Morgunblaðið - 29.06.2018, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2018
Octavia Limo G-Tec Sjálfskiptur
Listaverð: 3.550.000 kr.
Afsláttur: -360.000 kr.
Verð frá: 3.190.000 kr.
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum www.skoda.is
Nú bjóðum við takmarkað magn valdra bíla frá ŠKODA á frábæru tilboðsverði. Stundum þarf maður ekki að hugsa sig
tvisvar um – gríptu þetta einstaka tækifæri og náðu þér í nýjan ŠKODA á snilldarverði. Hlökkum til að sjá þig!
5
ár
a
áb
yr
g
ð
fy
lg
ir
fó
lk
sb
ílu
m
H
E
K
LU
að
up
p
fy
llt
u
m
ák
væ
ð
u
m
áb
yr
g
ð
ar
sk
ilm
ál
a.
Þ
á
er
að
fi
nn
a
á
w
w
w
.h
ek
la
.is
/a
b
yr
g
d
Šumarverð ŠKODA
ŠKODA Superb Limo Ambition
Listaverð: 5.060.000 kr.
Afsláttur: -480.000 kr.
Verð frá: 4.580.000 kr.
ŠKODA Á SNILLDARLEGU SUMARTILBOÐI!
Kíktu á hekla.is/skodas
umar
og sjáðu öll sumartilboð
in!
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Sala gistinátta á Íslandi á bókunar-
síðunni Expedia hefur aukist um
rúman fimmtung milli ára. Aukning-
in er m.a. rakin til aukins framboðs
vegna færri bókana á hótelum.
Expedia er ein vinsælasta bókun-
arsíða heims. Þar má bóka flug, gist-
ingu og bílaleigubíl á einum stað.
Ólafía Lárusdóttir, viðskiptastjóri
Expedia í Reykjavík, segir aukn-
inguna líka vitna um breytta kaup-
hegðun. Traust í netviðskiptum hafi
aukist mikið síðustu ár. Fólk sé í vax-
andi mæli að bóka ferðalög á netinu.
„Þetta eru áhugaverðir tímar fyrir
ferðaþjónustuna. Tilfinning okkar
hjá Expedia er að salan sé svolítið að
færast til ferðaskrifstofa á netinu.
Það kemur líka til af því að það er
meira laust á hótelunum en í fyrra.
Það skapar tækifæri fyrir netfyrir-
tækin til að selja gistinætur. Áður
var búið að bóka herbergin löngu áð-
ur en bókunarglugginn hjá okkur
opnaðist,“ segir Ólafía.
Úr 80 dögum í 60 daga
Hún segir til skýringar að ferða-
menn skipuleggi ferðir með styttri
fyrirvara en áður. Fyrir nokkrum ár-
um hafi ferðir verið bókaðar með að
meðaltali 80 daga fyrirvara. Nú sé
tíminn kominn niður í 60 daga.
Ólafía segir meðalverð á gistingu
hafa lækkað milli ára. Hversu mikið
sé erfitt að segja. Markaðurinn sé
enda orðinn mjög fjölbreyttur. Þessi
þróun vegi á móti styrkingu krón-
unnar og hækkun verðlags.
Ólafía telur aðspurð að þetta ár
verði ágætt í ferðaþjónustunni. „Það
lítur út fyrir að þetta verði mjög gott
ár hjá okkur,“ segir Ólafía.
Fáar bílaleigur í góðum rekstri
Steinn Logi Björnsson, forstjóri
Bláfugls, segir síðasta ár hafa verið
„vont ár í afkomu íslenskra ferða-
þjónustufyrirtækja“. Áhrifin eigi
eftir að koma upp á yfirborðið.
„Til dæmis býst ég við að fáar bíla-
leigur hafi komið vel út úr síðasta ári
og það á við um fleiri geira. Fram-
undan eru væntanlega samrunar og
grisjun í greininni. Eigið fé í fyrir-
tækjum í ferðaþjónustu er lítið.
Menn hafa getað stofnað félög með
lítið eigið fé og vaxið hratt,“ segir
Steinn Logi og bendir á að hætt hafi
verið við ýmis hótelverkefni. Bankar
séu nú varkárari. Breyttar aðstæður
muni birtast í minni fjárfestingu í
ýmsum greinum ferðaþjónustu.
„Stór hluti af vextinum í ár, og það
sem knýr vöxt ferðaþjónustunnar í
ár, verður millilandaflugið en síður
túrisminn. Sala íslenskra flugfélaga
á sætum til útlendinga er útflutning-
ur á millilandaflugi, hvort sem það er
til Íslands eða um Ísland.“
Breyttar Íslandsferðir
Steinn Logi hefur langa reynslu af
íslenskri ferðaþjónustu. Hann kom
m.a. að stofnun Samtaka ferðaþjón-
ustunnar og var fyrsti formaður
þeirra. Hann segir fjölda ferða-
manna ekki segja alla söguna.
„Sú mæling skiptir sífellt minna
máli. Ísland er orðið dýrara og þá
styttist dvölin. Ferðamönnum frá
Mið-Evrópu er líka að fækka. Þeir
eru með lengstu meðaldvölina, til
dæmis Þjóðverjar, Ítalir og Frakk-
ar. Þeir koma hingað og eru í tvær,
þrjár vikur. Bandaríkjamennirnir,
sem eru sífellt stærra hlutfall er-
lendra ferðamanna á Íslandi, dvelja
hér mun skemur. Þeir fá enda
styttra sumarfrí. Þá eru Asíubúar
yfirleitt að sameina fleiri en eitt land
í ferðum sínum.“
Steinn Logi segir þetta þó ekki
helsta áhyggjuefnið. „Það er í sjálfu
sér eðlilegt að það hægi á vextinum.
Ég held að Ísland fari ekkert af rat-
sjánni aftur. Aðalblikurnar sem nú
eru á lofti eru kostnaðurinn í grein-
inni og samkeppnin. Þá vísa ég til
styrkingar krónunnar og launa-
hækkana. Þessir þættir hljóta að
hafa áhrif á afkomu fyrirtækja,“
segir Steinn Logi sem telur íslenska
ferðaþjónustu ekki standa undir svo
háum launum.
Þá bendir Steinn Logi á að flug-
geirinn einkennist af reglubundnum
sveiflum. Icelandair og WOW air
hafi vaxið hratt við kjöraðstæður.
Eftirspurn hafi aukist og vextir verið
lágir, ásamt fleiri þáttum eins og til
dæmis lágu eldsneytisverði. Með
hækkandi eldsneytisverði, auknum
launakostnaði og fleiri þáttum hljóti
framlegð flugfélaganna að fara
minnkandi.
Samkeppnin að harðna
Davíð Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri Dohop, segir bókunum hafa
fjölgað milli ára. Bókanir komi fyrst
og fremst frá Íslendingum. Ferðir á
HM eigi þátt í fjölgun bókana.
Davíð segir aðspurður að Ísland
eigi í harðnandi samkeppni við önnur
lönd um ferðamenn. Áfangastöðum
fyrir ferðalög fjölgi ár frá ári.
„Ísland er ekkert sérstakur staður
í huga einhvers sem býr í Evrópu.
Hann er kannski með fimm lönd á
lista til að heimsækja en það er líka
ódýrt að fljúga til 100 annarra
áfangastaða, til dæmis frá Bret-
landi,“ segir Davíð.
Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði
við HÍ, segir Ísland í sömu stöðu og
þegar t.d. þorskafli dróst saman á 9.
áratugnum og hagræðing varð óum-
flýjanleg í greininni. Í kjölfarið hafi
sjávarútvegsfyrirtæki sameinast,
skipum fækkað og störfum fækkað.
„Eftir gríðarlega fjölgun ferða-
manna síðustu 5-6 ár er farið að
hægja á og bæta þarf grunnrekstur í
greininni. Miklar launahækkanir og
gengishækkun setja gríðarlegan
þrýsting á hagræðingu. Það mun
gerast með því að einhver fyrirtæki
hætta rekstri og önnur sameinast.“
Slaki á hótelum skapar tækifæri
Alþjóðlega bókunarsíðan Expedia hefur selt ríflega fimmtungi fleiri gistinætur á Íslandi en í fyrra
Meira er laust á hótelunum Forstjóri Bláfugls segir árið í fyrra hafa verið erfitt í ferðaþjónustu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ferðamenn á Arnarhóli Færri hópar koma nú frá Evrópu en í fyrra.