Morgunblaðið - 29.06.2018, Page 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2018
Árum saman hafa
stjórnvöld hafnað
áreiðanleikakönnun
varðandi byggingu á
þjóðarsjúkrahúsi við
Hringbraut. Þótt eng-
in sátt sé um staðarval
vílar stjórnsýslan ekki
fyrir sér að ganga
þvert gegn rökstudd-
um aðvörunum.
Furðu sætir að
stjórnmálamenn komist upp með að
hunsa þjóðarvilja og leyfi að klastr-
að verði upp úreltum byggingum
við Hringbraut.
Byggingaframkvæmdin er ill-
framkvæmanleg og dýru verði
keypt vegna þrengsla við nærliggj-
andi byggð ásamt því að aðliggjandi
gatnakerfi ræður ekki við aukið
álag sem hlýst af framkvæmdinni.
Engin sátt verður þegar stórvirk
tæki fara að athafna sig af fullum
þunga á byggingasvæðum með stór-
felldum efnis- og vöruflutningum
árum saman.
Tugmilljarða seinvirkar jarðvegs-
framkvæmdir þurfa að eiga sér stað
auk stórbættra stofnæða og breyt-
inga á háspennustrengjum og öðr-
um lögnum. Girða þarf stór svæði
af vegna framkvæmda ásamt því að
koma fyrir plássfrekum bygginga-
krönum og þungavinnutækjum.
Þegar gamla Hringbrautin,
helsta samgönguæðin við spítalann,
rofnar er óumflýjanlegt að fram-
kvæmdin leiði til þess að starfsfólk,
gestir og sjúkrabílar komast ekki
óhindrað að spítalanum, jafnvel í
bráðatilfellum. Margfeldisáhrifin á
umferðarhnútum við Snorrabraut,
Eiríksgötu og Barónsstíg munu
ekki láta á sér standa. Stjórn-
málamenn munu sverja af sér alla
ábyrgð og benda á að hún liggi alls
staðar annars staðar þegar sjúk-
lingar ná ekki tímanlega til spít-
alans vegna öngþveitis og annarra
uppákoma.
Árið 2015 varaði KPMG við með
ítarlegum hætti að byggingafram-
kvæmd við Hringbraut væri óá-
sættanleg þar sem aðliggjandi
gatnakerfi stæði ekki undir umferð-
arflæði ásamt öðrum annmörkum
og óvissuþáttum.
Útvaldar verkfræðistofur hafa
eftirlitslítið getað leyft sér að hanna
spítala með úreltum- og kostnaðar-
sömum hætti og vanþekkingu, án
útboða og aðhalds. Sama rugli á síð-
an að viðhalda næstu árin. Miklir
fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi
fyrir sérhagsmunaöfl að geta mjólk-
að ríkissjóð áfram, og láta sig engu
varða að uppbygging við Hring-
braut er illframkvæmanleg.
Draga má í efa að áratuga hönn-
unar- og verkfræðikostnaður stand-
ist skoðun og notagildi sé í sam-
ræmi við útlagðan kostnað og
eðlilegt viðskiptasiðferði. Þó svo að
milljörðum hafi verið mokað eft-
irlitslaust í hönnun á uppbyggingu
við Hringbraut er sá fórnarkostn-
aður léttvægur miðað við það sem
hlýst af því að halda óábyrgu verk-
ferli áfram. Það er galið að hönnun
hátæknisjúkrahúss eigi sér stað án
þess að þekking liggi þar að baki.
Úti um allan heim hafa nýtísku-
sjúkrahús verið byggð á örfáum ár-
um og eðlilegast er að nýta sér ut-
anaðkomandi þekkingu með sem
minnstum tilkostnaði.
Framkvæmdir við Hringbraut
eru erfiðasta og dýrasta bygging-
arleið sem fyrirfinnst á Reykjavík-
ursvæðinu, jafnt ofan- sem neðan-
jarðar. Engu að síður víla verk-
fræðistofur ekki fyrir sér, sem og
helstu ráðgjafar og hönnuðir, að ýta
undir glórulausar framkvæmdir.
Byggingarmáti neðanjarðar er um-
fangsmikill og einkennist af löngum
göngum, ranghölum og tengibygg-
ingum, sem eiga eftir að verða þjóð-
inni dýrkeypt. Einnig á að byggja
fimm hæða bílastæðakjallara
neðanjarðar þótt brjóta og sprengja
þurfi tugþúsundir rúm-
metra af klöpp.
Tímafrekt og kostn-
aðarsamt er að endur-
byggja gömul og mygl-
uð húsakynni þar sem
strípa þarf hvern ein-
asta fermetra, skipta
út gluggum, raf- og
pípulögnum, brjóta
upp gólf og veggi til að
endurnýja lagnir og
fletta múr og ein-
angrun af veggjum
vegna myglu. Að ætla sér síðan að
laga starfsemina að gamalli og úr-
eltri teikningu er galið.
Framkvæmd vegna jáeinda-
skanna undanfarin ár gefur fyllilega
til kynna hversu óábyrgar kostn-
aðaráætlanir eru, samanber að sú
framkvæmd hefur ríflega fjórfald-
ast úr 250 milljónum í um 1.100
milljónir og verkinu ekki lokið.
Stundum þarf að viðurkenna mis-
tök og læra af þeim, ekki síst þegar
sjúkir og slasaðir eiga allt undir því
að vel takist til.
Enga iðnaðarmenn er að hafa
vegna þenslu, nema þá helst ónot-
hæfa eða á uppsprengdu verði. Við
slíkar aðstæður er ábyrgðarlaust að
vaða af stað með stærstu fram-
kvæmd Íslandsögunnar og vita ekki
einu sinni hvað hún á að kosta eða
byggingartíma. Flestum er ljóst að
kostnaðartölum og tímasetningum
hefur verið slengt fram af algjöru
ábyrgðarleysi.
Stjórnvöldum er fyrirmunað að
ná sátt um nýtt staðarval á nýju
sjúkrahúsi á skjótan hátt þar sem
ofsahagsmunir og sérhagsmuna-
gæsla ráða för. Þjóðin þarf að taka
upplýsta ákvörðun með lýðræð-
islegum hætti um staðarval til að
tryggja betri sátt ásamt því að huga
að útboði á hagkvæmu nýtísku-
sjúkrahúsi.
Stjórnvöld stuðla að þjóðarglæp
með stærstu framkvæmd Íslands-
sögunnar við núverandi efnahags-
ástand og þenslu sem ýtir undir
hærri byggingarkostnað sem skilar
sér út á hinn almenna húsnæðis-
markað. Verðbólga mun hækka og
riðla enn frekar efnahagslegum
stöðugleika. Einnig er óafturkræft
að hunsa að umferðarflæði á helstu
stofnæðum í gegnum borgina er
sprungið. Í því ljósi ber að flytja
stærsta vinnustað landsins annað.
Til að verkefnið klárist á traustan
og farsælan hátt færi best á að
þjóðarsjúkrahúsið okkar yrði boðið
út á nýjum og betri stað í heild
sinni með verulegum kvöðum. Flýta
ber allri skipulags- og hönnunar-
vinnu til að tryggja framkvæmd,
tímasetningu og verkábyrgð. Undir
slíkri ábyrgð verður illa risið nema
hún sé á einni hendi og niðurnjörv-
uð með afgerandi hætti.
Vandséð er hvernig verkábyrgð
haldi án yfirumsjónar öflugs og
trausts erlends byggingafyrirtækis.
Höfuðstöðvar Orkuveitunnar og
uppbygging síðustu áratuga gefa
fullt tilefni til að látið sé af óábyrgu
verkferli.
Stjórnvöld og stjórnsýsla eru
óhæf til tryggja að sem best verði
staðið að uppbyggingu nýs sjúkra-
húss með sem hagkvæmustum
hætti, og slíkt ber að uppræta.
Byggingaábyrgð þarf að vera til
staðar til að forða ríkisjóði frá tug-
milljarða kostnaðarauka og töfum.
Landspítali við Hring-
braut og afleiðingar
Eftir Vilhelm
Jónsson
»Útvaldar verk-
fræðistofur hafa
eftirlitslítið getað leyft
sér að hanna spítala
með úreltum og kostn-
aðarsömum hætti og
vanþekkingu, án útboða
og aðhalds.
Vilhelm Jónsson
Höfundur er fjárfestir.
vilhelmjons@gmail.com
Rammaáætlun var
samþykkt samhljóða
á Alþingi. Hún er sátt
milli sjónarmiða
verndunar- og virkj-
unaráforma. Á Íslandi
er þrígreint ríkisvald.
Þótt tvær greinar
þess séu mjög tengd-
ar vegna þingræðis þá
er skiptingin þannig
að Alþingi segir með
lögum og þingsálykt-
unum framkvæmdavaldinu fyrir
verkum. Ráðherra má aldrei fara
gegn vilja þingsins. Það hlýtur einn-
ig að gilda um undirstofnanir hans.
Ég rifja þetta upp vegna þess að
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur
gert tillögur um friðlýsingu gíf-
urlegs landflæmis sunnan friðlands-
ins á Hornströndum. Samkvæmt
fréttum er tekið fram í þeirra
skýrslu að tillögunni sé sérstaklega
beint gegn virkjunaráformum í
Ófeigsfirði sem Alþingi hefur sam-
þykkt með Rammaáætl-
un. Þannig skorar und-
irstofnun umhverfis-
ráðherra á hann að fara
gegn vilja þingsins.
Gert er ráð fyrir
ákveðnu ferli í Ramma-
áætlun. Náttúrufræði-
stofnun hefur ekki kom-
ið að athugasemdum við
virkjunaráform fyrr en
nú. Lyktar það illa. Er
því líkast sem ráðherra
hafi gefið fyrirmæli þar
um.
Í gögnum Náttúrfræðistofnunar
er getið um þetta landsvæði og
ástæður þess að rétt þykir að friða
það eru vegna jarðfræði. Virkjunin
skemmir ekki slíkt. Hún er byggð
neðanjarðar og stíflur eru gerðar úr
jarðefnum og því hægt að má þær
burtu ef ástæða þykir til.
Margir geta fallið fyrir áróðri
Landverndar í þessu máli. Þetta er
langt í burtu. Fáir búa þarna og
virkjunin breytir ekki miklu í heild-
arorkuframleiðslu landsins. Orku-
stofnun hefur áætlað orkuþörf Ís-
lendinga miðað við að halda sömu
velsæld og nú er og að við stöndum
við skuldbindingar okkar í loftslags-
málum. Þeir sjá fyrir mikla þörf.
Möguleikar fyrir stórvirkjanir eru
nánast taldir og því verður orkuþörf
okkar ekki fullnægt nema með
mörgum smærri virkjunum. Land-
vernd berst á móti þeim öllum.
Ef við látum öfgar ráða og höfnum
sátt og málamiðlun milli virkjana og
verndunar lendum við í orkuskorti
sem getur leitt til þess að öflin sem
vilja lítið friða nái yfirhöndinni.
Sala okkar á umhverfisvænni
orku til stóriðju en gífurlega stórt
framlag til loftslagsmála. Með henni
sparast margföld mengun Íslend-
inga miðað við að orkan yrði ella
framleidd með kolum.
Samtök eins og Landvernd starfa
eftir tilfinningum en ekki eftir skyn-
semi. Þannig fáum við ekki hag-
kvæmustu lausnirnar með því að
hlusta á þau. Það er sorglegt að þau
hafi komið kvislingi á ráðherrastól
sem virðist beita undirstofnunum
sínum til að fara gegn vilja Alþingis.
Möguleikar okkar í baráttu við
loftslagsvána eru ekki að loka álver-
um. Þeir eru að virkja meira og
skipta út brennslu á jarðefnaelds-
neyti fyrir raforku, í höfnum, í verk-
smiðjum í upphitun, jafnvel í ferjum
og skipum auk farartækja. Land-
vernd á eftir að berjast áfram fyrir
hverju sem við gerum hér eftir sem
hingað til. Við megum ekki reisa
virkjanir, leggja raflínur eða nokkuð
það sem er forsenda framfara og
minni hækkunar á hitastigi jarðar.
Ein ósannindin sem Landvernd
beitir er að lítið sé eftir af ósnortn-
um víðernum og við græðum svo
mikið á að vernda þau. Staðreyndin
er sú að mikill hluti af norðurhveli
jarðar er ósnortin víðerni auk þess
eru eyðimerkur jarðarinnar lítt
byggðar. Með því að troða þessum
ósannindum í okkur aftur og aftur
gætu margir farið að trúa þeim.
Höldum sátt um málamiðlun vernd-
unar og friðunar og hlustum ekki á
öfgarnar. Við þurfum velsæld til að
knýja velferðarkerfið.
Fer utanþingsráðherra
gegn vilja þingsins?
Eftir Þorstein
Ásgeirsson
Þorsteinn
Ásgeirsson
»Með því að troða
þessum ósannindum
í okkur aftur og aftur
gætu margir farið að
trúa þeim.
Höfundur er pípulagningameistari.
Fallegar vörur fyrir falleg heimili
Opið virka daga kl. 10-18
Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Hágæða sláttutraktorar frá
40 ár
á Íslandi
Sterkir og
notendavænir