Morgunblaðið - 14.06.2018, Síða 39
FRÉTTIR 39Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018
sem þarna voru. Sumir voru stal-
ínistar og sumir voru trotskyistar og
aðrir voru maókommar og svo voru
allskonar heiti. Þvers og langs og
mikið fjör í pólitík og deilur miklar.
Þetta andrúmsloft í sagnfræðinni
fór verulega í skapið á mér og svo
hafði ég ekkert gagn af fyrirlestr-
unum heldur. Hvorki í Íslandssög-
unni né í mannkynssögunni. Svoleið-
is að ég hætti að sækja tíma þar og
lét það bara eiga sig.
En þegar ég var búinn með eitt ár
í ensku og var kominn fram á annan
vetur þar þá var ég farinn að sjá
fram á það að það gæti orðið bið á
því að ég kæmist í enskan háskóla.
En samt var hugurinn þar og þá
datt mér í hug að það gæti verið gott
að lesa guðfræði. Það hlyti að vera
góður grunnur að hugmyndasögu
Vesturlanda. Að kunna eitthvað fyr-
ir sér í guðfræði.“
Heillaðist af guðfræðinni
„Því að auðvitað er guðfræðin
móðir vísindanna og öll vestræn
saga meira og minna síðustu tvær
þúsaldirnar nátengd guðfræði. Svo
ég innritaði mig í guðfræðideild og
fór að lesa grísku og það voru miklar
kröfur gerðar í grísku. Við þurftum
að lesa guðspjöllin á grísku og nýja
testamentið á grísku og ég fór að
lesa hebresku. Dr. Þórir Kr. Þórðar-
son kenndi guðfræði Gamla testa-
mentisins og hann var heillandi
kennari. Hann var mjög heillandi
kennari. Og þeir voru margir þarna í
guðfræðinni, Jón Sveinbjörnsson,
sem kenndi mér grísku og nýja
testamentisguðfræði. Hann var
mjög kröfuharður maður en þó að
hann væri kröfuharður og ætlaðist
til að maður sinnti því sem að maður
var að gera og kæmist inn í það sem
hann væri að kenna manni þá var
hann eigi að síður ákaflega mjúkur
maður. Mildur og notalegur en hann
vildi að maður næði árangri í því
sem maður væri að gera og mér
fannst mjög gott að vera hjá honum.
Dr. Þórir var hins vegar alveg
hrífandi, heillandi, leiftrandi
guðfræðingur og hann beinlínis
kveikti í manni alveg á alla
kanta.
Hann hafði á sínum tíma verið eft-
irsóttur til þess að taka við háskóla-
kennarastöðum hvort heldur sem
var í þeim enskumælandi eða þýsku-
mælandi heimi. Enda var hann í
fremstu röð. En hann sneri sér að
því að fást við þessa dvergdeild, guð-
fræðideild Háskóla Íslands, og helg-
aði henni krafta sína að doktorsnám-
inu loknu og var að kenna krökkum
eins og mér þegar hann hefði átt að
vera að fást við framhaldsmennt-
unarstúdenta í stærri háskólum.
Þetta er nú þetta séríslenska: römm
er sú taug. En ég heillaðist alveg af
guðfræðinni. Bara sökkti mér á
bólakaf í námið.“
Kenndi meðfram námi
„Ég kenndi jafnframt meðfram
háskólanum alla tíð. Ég var stunda-
kennari í hinum og þessum greinum
í grunnskólum í Reykjavík. Svo
veiktist kennari í Þinghólsskóla í
Kópavogi og það vantaði kennara
fyrir hann bara með dags fyrirvara,
bara strax. Bara ganga inn í ís-
lenskukennslu þar. Og ég gerði það,
fór að kenna íslensku í Þinghóls-
skóla og það var mjög skemmtilegt.
Ég kenndi sögu og íslensku. Að-
allega Íslandssögu en reyndar
mannkynssögu líka og Dagný fékk
kennslu við sama skóla líka þannig
að við vorum saman kennarar við
skólann. En þetta setti það auðvitað
mikið úr sambandi fyrir mig að geta
sótt fyrirlestra í Háskólanum. Svo
að ég fékk kennslu í Námsflokkum
Reykjavíkur hjá Guðrúnu Halldórs-
dóttur, þeirri merku skólakonu.
Þetta voru kvöldnámskeið. Fólk sem
einhverra hluta vegna hafði ekki
getað lokið prófum eða skóla. Var í
vinnu eins og ég. Las til stúdents-
próf í kvöldskóla hjá Guðrúnu. Þetta
var með öðrum orðum fullorðið fólk.
Eða á öllum aldri náttúrlega.“
Sá ekki milli enda í
stofunni fyrir tóbaksreyk
„Ég kenndi ensku í Námsflokkum
Reykjavíkur hjá Guðrúnu og það
þýddi að ég gat sótt fyrirlestra í Há-
skólanum. Það var svo skemmtilegt í
guðfræðideildinni, það var svo mikil
vinátta. Við vorum í fimmtu
kennslustofu Háskólans. Allir vegg-
ir voru þá þaktir bókum. Guðfræði-
safnið var þá þar inni, gömul Borg-
undarhólmsklukka sem tifaði á
veggnum, málverk eftir Jón Helga-
son biskup á öllum veggjum, frá
landinu helga. Borðið sem kennar-
inn sat við var úr prestaskólanum
gamla frá 1847. Dr. Þórir stóð
sjaldnast við kennarapúltið. Hann
sat yfirleitt við prestaskólaborðið og
talaði. Þegar maður kom í tíma á
morgnana þá byrjuðu menn á því að
troða í pípu. Fyrst tróð doktorinn í
báðar pípurnar sínar, því að hann
reykti tvær pípur í hverri kennslu-
stund. Og maður sá á honum hvern-
ig lá á honum. Hann var alltaf með
þverslaufu. Ef hann var með nýja og
brakandi fína slaufu þá var hann í
góðu skapi en ef hann var með
gamla og trosnaða slaufu þá vissi
maður að maður gat átt á ýmsu von.
Þá var gáll á honum kallinum. Og
þegar doktorinn tróð í pípuna þá
gerðum við stúdentarnir það sama.
Svo kveiktu menn í pípunni, allir
um svipað leyti og þegar fyrsti
tíminn var hálfnaður sá maður
ekki milli enda í stofunni fyrir
tóbaksreyknum.
Einstaka maður reykti ekki pípu
heldur vindil. En ég held að allir hafi
reykt á þessum tíma. Og þetta var
mjög notalegt og þægilegt svona.
Þetta var dásamlegur tími og yndis-
legt að vera þarna.“
Las guðfræði í
vinnunni á sumrin
„Nema að ég var búinn að vera
þarna of lengi. Ég var búinn að vera
þarna á fimmta vetur. Ég sá fram á
það að það dygði ekki að láta það eft-
ir sér að sitja bara og njóta lífsins í
háskóla. Maður yrði að klára próf.
Svo ég ákvað að ljúka guðfræðinni
eftir eitt og hálft ár og var svo hepp-
inn að á sumrin vann ég alltaf í
Áburðarverksmiðju ríkisins og fékk
vinnu í verksmiðjunni sem fram-
leiddi vetni. Var vaktmaður þar. Það
þýddi það að allt sumarið gat ég les-
ið guðfræði alveg undir brot og slit
því alla vaktina gat maður lesið.
Maður þurfti bara á ákveðnum fresti
að skrifa niður tölur af mælum og
fylgjast með að allt væri í lagi og eft-
ir nokkrar vikur þarna þá heyrði
maður bara á hljóðinu í verksmiðj-
unni hvort allt væri í lagi. Maður
varð bara hluti af settinu. Þetta voru
ágætis sumur því ég gerði ekki ann-
að en að lesa guðfræði. Á fullu kaupi.
Og fór svo í Námsflokkana um
haustið að kenna.
Síðasta veturinn minn í Háskól-
anum þá hafði ég pláss á lesstofu
uppi í Háskóla. Það var dásamlegt.
Þá mætti maður bara í skólann
klukkan níu á morgnana og las til
fimm og fór svo heim og bjó sig und-
ir kennsluna um kvöldið og kenndi
svo á kvöldin.
En ég var í Háskólanum og hitti
stúdenta, kennara, fór í kaffi á kap-
elluloftinu og fór svo í fyrirlestra ef
svo bar undir. Þetta var dásamlegur
vetur. Svo sagði ég mig til prófs
haustið 1978. Þá gat ég bætt við öllu
sumrinu í lestur því ég var í
vinnunni í Áburðarverksmiðjunni.
Þetta var bara dásamlegt. Prófin og
allt samana. Mjög dásamlegt.
Maður bar sjálfur ábyrgð á því
hver framvindan yrði í náminu. Auð-
vitað höfðu kennararnir skoðun á
því hvað þú áttir að gera og þeir
studdu mann í öllu því sem maður
var að gera. Þeir voru hvetjandi og
elskulegir. Bara sem dæmi, Jónas
Gíslason, sem kenndi okkur kirkju-
sögu. Vígslubiskup. Það má ýmislegt
um Jónas segja en eitt af því sem ég
minnist hans fyrir var það hvað
hann var elskulegur. Þegar hann
komst að því ég var í fullri kennslu
með náminu, meira að segja í próf-
unum, þá kom hann og bauðst til
þess að taka kennsluna fyrir mig í
Námsflokkunum. Kvöldkennsluna.
Svo ég gæti hvílt mig fyrir próf.
Þannig að ég missti ekki launin.
Hann ætlaði að gefa mér af sínum
tíma, öll kvöldin í heilan mánuð.“
Ætlaði sér aldrei
að verða prestur
„Ég þáði það nú ekki því að mér
fannst þetta gott. Það er voða gott
þegar maður er undir álagi. Þá er
gott að hafa það alveg í reglu að það
sé bara álag undir brot og slit þang-
að til það er búið. Það á prýðilega við
mig. Ég er mjög eðlislatur maður.
Mér finnst gott að gera ekkert. En
mér finnst líka gott að taka á alveg á
fullu á meðan ég er að því. Þetta er
voða íslenskt.“
Við lesturinn á guðfræðinni rakst
Geir á orð Páls postula þar sem
hann segir: „Ef kristur dó ekki á
krossinum og ef kristur er ekki upp-
risinn þá er ónýt predikun vor og
ónýt einnig trú yðar.“
„Ég var nú ekkert sérstaklega
trúaður þannig lagað séð. Ég var
bara eins og líklega flestir
Íslendingar.
En ég hnaut um þessi orð Páls
postula og hnaut um þessa kröfu að
þurfa að taka afstöðu. Ég ætlaði mér
aldrei að verða prestur sko. Ég ætl-
aði mér að klára guðfræðina því hún
út af fyrir sig er heillandi og mjög
auðug námsgrein. Gaf mér mjög
mikið. En þarna lendi ég í því að
hugsa: bíddu ef þetta er ekki svona
þá er þetta bara allt í plati. Þá skipt-
ir þetta engu máli. Og þetta varð til
þess að ég fór að lesa upp aftur,
bæði úr guðspjöllunum ákveðna
parta og úr öðrum ritum Páls og ég
komst ekkert undan þessu. Að taka
afstöðu. Mér fannst ég verða að taka
afstöðu. Annaðhvort trúirðu eða þú
trúir ekki. Það er ekkert á milli
þarna. Ég átti kannski sex mánuði
eftir í náminu og ég var bara í mestu
Ljósmynd/Guðlaugur Óskarsson.
Þjóðleg Gamla kirkjan í Reykholti var reist 1896-97. Hún tilheyrir nú húsasafni Þjóðminjasafns Íslands.
Ljósmynd/Úr einkasafni
Fagna forseta sínum Sveitungar Auðkúluhrepps fagna forseta sínum, herra Sveini Björnssyni, á Hrafnseyri.
Geir, barnið sem er fjær á myndinni, er þarna eins árs gamall.
Ljósmynd/Úr einkasafni
Brúðhjón Dagný og Geir á brúðkaupsdaginn þann 23. júní 1973.
Ljósmynd/Björg Guðlaugsdóttir
Á námárunum Dagný og Geir við sumarhöll Leópolds
Belgíukonungs á níunda áratug síðustu aldar.
Ljósmynd/Guðlaugur Óskarsson
Í Reykholti Séra Geir og Dagný í prestsetursgarðinum.
Gamli skólinn og Snorri Sturluson í bakgrunn.
SJÁ SÍÐU 40