynsins alls.
„Þú hefur skapað þinn eigin
heim sem nú er að fara að mæta
öðrum heimi?“
„Já, þetta er heimurinn
minn,“ segir hann og lítur svo út
um gluggann á Esjuna, sem virð-
ist allt í einu eitthvað svo ósköp
berskjölduð og daufleg á að líta
þar sem hún húkir á sínum stað
undir fölgráum Reykjavíkurhimn-
inum.
„Sjáðu, þarna úti er annar
heimur. Algjör andstæða míns, en
líka svo fallegur.“
Við lítum aftur skúlptúrana,
aftur á Esjuna.
Já. Algjörlega dásamlegt.
»Ekkert er honumheilagt; Mikki mús,
Lenín og Jesús á kross-
inum sem íturvaxin
kona hanga hlið við hlið
á einum skúlptúrnum.
Bleikur Kristalsefni og fjaðrir.
Gull Kóktappar og dauð dýr.
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Brynjaður Á hverjum degi klæðir listamaðurinn Daniel Lismore sig í listaverkin sín; ofhlaðna fataskúlptúra.
MorgunblaðiðHilo
Gulur Vatnaliljur og broskall.
70 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018
Sæbjúgu innihalda mikið kollagen og yfir 50
tegundir af næringarefnum sem hafa öll mjög
jákvæð áhrif á lífeðlisfræðilega starfsemi
mannslíkamans
ÍSLENSKA FRAMLEIÐSLA: Framleiðandi sæbjúgna er Arctic Star ehf.
Allar nánari upplýsingar fást á arcticstar.is
.
Arctic Star sæbjúgnahylki fást í flestum apótekum og heilsubúðum og í Hagkaupum.
Arctic Star Sæbjúgnahylki
Sæbjúgu
eru þekkt fyrir:
• Hátt prótíninnihald og lágt fituinnihald
• Að minnka verki í liðum og liðamótum
• Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni
liðskemmda
• Að bæta ónæmiskerfið og mótstöðu
líkamans gegn ýmsum sjúkdómum
• Að auka blóðflæði sem minnkar líkur á blóðtappa
• Að koma í veg fyrir æðakölkun
• Að auka orku líkamans, stuðla
að myndun húðpróteins
og insúlíns