Morgunblaðið - 29.06.2018, Síða 17

Morgunblaðið - 29.06.2018, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2018 Fimm létust í Mumbai í gær þegar lítil flugvél af gerð- inni King Air C-90 brotlenti á byggingarsvæði í einu þéttbýlishverfi borgarinnar. Fjórir hinna látnu voru flugmenn og flugvirkjar um borð í vélinni en sá fimmti var á jörðinni þar sem hún brotlenti. Að sögn sjúkraliða á Rajawadi-spítala voru þrír karlar og tvær konur meðal hinna látnu. Sjónarvottar segjast hafa heyrt mikla sprengingu, kviknað hafi í tré við bygging- arsvæðið og eldurinn síðan breiðst út á götu. Hamfara- hjálp Indlands segist hafa sent björgunarliða til þess að leita í rústum byggingarsvæðisins að fólki sem kunni að hafa orðið undir þegar vélin brotlenti. Indland Fimm létu lífið í flugslysi í Mumbai AFP Mumbai Rústir byggingarsvæðisins þar sem flugvélin brotlenti. Unnið er að leit og björgunaraðgerðum í rústunum. Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is „Evrópa stendur frammi fyrir ýms- um áskorunum en innflytjenda- stefnan gæti ráðið örlögum hennar.“ Þessi orð lét Angela Merkel Þýska- landskanslari falla í aðdraganda leiðtogafundar Evrópusambandsins sem hófst í Brussel í gær. Óhætt er að segja að mikið sé í húfi á fund- inum og að hart verði tekist á til þess að komast að sameiginlegri niðurstöðu í innflytjendamálum. Bretar sækja fundinn í von um að ræða um skilmála útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu sem áætlað er að taki gildi á næsta ári. Viðræðum hefur lítið miðað undanfarið, eink- um vegna deilna um landamæri Ír- lands og Norður-Írlands og hvernig landamæragæslu skuli háttað eftir útgönguna. Þó má þykja ólíklegt að mál Bretlands verði öðrum leiðtog- um ofarlega í huga á fundinum. Emmanuel Macron Frakklandsfor- seti hefur lengi viðrað metnaðarfull- ar áætlanir um nánari tengsl hag- kerfa evrusvæðisins, þar á meðal um sameiginlega fjárhagsáætlun evruríkjanna og aukna fjárhagsað- stoð til aðildarríkja í kreppuástandi, og vonast til þess að geta unnið þeim stuðning á fundinum. Merkel hefur lýst yfir veikum stuðningi við sumar tillögur Macrons en líklegt er þó að þær tillögur hans sem lagðar verða fram á fundinum verði ekki eins rót- tækar og hann gerði sér vonir um. Flóttamannavandinn verður á allra vörum á fundinum. Merkel berst fyrir pólitísku lífi sínu á fund- inum þar sem flokksfélagar hennar í Bæjaralandi hafa gagnrýnt hana harðlega fyrir stefnu hennar í inn- flytjendamálum. Horst Seehofer, innanríkisráðherra í ríkisstjórn Merkel, hefur sett henni þá úrslita- kosti að finna lausn til að hafa hemil á innflutningi flóttamanna því ella muni hann óhlýðnast henni og vísa sjálfur burt hælisleitendum á landa- mærum Þýskalands sem hafa þegar verið skráðir sem hælisleitendur í öðrum Evrópuríkjum. Án stuðnings Seehofers og bæverskra flokksherja hans hættir Merkel á að glata meiri- hluta sínum á þýska ríkisþinginu. Í drögum að niðurstöðum fundarins fallast ríkisleiðtogarnir á að „vinna náið saman“ til þess að koma í veg fyrir flutninga hælisleitenda innan Evrópusambandsins, sem gæti nægt Merkel til að sefa Seehofer og félaga þótt orðalagið sé ekki eins af- gerandi og hún eflaust vonaðist eft- ir. Brottfararstöðvar í Afríku? Meðal tillagnanna sem varpað hefur verið fram er bygging svokall- aðra „brottfararstöðva“ utan Evr- ópu fyrir flóttamenn og tilvonandi innflytjendur. Þessar stöðvar yrðu líklega byggðar á ströndum Norður- Afríku í því skyni að stjórna komu innflytjenda og koma í veg fyrir sjó- slys flóttamannabáta, sem hafa ver- ið tíð á Miðjarðarhafi síðustu árin. Óvíst er þó hvernig staðið yrði að byggingu slíkra stöðva, hvert skipu- lag þeirra yrði og í hvaða Afríkuríkj- um þeim yrði komið fyrir. „Sífellt fleiri standa í þeirri trú að aðeins sterk valdbeiting, andevr- ópsk og ófrjálslynd í eðli sínu og með tilhneigingu til einræðistil- burða, geti unnið bug á straumi ólöglegra innflytjenda,“ sagði Don- ald Tusk, forseti Evrópuráðsins, í orðsendingu til fundargestanna. „Mikið er í húfi og tíminn á þrotum.“ Mikilvægur leiðtogafundur  Brexit ekki ofarlega á forgangslista þjóðanna á leiðtogafundi í Brussel  „Mikið er í húfi og tíminn er á þrotum,“ segir Tusk, forseti Evrópuráðsins AFP Fundurinn Angela Merkel Þýskalandskanslari og Emmanuel Macron Frakklandsforseti mæta til leiks á leiðtogafundi Evrópusambandsins. Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Leit er hafin að nýjum dómara í hæstarétt Bandaríkjanna til að hlaupa í skarðið fyrir Anthony Kenn- edy, sem hyggst setjast í helgan stein í júlí. Kennedy hefur lengi ver- ið miðjusinnaðasti dómarinn í rétt- inum og því oft verið í aðstöðu til að greiða úrslitaatkvæði þar sem helm- ingur hinna dómaranna hneigist til vinstri og hinn til hægri. Atkvæði Kennedys tryggði meðal annars að hjónaband samkynhneigðra var lög- leitt í öllum ríkjum Bandaríkjanna árið 2015. Eftirmaður Kennedys verður annar hæstaréttardómarinn sem Donald Trump Bandaríkjafor- seti fær að útnefna á eftir Neil Gor- such, sem tók sæti í hæstaréttinum í fyrra. Gorsuch tók við af íhaldsmannin- um Antonin Scalia, sem lést í febrúar 2016. Sæti Scalia stóð autt í rúmt ár áður en Gorsuch tók við þar sem Mitch McConnell, forseti neðri deildar Bandaríkjaþings, neitaði að leyfa atkvæðagreiðslu um nýtt dóm- araefni á síðasta forsetaári Baracks Obama með þeim röksemdum að of stutt væri til næstu forsetakosninga. Gagnrýnendur McConnells hafa sakað hann um hræsni þar sem nú er styttra til þingkosninga en þá var til forsetakosninga. Trump er líklegur til að tilnefna íhaldsmann í dómaraembættið. Úr- skurðir hans gætu því haft mikil áhrif á ákvarðanir um réttindi til fóstureyðinga og lagaréttindi sam- kynhneigðra á næstu árum. Trump hefur leit að nýjum hæstaréttardómara  Útnefningin þýðingarmikil fyrir ýmis umdeild málefni Tilkynnt hefur verið að Donald Trump og Vladí- mír Pútín, forset- ar Bandaríkj- anna og Rúss- lands, muni hittast í Helsinki hinn 16. júlí næstkomandi. Þetta kemur fram á fréttavef AFP. Þetta verður fyrsti formlegi leið- togafundur forseta ríkjanna frá því að Barack Obama hitti Dímítrí Medvedev árið 2009. Litið var á þann fund sem nýtt skref í átt að vinsamlegri samskiptum ríkjanna en ekki rættist úr þeim fyrirheitum. Samskipti Rússlands og Bandaríkj- anna eru nú óvinsamlegri en þau hafa verið frá því á kaldastríðs- árunum þrátt fyrir að Trump hafi oft lýst yfir vilja til að vingast við Pútín. „Ég held að við munum tala um Sýrland. Ég held að við munum tala um Úkraínu. Ég held að við munum tala um ýmislegt,“ sagði Trump. „Og við sjáum hvað gerist. Á fund- um veit maður aldrei hvað gerist, er það nokkuð?“ John Bolton, ör- yggisráðgjafi Trumps, sagði að ekki myndi koma til tals að aflétta viðskiptaþvingunum sem lagðar voru á Rússland eftir innlimun Rússa á Krímskaga árið 2014. Þó hefur Trump persónulega lýst yfir þeirri skoðun sinni að skaginn til- heyri Rússlandi með réttu. TRUMP OG PÚTÍN FUNDA Hittast í Helsinki Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottu útliti. Fatnaður fyrir fagfólk

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.