Morgunblaðið - 14.06.2018, Side 45
FRÉTTIR 45Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018
Hlífar og undirföt
Angóruhlífarnar veita léttan stuðning við auma vöðva á
þrengja of mikið að. Angóran sér um að halda líkamanu
og hlýjum án þess að valda kláða.
Hlífarnar eru tilvaldar til hvers kyns útivista og
eins og hjólreiða, útihlaupa eða í golfið.
Úlnliðshlífar Langerma bolur Olnbogahlífar Hnéhlífar Mjóbakshlíf Axlastykki
Y L F A
ANGÓRA
Einnig fáanlegt í netverslun: www.lyfja.is
n þess að
m þurrum
íþrótta,
Ítalska strandgæsluskipið Diciotti kom til hafnar í Sik-
iley í gær, en um borð voru 937 flóttamenn sem fundust
á reki úti fyrir ströndum Líbýu.
Sú staða kom upp sl. sunnudag að ítölsk stjórnvöld
neituðu skipi að leggjast að bryggju á Ítalíu með flótta-
fólk. Greinir breska ríkisútvarpið BBC frá því að um
hafi verið að ræða erlent skip, með fransk-þýska áhöfn,
og mun það hafa verið ástæða synjunarinnar. Um borð
voru 629 flóttamenn og hélt skipið áleiðis til Spánar í
fylgd tveggja ítalskra skipa.
Á meðfylgjandi mynd má sjá starfsmenn ítölsku
strandgæslunnar flytja hóp flóttafólks um borð í skip
sitt. Ekki er vitað um ástand fólksins en tveir eru sagð-
ir hafa látist á hafi úti.
AFP
Hátt í 1.000 bjargað úr háska
Hópur flóttafólks fluttur til hafnar á Ítalíu
Sérfræðingur Alþjóðlegu efna-
vopnastofnunarinnar (OPCW) segir
það „mjög líklegt“ að efnavopnum
hafi verið beitt gegn almennum
borgurum í Sýrlandi í fyrra. Er það
SkyNews sem greinir frá.
Niðurstöður rannsóknar OPCW
benda til þess að leifar af klóríni og
saríni hafi fundist í norðurhluta
Sýrlands, en árásin sem um ræðir
átti sér stað 24. mars 2017. Segir
efnavopnastofnunin það einnig lík-
legt að gasið hafi verið notað í ann-
arri árás daginn eftir. Byggir hún
niðurstöður sínar meðal annars á
frásögnum sjónarvotta og jarðvegs-
sýnum sem safnað var eftir árásina.
„Söfnun upplýsinga og gagna, yf-
irheyrslur vitna og greining á sýn-
um kröfðust langs tíma áður en
unnt var að komast að niðurstöðu,“
segir í tilkynningu frá OPCW. Þá
sagði stofnunin það ekki vera
hennar hlutverk að komast að því
hver ber ábyrgð á beitingu efna-
vopna.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
stjórnarherinn er grunaður um
notkun efnavopna. Í bænum
Douma létust um og yfir 70 manns
í efnavopnaárás 7. apríl síðastlið-
inn. Árás sú leiddi til sameig-
inlegra hernaðaraðgerða gegn
stjórnarhernum.
AFP
Átakasvæði Eyðilagðir bryndrekar á götu úti í borginni Douma í Sýrlandi.
Beittu líklega efna-
vopnum í Sýrlandi
Fundu leifar af klóríni og saríni