Morgunblaðið - 14.06.2018, Blaðsíða 65
DÆGRADVÖL 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018
Ármúla 24 - s. 585 2800
ÚRVAL ÚTILJÓSA
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Hvort sem þú notar orkuna í
vinnunni til að afla nýrra vina eða til að
skemmta þér mun allt ganga vel. Allt hef-
ur sinn tíma svo þú skalt ekki beita þrýst-
ingi.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú færð tækifæri til að koma þér á
framfæri svo nú er að bretta upp erm-
arnar. Virkjaðu bjartsýni þína og settu þér
háleit markmið.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er nauðsynlegt að fara að
öllum öryggisreglum þegar lífið er teygt út
úr hversdagsleikanum. Sýndu á þér þínar
bestu hliðar til þess að allt fari vel.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það er af og frá að þú þurfir að
vera sammála öllum bara til þess að allt
sé slétt og fellt á yfirborðinu. Að vinna
með hópi felur ósjálfrátt í sér málamiðl-
anir.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þetta er góður dagur til hvers kyns
rannsókna. Einbeittu þér að þínu verki og
þá munu aðrir sjá að þú ert á réttri leið.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú stendur andspænis uppgjöri við
gamlan vin. Gerðu hreint fyrir þínum dyr-
um og þá mun allt leysast af sjálfu sér.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það eru miklar líkur á að þú njótir
góðs af auði annarra í dag. Mundu samt
að gera ekki meiri kröfur til annarra en
sjálfs þín.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Ekki stinga upp á nýjungum í
vinnunni í dag því hugmyndir þínar munu
ekki falla í góðan jarðveg. Láttu stoltið
ekki hindra þig í að leita aðstoðar annarra.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Óvænt tækifæri berst þér upp
í hendur og þér er fyrir bestu að nýta þér
það til hins ýtrasta. Búðu þig undir að lað-
ast að einhverjum sem er alger andstæða
þín.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er ástæðulaust að hafna
samstarfi við aðra fyrirfram því einn þíns
liðs getur þú ekki klárað fyrirliggjandi
verkefni. Mundu að dramb er falli næst.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Lítið þjófstart er það sem þú
þarft til að byrja af fullum krafti, og neita
að snúa við. Framkvæmdu hugmynd þína
áður en einhver annar verður fyrri til.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þvert á það sem margir ættingjar
þínir vilja halda fram, er ekki sjálfselska að
lifa lífinu eins og maður vill. Mundu samt
að aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Með „sjóntruflanir“ er erfitt aðfara ekki í manngreinarálit.
Helgi R. Einarsson yrkir:
Eitt sinn var aldrað ljón
sem afleita hafði sjón
og át því hann Finn
albróður minn
og einnig hann séra Jón.
Jóhann S. Hannesson orti:
Að siðaðir menn fái séð hana
er sjálfsagt, en vandræðin með hana
eru að of náin kynni
valda sjúkleik á sinni
og þá sælast menn eftir að kveða
hana.
Hallmundur Kristinsson yrkir á
Boðnarmiði:
Móðir hans var að vona
að vænkaðist hagur Tona.
Hann ásældist Rún,
enda var hún
yfirgripsmikil kona.
Guðmundur Halldórsson gefur
Rússlandsförum gott veganesti:
Ef óvinur að ykkur þrengir
og ótal spjöld dómarinn hengir
á ykkur snáða
eitt er til ráða:
Upp með sokkana, drengir!
„Kjarnorkustyrjöld afstýrt,“ seg-
ir Ármann Þorgrímsson eftir fund
þeirra Kim Jong-un, leiðtoga Norð-
ur-Kóreu og Donald Trump, for-
seta Bandaríkjanna:
Sátu einir saman tveir,
sögðu að heimur batnaði
ef sín á milli semdu þeir
um sölu á tískufatnaði.
Magnús Geir Guðmundsson yrkir
„Litla“ sumarhringhendu:
Núna vart er tími til
tregu skarta geði;
sumrið bjarta ofið yl,
eykur hjartans gleði.
Og Ingólfur Ómar Ármannsson
svaraði með annarri hringhendu:
Svölun tæra sólin blíð
sálu færir minni.
Blómstur grær um grund og hlíð
gleðin hlær í sinni.
Dauður maður, sem hafði verið
ölkær í lífinu, kemur til vinar síns í
draumi og kveður:
Helltu út úr einum kút
ofan í gröf mér búna.
Beinin mín í brennivín
bráðlega langar núna.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Sjóntruflanir, mann-
greinarálit og veðrið
„ÉG VILDI SKÁP MEÐ LEYNIHURÐ SEM LEIDDI
TIL STAÐAR MEÐ LEYNDARDÓMUM, TÖFRUM
OG ÆVINTÝRUM, EN ÞESSI VAR Á ÚTSÖLU.“
„GETURÐU NOKKUÐ SKIPT 40.000 KALLI
Í KLINKI?“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... hughreystandi
handleggur hans utan
um mitti þitt.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
TVO,
TAKK
HVAÐ FANNST GRETTI
UM AÐ ÞURFA AÐ VERA
HEIMA Í KVÖLD, JÓN?
HANN VAR FREKAR FÚLL YFIR ÞVÍ,
EN HANN ÞARF AÐ LÆRA AÐ ÞÚ OG ÉG
ÞURFUM TÍMA FYRIR OKKUR TVÖ
EF ÞÚ VILT
PEPPERÓNI,
ÝTTU Á EINN
HRÓLFUR, GAKKTU FRÁ MATNUM MEÐAN ÉG
BYRJA AÐ ELDA!
GLEYP
ÓKEI, EN MISSI ÉG ÞÁ EKKI
MATARLYSTINA?
Aðalritstjóri Fréttablaðsins steigtil hliðar í síðustu og við tóku
fjórir ritstjórar. Þótti mörgum vel í
lagt í ekki stærra batteríi. Það vakti
athygli að þessi breyting var ekki til-
kynnt í blaðinu sjálfu eins og venja
er heldur á vefnum. Þetta er nýmæli
en kannski tákn um breytta tíma.
x x x
Margir hafa velt því fyrir sérhvort hér sé um að ræða nýtt,
glæsilegt Íslandsmet. Svo er reynd-
ar ekki. Á áttunda tug síðustu aldar
voru fimm ritstjórar samtímis á dag-
blaðinu Tímanum.Þetta voru þeir
Þórarinn Þórarinsson, Andrés
Kristjánsson, Jón Helgason, Indriði
G. Þorsteinsson og Tómas Karlsson.
x x x
Tíminn var stofnaður 1917 og varlengst af málgagn Framsóknar-
flokksins. Blaðið var lagt niður árið
1996. Þess má einnig geta að Þór-
arinn Þórarinsson var ritstjóri
blaðsins lengst allra, eða í 46 ár.
x x x
Heimsmeistarakeppnin í knatt-spyrnu karla, eða „hinstra-
keppnin“ eins og mótið heitir oft í
munni hraðmæltra, hefst í dag á leik
gestgjafanna Rússa og Sádi-Araba.
Er það mál flestra sem Víkverji hef-
ur rætt við að þeir muni ekki eftir
meira óspennandi opnunarleik á
HM, þar sem þeir telja líklegt að
gestgjafarnir muni þar fara með
auðveldan sigur af hólmi.
x x x
Aldrei skyldi þó vanmeta getuknattspyrnunnar til þess að
koma á óvart. Eflaust töldu margir
að heimsmeistararnir frá Argentínu
myndu eiga auðveldan leik fyrir
höndum árið 1990 þegar Kamerúnar
náðu að skella þeim 1-0 í opnunar-
leiknum. Það sama á við um þegar
Frakkar lágu fyrir Senegölum, einn-
ig 1-0, árið 2002. Og þó að hvorki
Rússar né Sádi-Arabar séu beinlínis
taldir meðal fremstu knattspyrnu-
þjóða þýðir það ekki að leikur þeirra
verði sjálfkrafa leiðinlegur. Að því
sögðu mun Víkverji líklega horfa á
leikinn með bók í annarri hendinni,
svona ef allt skyldi fara á versta veg.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Réttvísi skal streyma fram sem vatn og
réttlæti sem sírennandi lækur.
(Amos 5.24)