Morgunblaðið - 14.06.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018
Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is
Opið: Mán. - fimmt. kl. 09-18 / Föst. 09-17.
Lokað á laugardögum í sumar.
INNRÉTTINGAR
DANSKAR
Í ÖLLHERBERGIHEIMILISINS
FJÖLBREYTTÚRVALAFHURÐUM,
FRAMHLIÐUM,KLÆÐNINGUMOGEININGUM,
GEFAÞÉR ENDALAUSAMÖGULEIKAÁ
AÐSETJASAMANÞITTEIGIÐ RÝMI.
STERKAR OG GLÆSILEGAR
Samkomulag umvegtyllur í
borgarstjórn, en
um fátt annað sem
festa má hönd á,
vakti furðu. Svo
sem að halda skuli
áfram athugun
sem staðið hefur
lengi á hvort leysa megi húsnæð-
isvanda ungs fólks með því að
byggja í holum miðbæjarins.
Talsmenn meirihlutans ítrek-uðu þetta: „Það er það sem
við erum að fara að skoða í
tengslum við borgarlínuna!“
Enginn veit um hvað „borg-
arlína“ snýst. Þannig að hin nýja
athugun mun því standa í ára-
tugi. Þá verður vandinn horfinn
með því að unga húsnæðislausa
fólkið er orðið gamalt.
Skrítinn kafli í „sáttmálanum“vekur spurningar. Á blað-
síðu 5 segir: Rekstraröryggi
Reykjavíkurflugvallar verður
tryggt meðan unnið er að und-
irbúningi nýs flugvallar í ná-
grenni borgarinnar. Að-
alskipulagi Vatnsmýrar verði
breytt og lokun flugvallarins
seinkað þegar samningar hafa
náðst við ríkið um borgarlínu
sem styður við nauðsynlega upp-
byggingu á Ártúnshöfða, í
Elliðavogi, á Keldum og í
Keldnaholti.“
Þótt þessi texti sé ekki sérlegaskýr, liggur beinast við að
skilja hann þannig að borg-
arstjórnarmeirihlutinn ætli að
gera það að skilyrði fyrir því að
lokun Reykjavíkurflugvallar
verði frestað tímabundið að ríkið
semji um aðkomu að borgarlínu,
væntanlega með verulegri kostn-
aðarhlutdeild.
Einhvern tíma hefði slík upp-setning kallast fjárkúgun.
Dagur B.
Eggertsson
Fjárkúgun?
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 13.6., kl. 18.00
Reykjavík 9 skýjað
Bolungarvík 10 skýjað
Akureyri 10 skýjað
Nuuk 7 léttskýjað
Þórshöfn 9 rigning
Ósló 21 léttskýjað
Kaupmannahöfn 19 heiðskírt
Stokkhólmur 14 rigning
Helsinki 18 heiðskírt
Lúxemborg 15 skýjað
Brussel 17 léttskýjað
Dublin 17 skýjað
Glasgow 14 rigning
London 20 skýjað
París 17 alskýjað
Amsterdam 17 léttskýjað
Hamborg 16 skýjað
Berlín 16 skýjað
Vín 21 skúrir
Moskva 19 léttskýjað
Algarve 22 heiðskírt
Madríd 23 heiðskírt
Barcelona 25 heiðskírt
Mallorca 27 léttskýjað
Róm 22 rigning
Aþena 28 léttskýjað
Winnipeg 22 skýjað
Montreal 24 skýjað
New York 20 rigning
Chicago 24 skýjað
Orlando 28 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
14. júní Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 2:58 23:59
ÍSAFJÖRÐUR 1:33 25:33
SIGLUFJÖRÐUR 1:16 25:16
DJÚPIVOGUR 2:13 23:43
Fjögur tilboð bárust í gerð hring-
torgs á Vesturlandsvegi við Esju-
mela á Kjalarnesi. Þau voru öll yfir
áætluðum verktakakostnaði. Tilboð-
in voru opnuð hjá Vegagerðinni í vik-
unni.
PK verk ehf., Kópavogi, átti
lægsta tilboðið, 433 milljónir. Loft-
orka ehf., Garðabæ, bauð 457 millj-
ónir, Ístak hf., Mosfellsbæ, 488 millj-
ónir og Bjössi ehf., Hafnarfirði, 546
milljónir. Lægsta tilboðið var 42
milljónir yfir áætluðum verktaka-
kostnaði, sem var 391 milljón.
Sem fyrr segir felst verkið í gerð
hringtorgs á hringveginum við Esju-
mela auk allra vega og stíga sem
nauðsynlegt er til að ljúka gerð
vegaframkvæmdanna endanlega. Til
framkvæmdanna teljast einnig und-
irgöng undir Hringveg, strætóbið-
stöðvar við Hringveg, gerð Víðines-
vegar á um 600 metra kafla og gerð
Norðurgrafarvegar að Lækjarmel/
Esjumel. Einnig er innifalin gerð
göngu- og reiðstíga. Þá er gerð
heimkeyrslna við Víðinesveg hluti
verksins. Loks eru innifaldar breyt-
ingar á lagnakerfum veitufyrir-
tækja, m.a. færsla rafstrengja með
háspennu á um 500 metra kafla, sem
og nýlagnir.
Verkinu skal að fullu lokið eigi síð-
ar en 1. nóvember 2018. sisi@mbl.is
Öll tilboð í hringtorg yfir áætlun
Nýtt hringtorg á Vesturlandsvegi við
Esjumela á að vera tilbúið í nóvember
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Framkvæmd Nýtt hringtorg á að
vera tilbúið fyrir næsta vetur.
Ólafur Á Torfason rakst á margæs
og hreiður hennar með þremur eggj-
um í á Álftanesi nýverið. Ekki er vit-
að til þess að fuglinn hafi áður verpt
hér á landi. Margæsir eru fargestir á
Íslandi en þær koma hér við á leið
sinni til og frá varpstöðvum sínum í
NA-Kanada til þess að safna forða.
Dr. Arnór Þórir Sigfússon, dýra-
fræðingur og gæsasérfræðingur,
segir sérstakt að gæsin skuli verpa
hér en ekki stórundarlegt. ,,Það get-
ur alltaf gerst að fuglar verpi á far-
leiðinni.“ Hvort það hafi einhverja
þýðingu að fuglinn verpi hér á landi
segir Ólafur óvíst. ,,Það er of
snemmt að segja til um það. Það er
samt mjög spennandi að fylgjast
með þessu og sjá hvort gæsin nái að
klekja út ungum.“ ragnhildur@mbl.is
Margæs Gæsin verpti á Álftanesi.
Spenn-
andi varp
Margæs verpir á
Íslandi í fyrsta sinn