Morgunblaðið - 29.06.2018, Page 16

Morgunblaðið - 29.06.2018, Page 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2018 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Að mati lögfróðra manna sem Morgunblaðið leitaði til vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur 21. júní, þar sem ákvörðun hluthafa- fundar Stemmu hf. þann 9. maí 2016 að selja lóðaréttindi að Aust- urvegi 12 og 14 á Hvolsvelli til Fox ehf. var ógilt, felur niðurstaða hér- aðsdóms í sér áhugaverða nálgun á málshöfðunarrétt stjórnarmanna hlutafélaga samkvæmt 96. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995. Segja viðmælendur Morgun- blaðsins að telja verði að ef nið- urstaða héraðsdóms standi, að undangenginni áfrýjun til Lands- réttar, sé komið fordæmi sem styrki frekar minnihlutavernd í félagarétti. Var vikið úr stjórninni Með dómnum var farið að kröfu fyrirtækisins Sjarms og Garms ehf. og Sigmars Vilhjálmssonar, sem oftast er kenndur við Ham- borgarafabrikkuna, en Sigmar og Sjarmur og Garmur stefndu Stemmu vegna deilna þeirra Sig- mars og Skúla Gunnarssonar í Subway um ferðaþjónustuverkefni á Hvolsvelli. Sigmar var ósáttur við að áhugi Íslandshótela á lóð- unum skyldi vera hunsaður. Ís- landshótel skiluðu 50 milljóna króna skuldbindandi tilboði í lóð- irnar, sem meirihluti félagsins virti ekki viðlits, að sögn Sigmars. Þessi í stað var helmingi lægra tilboði Fox ehf. tekið, en það er í eigu besta vinar Skúla, eins og fram kom í héraðsdómi. Greiddi Sigmar atkvæði gegn þeim viðskiptum á stjórnarfundi Stemmu fyrir hönd Sjarms og Garms, en Skúli greiddi atkvæði með sölunni í krafti meiri- hluta. Eftir fundinn var Sigmar rekinn úr stjórninni. Sigmar segir í samtali við Morgunblaðið að kjarni málsins sé sá að dómarinn í málinu hafi sagt í dómsorði að sá sem sé stjórnar- maður þegar ákvörðun er tekin, hafi heimild til að stefna, þó hann sé ekki lengur í stjórn. „Ef hann hefði ekki dæmt þetta þannig, þá hefði það þýtt að stjórnarmanna- ábyrgðin væri engin,“ segir Sig- mar. Sigmar staðfestir að undirbún- ingur að skaðabótamáli á hendur Skúla sé þegar hafinn, en það verð- ur höfðað að sögn Sigmars á grundvelli ákvörðunar dómsins. Sigmar bendir á að fyrir minni- hlutaeigendur í fyrirtækjum geti fordæmið sem hér hafi mögulega myndast þýtt að erfiðara verði fyr- ir þá efnameiri í hlutafélögum að þvinga fram sínar ákvarðanir. Mik- il áhætta, tími og útgjöld fylgi því að höfða dómsmál. „Þar sem það er kominn vonandi fordæmisgefandi dómur þá gæti það gefið minni- hlutaeigendum í framtíðinni betri vonir um að ná fram réttlæti.“ Vafi um greiðslu hlutafjár Spurður um málið sem dregið var til baka fyrir héraði um meint ólögmæti hlutafjáraukningar í Stemmu, vill Sigmar lítið tjá sig, en segir að það sé á borði ríkisskatt- stjóra og hafi verið þar síðastliðin tvö ár. Sigmar staðfestir einnig að þar sé um að ræða vanefnt hlutafjárlof- orð Skúla. Að öðru leyti vill hann ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Fordæmi í minnihlutavernd Dómsalur Sigmar í héraðsdómi ásamt Daða Bjarnasyni, lögmanni sínum.  Mátti kæra málið þó hann sæti ekki í stjórn lengur Undirbýr skaðabótamál gegn Skúla í Subway Mál varðandi ólögmæta hlutafjáraukningu á borði RSK Deilur » Sigmar og Skúli eiga báðir hlut í Sjarmi og Garmi ehf. en það félag á 36% hlut í Stemmu. » Upphaflega stóð til að byggja upp ferðaþjónustu við Hvolsvöll þar sem í dag er Lava-setrið. Framlegð félagsins var 4,6 millj- arðar króna, samanborið við 4,7 milljarða króna árið áður, eða 24,7% framlegð samanborið við 24,9% á síðasta ári. Afkoma fyrir fjármagnsliði, af- skriftir og skatta (EBITDA) nam 1.193 milljónum króna á fyrsta fjórðungi rekstrarárs Haga, sam- anborið við 1.277 milljónir króna í fyrra. EBITDA-hlutfall var 6,4%, samanborið við 6,7% árið 2017. Handbært fé frá rekstri á tíma- bilinu nam 550 milljónum króna, samanborið við 1.090 milljónir króna fyrir ári. Handbært fé nam 373 milljónum króna í lok tímabils- ins. Eigið fé félagsins var 18,7 millj- arðar króna í lok maí og eigin- fjárhlutfall 61,6%. Í afkomutilkynningu Haga til Kauphallar kemur fram að fyrsti ársfjórðungur sé í takti við áætl- anir og gera stjórnendur sem fyrr ráð fyrir að EBITDA á rekstrar- árinu verði um 5 milljarðar króna. Fjárfestingaáætlun er einnig óbreytt eða um 1,8-2,0 milljarðar króna. Hagnaður Haga á fyrsta fjórðungi rekstrarársins var 728 milljónir króna. Í fyrra nam hagnaður félagsins á sama fjórðungi, sem spannar mars, apríl og maí, 850 milljónum króna. Vörusala nam 18,6 milljörðum króna á fjórðungnum, samanborið við 19,0 milljarða króna árið áður. Sölusamdráttur tímabilsins milli ára er 2,4%. Í matvöruhluta Haga var sölusamdráttur 2,8% í krónum talið en 3,8% í stykkjum. Minni hagnaður Haga á fyrsta fjórðungi  Afkoma í takti við áætlanir stjórnenda Morgunblaðið/Árni Sæberg Hagar Eiginfjárhlutfallið er 61,6%. 29. júní 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 106.91 107.43 107.17 Sterlingspund 140.02 140.7 140.36 Kanadadalur 80.48 80.96 80.72 Dönsk króna 16.622 16.72 16.671 Norsk króna 13.091 13.169 13.13 Sænsk króna 11.91 11.98 11.945 Svissn. franki 107.2 107.8 107.5 Japanskt jen 0.9693 0.9749 0.9721 SDR 150.1 151.0 150.55 Evra 123.85 124.55 124.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 153.6639 Hrávöruverð Gull 1256.8 ($/únsa) Ál 2151.0 ($/tonn) LME Hráolía 76.54 ($/fatið) Brent Gengi hlutabréfa í Eik fasteigna- félagi lækkaði mest í viðskiptum gærdagsins í Kauphöll Íslands, eða um 3,65%. Velta með bréfin var í kringum 159 milljónir króna. Hlutabréf í Eim- skip lækkuðu um 1,90% og svipað í Reitum. Ekkert félag hækkaði í kauphöllinni í gær. Veltan í Kauphöll Íslands var rétt rúmlega 1,4 milljarðar króna. Mest var veltan með bréf Marels, fyrir 343 milljónir króna. Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,03% í viðskiptum gærdagsins en vísitalan hefur hækkað um 4,7% það sem af er árinu. Rautt í Kauphöll Markaðir Ekkert fé- lag hækkaði í gær.  Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,03% ● Hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 3,9% samkvæmt vinnumark- aðsrannsókn Hagstofunnar. Áætlað er að 209.300 manns á aldrinum 16-74 ára hafi verið á vinnumarkaði í maí, sem jafngildir 83,4% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 201.100 starfandi en 8.200 manns án vinnu og í atvinnuleit. Samanburður mælinga fyrir maí 2017 og 2018 sýnir að vinnuaflið jókst um 6.000 manns en hlutfall þess af mannfjölda lækkaði um 1,3 prósentustig. Atvinnulausir voru um 2.100 færri en í maí í fyrra og hlut- fall þeirra lækkaði um 1,2 prósentu- stig. Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi var 2,3% í maí, en íslenskur vinnumark- aður sveiflast reglulega milli mánaða vegna árstíðabundinna þátta. Atvinnuleysi í apríl var 4,5%, en árstíðaleiðrétt var það 3,5%. Árstíða- leiðrétt atvinnuleysi lækkaði því um 1,2 prósentustig milli mánaða. Atvinnuleysi í maí minna en í fyrra Atvinna Yfir 83% atvinnuþátttaka í maí. STUTT Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.