Morgunblaðið - 29.06.2018, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.06.2018, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2018 ✝ Ingibjörg ElínKristinsdóttir, alltaf kölluð Elín, fæddist í Reykja- vík 26. október 1932. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Eyri 23. júní 2018, eftir snörp og erfið veikindi. Elín var dóttir hjónanna Gísla Jóhanns Jónssonar loftskeytamanns, f. í Gaulverjabæ, Árnessýslu 1910, d. 1941, og Svövu Halldórs- dóttur, f. 1910 á Húsavík, Norður-Þingeyjarsýslu, d. 1993. Foreldrar hennar skildu. Fóst- urforeldrar Anna Sigrún Jóns- Anna Kristín, f. 1951, eig- inmaður Sigurður Heiðdal Hauksson. Þeirra synir eru Hreinn, f. 1978, og Haukur, f. 1980. 2) Halldóra, f. 1954, eig- inmaður Jón Reynir Sigurvins- son. Halldóra á tvo syni, Arnar Snæ, f. 1984, og Birgi Fannar, f. 1985. Stjúpsynir Halldóru og synir Jóns eru Magni Hreinn, f. 1983, og Ísleifur Muggur, f. 1994. Langömmubörnin hennar voru orðin 13. Elín ólst upp á Akureyri hjá fósturforeldrum sínum. Þau tóku hana í fóstur nokkurra vikna gamla. Þar lifði hún sín æskuár og eignaðist vini sem héldu vinskap á meðan þau lifðu. Elín vann ýmis störf eftir að hún fluttist til Reykjavíkur, þó lengst af afgreiðslustörf í bókaverslunum. Kveðjuathöfn verður í Ísa- fjarðarkirkju í dag, 29. júní 2018, kl. 16. Jarðsett verður í Kópavogi. dóttir og Kristinn Jóhannesson en þau áttu einn son, Jón, f. 1935, d. 1985. Elín ólst upp á Akureyri til 17 ára aldurs en þá flutti hún til Reykjavík- ur. Átti þrjá hálf- bræður samfeðra, Brynjólf, Gunnar og Jón Braga, og tvær hálf- systur sammæðra, Þyri Huld og Sif Huld. Eiginmaður Elínar var Hreinn Snæland Halldórsson, f. 1929, d. 2012. Þau giftu sig 4. júlí 1953. Dætur þeirra eru: 1) Elsku mamma mín hefur kvatt þetta líf. Konan sem var mín fyrirmynd og klettur. Kon- an sem synir mínir dýrkuðu. Alltaf var hún reiðubúin að rétta þeim hjálparhönd og styrkja. Hvatti þá áfram í því sem þeir voru að gera ef henni fannst það til framdráttar fyrir þá. Hún fylgdist með þeim og fjölskyldum þeirra til hins síð- asta. Þeir voru duglegir að koma með börnin sín til hennar og hafði hún mikið gaman af því. Hún var svo barngóð. Mamma hafði sjaldan verið veik og held ég að það sé telj- andi á fingrum annarrar hand- ar þau skipti sem hún þurfti að leita læknis fyrir áttrætt. Ef eitthvað kom upp á var hún fljót að ná sér upp úr því. Það var ekki fyrr en pabbi dó árið 2012 að það fór að bera á veik- indum hjá henni. Hún hafði hugsað um hann heima eftir að hann greindist með alzheimer í nokkur ár og svo fór hún dag- lega til hans eftir að hann fór á hjúkrunarheimilið Mörkina, en þar var hann í rúmt ár. Ég dáð- ist alltaf að umhyggju hennar og nærgætni við hann. Þau voru bestu vinir og félagar og báru ómælda virðingu hvort fyrir öðru. Þau ferðuðust mikið bæði hér heima og til annarra landa þegar bæði voru heil- brigð. Mamma bjó þeim ynd- islegt heimi og var fjölskyldan henni alltaf efst í huga. Þegar pabbi féll frá og veikindi sóttu á mömmu ákvað hún að flytja vestur til okkar. Þar keypti hún sér litla þjónustuíbúð og leið vel með okkur í nánast næsta húsi. Fyrir tveimur árum datt hún heima og lærbrotnaði og þurfti að fara í aðgerð. Eftir það gat hún ekki búið ein og komst inn á hjúkrunarheimilið Eyri. Hún var farin að gleyma og líkamlegur og andlegur styrkur hafði minnkað mjög. Þarna leið henni vel og var ein- staklega vel hugsað um hana. Þessi síðustu ár eru mér mjög mikilvæg í minningunni þar sem ég gat sinnt mömmu og verið með henni meira en áður. Við urðum miklar vinkonur. Ég er Guði þakklát fyrir að hafa gefið mér þetta tækifæri til að hugsa um hana. Á tímabili skiptum við um hlutverk og hlógum við oft að því. Ég á margar minningar um mömmu og erfitt að setja þær á blað. Þær á ég með mér og kem til með að deila þeim með börnum mínum síðar. Sterkasta minn- ingin er í huga mér hversu stór persóna mamma var, sterk og sjálfstæð. Hún hvatti mig til að hugsa vel um mig, alveg fram á síðasta dag sem hún gat tjáð sig. Ég lofaði henni því. Hún vissi að þetta yrði erfitt fyrir mig en hún sagðist jafnframt hlakka til að hitta pabba. Þess vegna samgleðst ég henni. Við trúðum báðar á annað líf og ræddum það oft. Það var ótrú- leg reynsla sem ég varð fyrir síðasta morguninn hennar þeg- ar ég sat hjá henni, og er ég núna sannfærð um að það er líf eftir þetta líf þótt í annarri vídd sé. Mamma fékk friðsælt andlát með okkur báðar syst- urnar hjá sér. Hjartans þakkir til Jóns Reynis fyrir það hve mikill stuðningur hann var við hana og gleðigjafi. Hann var hennar besti vinur eins og hún sagði við mig. Ég kveð elsku mömmu mína með miklu þakk- læti fyrir allt sem hún var mér og mínum og bið algóðan Guð að taka á móti henni og leiða inn í eilífa ljósið. Góða nótt elsku mamma mín og Guð geymi þig! Þín Halldóra. Elsku amma mín er fallin frá. Ég minnist hennar góð- mennsku og með þakklæti fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum og fyrir þá hlýju sem hún sýndi mér öllum stundum, allt frá því að ég var ungur fótboltastrákur og fram á full- orðinsárin. Amma var glæsileg kona og maður fylltist ákveðnu stolti að vera í kringum hana. Hún var mikill húmoristi, hafði gaman af ferðalögum, tónlist og að dansa. Hún var mikill og góður lífsförunautur afa míns heitins en þau voru mjög náin og góðir vinir. Ég hef alltaf dáðst að þeirra hjónabandi og þeirri einstöku vináttu sem ein- kenndi þeirra samband. Það var gott að eiga ömmu eins og ömmu mína því til hennar gat ég leitað og rætt lífið og til- veruna hverju sinni því hún átti ráð undir rifi hverju. Við áttum að baki marga kaffibolla, sér- staklega í Kópavoginum, þar sem umræðuefnin voru jafn- mörg og þau voru breytileg. Amma var líka kona sem átti óvenjumargar kaffikönnur í geymslunni hjá sér. Ég veit ekki hversu margar vélar hún átti en hún var oft og tíðum ekki nægilega ánægð með nýju vélarnar og fékk þá mömmu til að versla nýja kaffivél fyrir sig. Svona gekk þetta svolítið fyrir sig á tímabili og ég hafði svolít- ið gaman af þessu. Fannst orð- ið spennandi að sjá hvort ein- hverjar kaffivélar væru búnar að bætast í safnið þegar ég kom við í Kópvoginum. Amma hafði sínar ástæður fyrir þessu, annaðhvort pössuðu vélarnar ekki í innréttinguna eða helltu einfaldlega ekki upp á nægilega gott kaffi. Hún vildi bjóða vin- um og fjölskyldu upp á gott kaffi og meðlæti og maður fór aldrei svangur frá henni. Amma gaf mér vandaða kaffi- vél úr geymslunni fyrir nokkr- um árum sem ég lagði til hliðar fyrir skemmstu og kom fyrir á góðum stað hjá mér. Ég ætla að taka fram þá vél og minnast ömmu minnar á degi hverjum enda yljar tilhugsunin um þessa yndislegu konu sem ég var svo lánsamur að geta kallað ömmu mína. Hún á stóran þátt í því hvernig ég lít á lífið og til- veruna, hvernig maður einblín- ir á það jákvæða og nýtur lífs- ins á sama tíma. Ég mun alltaf minnast hennar fyrir þá hlýju sem hún sýndi mér og tvíbura- dætrum mínum og er þakklátur fyrir þann tíma sem við fengum saman. Minning hennar er ljós í lífi mínu og dætra minna. Arnar Snær Pétursson. Amma, amma, amma, þú yndislega kona. Ekki bjóst ég við því að sitja hér nú og skrifa um þig minningargrein þegar ég hitti þig um páskana. En sú er nú raunin. Það eru svo mörg orð sem mig langar til að skrifa þér en þegar á það reynir staðna fingur á lyklaborðinu. Hugurinn reikar fram og til baka og ég festist hálfpartinn í því að gráta, hlæja og brosa yf- ir svo mörgu. En amma mín, það sem ég græt er að fá ekki að hitta minn eina sanna perlu- vin aftur sem varst þú og að heyra það frá öðrum eftir að þú ert farin að ég hafi verið í miklu uppáhaldi hjá þér og ver- ið þér góður gleður mig meir en nokkuð annað. Ég græt núna gleði- og sorgartárum örugglega jafn mikið og þegar þú renndir upp í höku einu sinni. En ég hefði nú getað sagt mér þetta sjálfur um að ég væri þér góður, þar sem ég lagði mig allan fram við að hjálpa til við að þú hefðir það gott síðustu árin. Ég var að gjalda þér nefnilega í sömu mynt. Kærleika, virðingu, kurt- eisi, gjafmildi, traust, hlýju og vinskap að eilífu. Amma mín, eftir að ég kom til þín rétt áður en þú sofnaðir, þá vissirðu að þetta var ég, því þú sagðir „sæll, vinur“, og reyndir að brosa. Það sagði mér allt sem segja þurfti, og að sitja hjá þér og halda í hönd þína var líklega besta samtal sem ég hef nokkurn tímann átt við manneskju. Alger kyrrð, hönd í hönd. Eins sárt og það er, elsku amma, að þú sért farin í sum- arlandið góða, þá gleðjumst við yfir því að þú fáir hvíldina sem þig var farið að lengja svo eftir. Ég veit að afi er líka kampa- kátur núna, þið í göngutúr með Kóngsa og Gosa. Gætir ekki fengið betri móttökur en þar. Elska þig, amma mín, takk svo mikið fyrir hreinlega allt. Ég mun aldrei gleyma þér. Þú varst okkur amma svo undur góð og eftirlést okkur dýran sjóð, með bænum og blessun þinni. Í barnsins hjarta var sæði sáð, er síðan blómgast af Drottins náð, sá ávöxtur geymist inni. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig, elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo, amma, sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Þinn perluvinur og barna- barn, Birgir Fannar Snæland. Elín Kristinsdóttir Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, EYRÚN RANNVEIG ÞORLÁKSDÓTTIR, Krossi í Ölfusi, lést á hjúkrunarheimilinu Fossheimum, Selfossi laugardaginn 23. júní. Jarðarförin fer fram frá Kotstrandarkirkju laugardaginn 30. júní klukkan 14. Ragnheiður Lúðvíksdóttir Þorsteinn Jóhann Vilmundarson Magnús Arnulf Lúðvíksson Laufey Jónsdóttir ömmubörn, langömmubörn, systkini og aðrir aðstandendur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA GUÐRÚN HELGADÓTTIR, píanókennari, Árskógum 8, áður Háaleitisbraut 28, Reykjavík, lést á Landsspítalanum í Fossvogi sunnudaginn 24. júní. Útförin fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 9. júlí kl. 15. Lára Rafnsdóttir Jóhannes Atlason Theódóra G. Rafnsdóttir Hlöðver Örn Rafnsson Sigríður Sverrisdóttir Högni Rafnsson Antonia Gutes Turu barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn og besti vinur, faðir okkar, sonur og tengdasonur, NJÁLL ÞÓRÐARSON, Vesturási 44, Reykjavík, lést laugardaginn 23. júní. Útförin fer fram í Grafarvogskirkju miðvikudaginn 4. júlí klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast Njalla er bent á styrktarreikning fyrir dætur hans, kt. 210873-3179, reikn.nr. 0370-22-007331. Þóra Pétursdóttir Katla Njálsdóttir Yrsa Njálsdóttir Þórður V. Njálsson Auður B. Stefnisdóttir Elín Kr. Halldórsdóttir Ástkæra eiginkona mín, móðir okkar, tengdamamma, amma og langamma, GUÐRÚN ERNA NARFADÓTTIR, sjúkraliði, lést á hjúkrunarheimilinu Eir 26. júní. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 2. júlí klukkan 15. Jón Sturla Ásmundsson Sigurlaug, Svava og Erna Björk Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTJANA ÞORGRÍMSDÓTTIR frá Syðri-Gegnishólum, Sigtúni 32, Selfossi, lést á dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka þriðjudaginn 26. júní. Útförin auglýst síðar. Guðrún Jónsdóttir Albert Sigurjónsson Sigurður Jónsson og barnabörn Ástkær mamma, amma og langamma okkar, ELNA ORVOKKI BÁRÐARSON, lést á heimili sínu, Fellaskjóli í Grundarfirði, laugardaginn 23. júní. Útför fer fram frá Grundarfjarðarkirkju í dag, föstudaginn 29. júní, klukkan 14. Gústaf Þorsteinsson Bárður Orri Þorsteinsson Karl Bjarni Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn Systir mín og frænka okkar, ÞÓRHILDUR ÞORSTEINSDÓTTIR, Dúdda, fyrrverandi vararæðismaður Íslands og leiðsögumaður, sem lést á heimili sínu í Fuengirola laugardaginn 12. maí, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 4. júlí klukkan 15. Þorsteinn Þorsteinsson Gauti Kristmannsson Þorsteinn Kristmannsson Kristmann Egill Kristmannsson Eiður Páll Sveinn Kristmannsson Leifur Ragnar Jónsson Kristín Ragna Jónsdóttir Jón Ragnar Jónsson Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, stjúpfaðir, afi og langafi, MAGNÚS MAGNÚSSON, lést á Dvalarheimilinu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum miðvikudaginn 27. júní. Útförin fer fram frá Landakirkju miðviku- daginn 4. júlí klukkan 14. Elín Helga Magnúsdóttir Fannar Eyfjörð Skjaldarson Bjarkey Magnúsdóttir Jón Bernódusson Martína Bernódusson Þuríður Bernódusdóttir Gísli Erlingsson barnabörn og barnabarnabörn systkinin frá Borgarhóli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.