Morgunblaðið - 14.06.2018, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 14.06.2018, Qupperneq 20
Í KABARDINKA Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Íslenska landsliðið í knattspyrnu æfði ekki í gær heldur gátu leikmenn ráð- stafað tíma sínum sjálfir. Sumir not- uðu tækifærið og skoðuðu mannlífið í Kabardinka, litla strandbænum við Svartahaf sem er bækistöð liðsins meðan á HM stendur, í hefðbundinni rjómablíðu. Morgunblaðið hitti Gylfa Þór Sig- urðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason, Jón Daða Böðv- arsson, Rúrik Gíslason og Sverri Inga Ingason í miðbænum þar sem þeir gengu um í fylgd öryggisvarða. Það mun regla á HM að ef fleiri en fimm fara saman af hótelinu eru ör- yggisverðir með í för. Vegfarendur áttuðu sig sumir á því hverjir voru þarna á ferð og fengu að taka sjálfu með íslensku strákunum. Leikmennirnir hjóluðu frá hóteli sínu, meðfram ströndinni og að mið- bænum, þar sem skoðuðu sig um góða stund á tveimur jafnfljótum áð- ur en sest var á fákana aftur og hjólað til baka. Ekki gátu allir farið á sama far- artæki eftir göngutúrinn því fram- dekkið á hjóli Rúriks var loftlaust. Það hefur verið skorið á dekkið, Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sprungið Framdekkið á hjóli Rúriks var ónýtt þegar hann ætlaði heim. sagði Rúrik undrandi. Félagar hans höfðu gaman af og hlógu dátt! Öryggisvörður brást skjótt við og færði Rúrik annað hjól. Ekkert vesen á þeim bænum. Upp í hugann kom enn og aftur setningin góða: Fall er fararheill. Í ljós kemur á laugardag hvort þetta er til marks um að Rúrik verði í byrj- unarliðinu gegn Argentínu! Ekkert fæst upp gefið um hvað þjálfararnir eru að hugsa og fjölmiðlamenn fá að- eins að fylgjast með fyrsta stund- arfjórðungi hverrar æfingar. Þá hita leikmenn upp og ekki er sýnt á nein spil. Ha ha! Gylfi Þór Sigurðsson og Alfreð Finnbogason gátu ekki varist hlátri þegar þeir sáu að sprungið var hjá Rúrik. Afslappaðir Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason fremstir. Brosa! Rússi fékk að taka sjálfu með Sverri Inga og Rúrik í miðbænum. Á hvað veit sprungið framdekk á reiðhjóli?  Strákarnir áttu frí í gær og skoðuðu heimabæinn 2 DAGAR Í FYRSTA LEIK ÍSLANDS 20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018 LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 GENUINE SINCE 1937 Lagið Áfram Ís- land! með pop-up-- hljómsveit að nafni Langt inn- kast, hefur feng- ið á fjórða þús- und áhorf síðan það var birt á Youtube á sunnudaginn. Sveinbjörn Hafsteinsson syngur og lag og ljóð er eftir Einar Sigurð Hreiðarsson, sem sagði í samtali við Morgunblaðið: „Við vildum bara gera gott stuðlag og -myndband fyrir gleðina fram undan,“ og kvað Langt innkast vera áhugamanna- félag um fótbolta og rokktónlist. Um hljóðfæraleik, útsetningu, hljóðblöndun o.fl. sáu Bassi Ólafs- son, Börkur Hrafn Birgisson, Daði Birgisson, Sigurdór Guðmundsson og myndbandið gerði Arnar Valdi- marsson. ernayr@mbl.is Langt innkast rokk- ar upp „stuð“-ning HM-rokk Gleði og sungið við raust.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.