Morgunblaðið - 14.06.2018, Síða 66
Hollywood-myndir sem þú hefur
gert?
„Í betri kantinum, þetta er á pari
við Everest að mestu leyti,“ svarar
Baltasar. Á Rotten Tomatoes, vefn-
um sem tekur saman dóma fjölda
kvikmyndagagnrýnenda og finnur út
meðaltalsprósentu, sé myndin í 76%
þegar litið er til virtustu gagnrýn-
enda. „Það er hærra en Everest var
með,“ segir Baltasar og að einkunn
áhorfenda hafi verið hærri, um 80%.
Á vefnum IMdB sé hún ögn lægri en
hafa ber í huga að notendur vefjarins
þurfa að skrá sig inn á hann til að
veita kvikmyndum einkunn. Baltasar
bendir á, í þessu samhengi, að flestir
skráðir notendur IMdB séu karl-
menn, líkt og meirihluti kvikmynda-
gagnrýnenda almennt. „Þetta eru
80% karlmenn og 20% konur,“ segir
Baltasar um IMdB og að einkunna-
gjöfin sé því mjög karllæg.
– Þetta kynjahlutfall hefur líka
verið gagnrýnt töluvert …
„Já og þetta er mjög karl- og
strákalægt,“ svarar Baltasar og
bendir á að 70-80% kvikmynda-
gagnrýnenda séu karlmenn. „Ef að-
eins væru teknir kvengagnrýnendur
væri myndin á milli 80 og 90% á Rot-
ten Tomatoes.“
Slagsíða í gagnrýni
Handrit Adrift er byggt á sönnum
atburði og segir af ungu pari sem tók
að sér að sigla skútu frá Tahítí til San
Diego og lenti í versta fellibyl sög-
unnar á leiðinni. Konan, Tami Old-
ham, lifði af en unnusti hennar, Rich-
ard Sharp, drukknaði. Oldham var í
41 dag alein á laskaðri skútunni fyrir
opnu hafi, um 1.500 mílur frá landi.
Með hlutverk Oldham og Sharp fara
Shailene Woodley og Sam Claflin og
mæðir mun meira á Woodley í kvik-
myndinni. Margir gagnrýnendur eru
á því að hún beri myndina uppi með
áhrifamikilli frammistöðu sinni, enda
þykir hún með hæfileikaríkustu ungu
leikkonum Hollywood nú um stundir.
Baltasar segir konur hafa verið um
69% þeirra sem sáu myndina fyrstu
helgina. „Þær eru sterkari áhorf-
endahópur og hrifnari af myndinni á
heildina litið, þó karlar séu margir
mjög hrifnir af henni líka,“ segir
hann og því skjóti það skökku við
hversu fáar konur séu í hópi gagn-
rýnenda. „Það er mjög mikil slagsíða
á þessu,“ segir Baltasar og að mik-
ilvægt sé að tala um þennan kynja-
halla ef jafnrétti eigi að nást.
Lagt upp með spurningar
– Þessa góðu aðsókn hlýtur að
mega þakka að miklu leyti því að þú
ert með þessa ungu og hæfileikaríku
leikkonu?
„Já, bæði það og líka að auglýs-
ingaherferðin hefur gengið vel og
kveikt áhuga á myndinni. En það er
ákveðin hindrun að myndin fjallar
um tvær manneskjur á báti og fólk
áttar sig á því hvað getur gerst,“
svarar Baltasar.
Í tilviki Adrift getur hver sem er í
raun kynnt sér hvað gerðist og kvik-
myndahandritið er að auki byggt á
bók sem Oldham skrifaði um þessa
skelfilegu lífsreynslu sína. Búið var
að leggja drög að handritinu þegar
Baltasar tók að sér að leikstýra kvik-
myndinni og var ákveðið að fara þá
leið að hafa söguna tvískipta. Annars
vegar er rakin sagan af því hvernig
Oldham og Sharp kynntust og urðu
ástfangin og hins vegar af óveðrinu
sem þau lentu í á leið sinni til San
Diego og lífsbaráttunni sem fylgdi í
kjölfarið. „Kvikmyndin byrjar á því
að kona er ein úti á hafi, báturinn er
að sökkva og spurningin er hvernig
hún endaði ein 1.500 mílur frá landi, á
hvaða mann hún er að hrópa og
hvernig hún kemst þaðan. Við leggj-
um upp með þessar spurningar og í
atriðunum á milli fást svör við þeim,“
útskýrir Baltasar.
Áskoranir við hvert horn
Kvikmynd Baltasars Kormáks, Adrift, var sú þriðja tekjuhæsta yfir frumsýningarhelgi í Banda-
ríkjunum Konur í meirihluta áhorfenda en minnihluta gagnrýnenda Tvískipt frásögn ýmist
sögð það besta eða versta við myndina Adrift þegar verið seld á heimsvísu fyrir 21 milljón dollara
Ljósmyndir/STX
Á sjó Baltasar Kormákur einbeittur við tökur á kvikmyndinni í fyrra. Tökur fóru fram á sjó nærri Fídjíeyjum og í
mánuð á Nýja-Sjálandi. Raunsæisleg nálgun leikstjórans hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum vestanhafs.
VIÐTAL
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Baltasar Kormákur er aftur kominn í
sveitasæluna í Skagafirði eftir langa
og stranga törn í Bandaríkjunum við
kynningar og viðtöl vegna nýjustu
kvikmyndar sinnar, Adrift, sem
frumsýnd var vestanhafs 1. júní og
fór í almennar sýningar hér á landi í
gær, 13. júní. Baltasar hefur ekki
tölu á því hversu mörg viðtölin eru
orðin og segir þennan hluta leik-
stjórastarfsins taka töluvert á. „Ég
segi stundum að það sé erfiðara að
frumsýna myndirnar en að búa þær
til,“ segir hann sposkur, „þetta er
öðruvísi álag og fer undir skinnið á
manni.“
Baltasar segir Adrift hafa verið
selda til dreifingar og sýninga á
heimsvísu fyrir 21 milljón dollara og
fyrir vikið geti framleiðendur andað
rólegar en ella hvað kynningarmál
varðar. Og ekki er hægt að kvarta yf-
ir aðsókninni að myndinni í Banda-
ríkjunum yfir frumsýningarhelgi,
1.-3. júní en Adrift var þá þriðja
tekjuhæsta kvikmynd bíóhúsanna og
tekjuhæst af þeim sem voru frum-
sýndar þá helgi. Miðasölutekjur af
Adrift námu 11,6 milljónum dollara,
um 1,23 milljörðum króna.
Baltasar segir framleiðendur
myndarinnar hafa spáð því að Adrift
myndi skila 7-11 milljónum dollara í
miðasölu fyrstu sýningahelgina og
gerði hún gott betur. „Þetta var í
betri kantinum,“ segir Baltasar hóg-
vær og að kvikmyndin hafi verið ein
þriggja þá helgi sem fóru í svokallaða
„wide release“, þ.e. mestu mögulegu
dreifingu í Bandaríkjunum, og hafi
skilað langmestu í miðasölu af þeim
þremur.
Karlar í miklum meirihluta
– Hvernig hafa viðtökurnar verið
við Adrift í samanburði við aðrar
66 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018
SUZUKI SX4
S-CROSS COMFORT PLUS
Bensín, sjálfsk. eyðsla aðeins 5,7. Mjög vel útbúnir.
Verð aðeins 4.490.000 Rnr.248362.
562 1717
Kletthálsi 2 - bilalif@bilalif.is
bilalif.is
Eigum mikið úrval af nýjum og nýlegum bílum á staðnum
NÝ
R B
ÍLL 4X4
Enn eru hræringar kringum
Sænsku akademíuna (SA) sem velur
Nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum
því saksóknari í Svíþjóð hefur ákært
Jean-Claude Arnault, eiginmann
fyrrum meðlims akademíunnar, fyr-
ir tvær nauðganir. Frá þessu greinir
á vef Sænska útvarpsins (SVT). „Að
mínu mati eru sönnunargögnin þess
eðlis að ég tel allar líkur á því að
hann verði dæmdur,“ segir Christina
Voigt saksóknari. Samkvæmt frétt á
vef Guardian er um að ræða tvær
nauðganir á sömu konunni í október
og nóvember 2011. Haft er eftir
Voigt að í öðru tilvikinu hafi konan
verið sofandi þegar henni var nauðg-
að, en í hinu tilvikinu hafi hinn ásak-
aði beitt ofbeldi til að ná fram vilja
sínum. Verði Arnault fundinn sekur
um nauðgun gæti hann átt yfir höfði
sér allt að sex ára fangelsi.
„Umbjóðandi minn er bæði sleg-
inn og uppgefinn,“ segir Björn Hur-
tig, lögmaður Arnault. Hefur hann
eftir Arnault að ásakanirnar séu til-
hæfulausar og hann saklaus með
öllu. „Það er óheyrilegt áfall að vera
ásakaður um svona athæfi. Þessar
meintu ásakanir eru komnar til ára
sinna og ekki studdar neinum áþreif-
anlegum sönnunargögnum.“
Þessu er Elisabeth Massi Fritz,
lögmaður konunnar, algjörlega
ósammála. „Það er heilmikið til af
sönnunargögnum sem lögð verða
fram fyrir dómi.“ Voigt saksóknari
tekur undir þetta og hefur enga trú á
að dómsmálið muni einungis snúast
um orð þolandans á móti orði ofbeld-
ismannsins. Hún hyggst kalla a.m.k
sjö vitni fyrir dóminn.
Arnault er kvæntur Katarinu
Frostenson sem fyrr á árinu vék
sæti úr akademíunni í kjölfar harð-
vítugra deilna innan hennar um það
hvernig taka skyldi á ásökunum þess
efnis að Arnault hefði áratugum
saman beitt konur kynferðislegu of-
beldi, en í nóvember sl. stigu 18 kon-
ur fram og lýstu reynslu sinni í Da-
gens Nyheder. Málið hefur leitt til
djúprar krísu innan SA sem neyddist
til að fresta afhendingu Nóbelsverð-
launanna í ár. silja@mbl.is
AFP
Ásakanir Hjónin Katarina Frosten-
son og Jean-Claude Arnault.
Arnault ákærður
fyrir tvær nauðganir