Morgunblaðið - 14.06.2018, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 14.06.2018, Blaðsíða 69
að beina sjónum að sjálfum sér og eigin lífi; þetta var um miðjan níunda áratuginn þegar Cindy Sherman var orðin skær stjarna og Nan Goldin hafði líka mikil áhrif, rétt eins og verk Francescu Woodman sem hef- ur síðan verið mjög vinsæl meðal listnema, einkum stelpna. Sumar okkar reyndu sig á þessu sviði og við vorum nokkrar sem héldum áfram að feta þann stíg. Ég held það hafi annars verið minn styrkur að verkin mín hafa ekki verið of sjálfsævisöguleg. Því það getur verið kæfandi. En ég var enn í námi þegar ég gerði fyrstu sjálfsmyndaröðina og hún var vissu- lega sjálfsævisöguleg, svo flutti ég til Frakklands og fór að takast á við tungumálið í verkunum. Ég bjó þá í París, hafði aðgang að öllum þeim stórkostlegu söfnum sem þar eru og tók að finna fyrir skorti á þekkingu á listasögunni. Ég eyddi miklum tíma í að skoða eldri list og það fór að síast inn í verkin mín – listsögulegar vís- anir þar sem ég notaði mig sem mód- el en verkin voru ekki um mig.“ Sum verka Elinu frá þeim tíma vísa til rómantískra málverka og ægifegurðar, og hafa notið hylli, en hún segir kankvíslega að það sé ekki sitt eftirlætistímabil. Hún sé þó aug- sýnilega farin að vinna aftur út frá listasögunni, eins og með þessi fyr- irmælaverk; nú síðast hafi hún gert röð myndverka út frá tístum eftir Yoko Ono. „Ég er á kafi í að finna nýtt hráefni að vinna með. Í gær keypti ég bók með ljósmynda- verkum Sigurðar Guðmundssonar frá sjöunda og áttunda áratugnum, kannski finn ég eitthvað þar …“ Á árum áður tók hún líka mann- lausar landslagsmyndir, til að mynda hér á Íslandi. Gerir hún það enn? „Ekki hreint landslag því núorðið set ég venjulega manneskju í mynd- ina. Ég á í vandræðum með hreint landslag … mér finnst vanta ástæðu fyrir því að sýna myndina ef hún er af mannlausu landslagi. En ef mann- eskja kemur í rammann þá breytist það samstundis því við drögumst alltaf að öðru fólki.“ Og er það alltaf Elina sjálf? Hún bendir á konu sem gengur hjá og segir að það gæti verið hún. „En oftast er það ég. Það er prakt- ískt því ég er alltaf til staðar! Svo finnst mér sífellt áhugaverðara að sjá hvernig ég hef sjálf orðið eins og tákn fyrir tímann í gegnum ferilinn; það hvernig ég hef elst í verkunum sýnir vel hvernig tíminn líður.“ Fór að kenna eftir hrunið List Elinu Brotherus hefur notið athygli og velgengni síðan hún lauk námi en hún segir að vissulega hafi verið sveiflur þar á, til að mynda hafi ekki verið auðvelt að vera listamaður eftir efnahagshrunið fyrir áratug. „Við listamenn þurfum að hafa innkomu eins og aðrir og eftir hrunið var erfitt hjá galleríunum og þá liðu listamenn líka. Það tók listmark- aðinn mörg ár að ná flugi aftur og um skeið var ég háð því að fá styrki, til að geta haldið áfram að vinna. Þá byrjaði ég líka að kenna. Ég gæti aldrei orðið prófessor í fullri stöðu, til þess ferðast ég of mikið, en ég nýt þess að kenna á námskeiðum. Ég kenni á fjórum, fimm á ári, í ýmsum löndum, á listahátíðum eða í lista- skólum. Nú er ég til að mynda á leið til Vínar og kenni á námskeiði í tengslum við yfirlitssýningu á verk- um mínum sem er í Kunsthaus Wien. Mér finnst ég geta hjálpað fólki í að ná betri árangri við að skapa verk og það er gaman. Svo finnst mér líka gaman og gott að fylgjast í gegnum ungt fólk með því sem er að gerast á mínu sviði en það eru jú venjulega ungir listamenn sem eru hvað duglegastir við að dreifa fagnaðarerindinu.“ Sú franskasta finnska Á undanförnum áratugum hafa Finnar eignast marga framúrskar- andi listamenn sem vinna með ljós- myndamiðilinn og er Elina einn sá þekktasti. En hún hikar samt við kalla sig „finnskan ljósmyndara“. „Í frönskum dagblöðum hef ég verið sögð franskasti finnski ljós- myndarinn. Kannski er það góð skil- greining,“ segir hún og brosir. „En síðan ég var lítil hef ég búið í mörg- um löndum. Við fjölskyldan fluttum til Bandaríkjanna þegar ég var fjög- urra ára og síðan hef ég snúið aftur þangað til mislangrar dvalar nokkr- um sinnum. Ég byrjaði því að læra ensku þegar ég var fjögurra ára, í skóla í Finnlandi var sænska síðan fyrsta erlenda tungumálið, þá flutti ég til Frakklands og lærði málið og ég hef líka lært þýsku og unnið mikið í þýskumælandi löndum. Ég hef líka unnið mikið og dvalið á Ítalíu og nokkrir í fjölskyldunni búa í Gvate- mala. Mér líður því víða eins og heima og nýt þess að vera á nýjum stöðum; eins og svo margir ljós- myndarar nýt ég þess að hreinsa sjónina með nýju umhverfi. Mér finnst ég vera mjög evrópsk – þótt ég dái Bandaríkin líka enda al- inn upp við Sesame Street-þættina; ég er þó algjörlega á móti núverandi stjórnvöldum vestra eins og allir ættu að vera. Ég vildi vera oftar en ég er í vinnustofum í hinum ýmsu löndum en ég á hund og hann er ekki jafn velkominn og ég … En hvað bakgrunn minn varðar þá finnst mér ég ekkert vera neitt sér- staklega finnskur ljósmyndari, áhrif- in á verkin koma svo víða að. Það er eins með Íslendinga, þið hafið lengst af farið í framhaldsnám til annarra landa og til að sækja upplifun og áhrif í aðra menningarheima, sem er bæði heilbrigt og gott.“ Birt með leyfi Elinu Brotherus og gb agency, París Fyrirmæli Eitt af ljósmyndaverkum Brotherus á sýningunni í Listasafni Ís- lands, Orange Event, 2017. Úr myndröðinni Règle du Jeu – Leikreglur. »Mér finnst ég hafa ímyndatökum stillt mér upp á alla þá vegu sem ég get fundið upp á, og ég hafi staðið and- spænis vélinni, snúið við henni baki, sýnt báða vanga, setið, legið … Birt með leyfi Elinu Brotherus og gb agency, París Endurgerð Stilla úr myndbandsverkinu Nu montant un Escalator, 2017. Hér vísar Elina Brotherus í frægt málverk eftir Marcel Duchamp. MENNING 69 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018 Fást í betri byggingavöruverslunum, matvöruverslunum og flestum bensínstöðum. Umhverfisvænar hágæða hreinsivörur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.