Morgunblaðið - 29.06.2018, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2018
Hildur Loftsdóttir
hildurl@mbl.is
Síðasta lag fyrir fréttir nefnast söng-
tónleikar sem haldnir verða á Kvos-
læk í Fljótshlíð kl. 20.30 á morgun,
laugardag. Þar
koma fram söng-
konurnar Aðal-
heiður Margrét
Gunnarsdóttir
mezzósópran og
Þóra Sigurborg
Guðmannsdóttir
sópran auk Gló-
dísar Margrétar
Guðmundsdóttur
píanóleikara og
Eyrúnar Anítu Guðnadóttur harm-
onikkuleikara.
Fullveldi og íslensk lög
Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari og
eiginmaður hennar Björn Bjarnason
eru skipuleggjendur viðburða á
Kvoslæk. Þetta eru fyrstu tónleikar
sumarsins af fernum, en einn fyrir-
lestur af fjórum hefur þegar verið
haldinn og tengjast þeir allir 100 ára
afmæli fullveldisins.
„Við höfum staðið fyrir tónleikum,
fyrirlestrum, flóamörkuðum og
bókakynningum á Kvoslæk í þó
nokkur ár,“ segir Rut. „Þemað í
fyrirlestraröðinni er fullveldið en
þeir fjalla allir um aðdraganda þess
að Íslendingar öðluðust fullveldi. Síð-
an hagaði svo skemmtilega til að þeg-
ar allir voru búnir að ákveða sínar
efnisskrár fyrir tónleikana kom í ljós
að þar verða flutt íslensk lög að
mestu leyti. Á mínum tónleikum í lok
september verður auk verka eftir
Mozart og Mendelssohn flutt verk
eftir Jón Ásgeirsson, sem verður ní-
ræður í október.“
Tónlistarfólk úr sveitinni
Tónleikarnir á morgun bera þá
heimilislegu yfirskrift Síðasta lag
fyrir fréttir. „Þarna verða flutt öll
þessu fallegu íslensku uppáhalds-
sönglög; „Gígjan“, „Lindin“, „Í fjar-
lægð“ o.fl. Lögin spanna langt tíma-
bil, alveg frá Árna Thorsteinssyni og
yngsti lagahöfundurinn er Tryggvi
Baldvinsson. Þetta verður mjög fjöl-
breytt dagskrá,“ segir Rut sem býst
við að allir tónleikagestir muni
þekkja allar þessar söngperlur. Ey-
rún Aníta harmonikkuleikari mun
spila frá kl. 20 og vekja stemninguna
áður en söngdagskráin hefst um kl.
20.30.
Allar tónlistarkonurnar sem koma
fram tengjast sveitinni og það á við
um flestallt tónlistarfólkið sem fram
kemur í sumar. Það hefur allt sótt
framhaldsmenntun til Reykjavíkur
og til annarra landa. Þau hafa lokið
prófum frá Listaháskólanum, Söng-
skólanum, Tónskóla þjóðkirkjunnar,
Svíþjóð, Hollandi og Bandaríkjunum.
„Næstu tónleikar nefnast Bræðra-
lög og þar koma fram Bjarni Guð-
mundsson, Einar Þór bróðir hans og
Guðjón Halldór Óskarsson, sem leik-
ur á píanóið. Þeir eru allir frá Hellu
og Hvolsvelli. Síðustu tónleikar sum-
arsins heita Uppáhaldslög Öðlinga,
það er karlakór af svæðinu, sem ætl-
ar að syngja létt lög undir stjórn
Guðjóns Halldórs. Það er bara á tón-
leikunum með mér sem koma
strengjaleikarar úr Reykjavík,“ seg-
ir Rut.
Sveitaferð að sumarlagi
Rut segir að undanfarin ár hafi
hvort tveggja fólk úr Reykjavík og úr
sveitinni mætt á tónleikana og fyrir-
lestrana á Kvolslæk.
„Við reynum að kynna þetta vel
fyrir austan, en líka á höfuðborgar-
svæðinu því við vitum að marga lang-
ar að koma, bæði til að heyra það
sem við bjóðum upp á hverju sinni en
líka að fara út í sveit að sumarlagi og
eiga góða stund,“ segir Rut Ingólfs-
dóttir fiðluleikari og hvetur sem
flesta til að gera sér ferð að Kvoslæk
í sumar.
Okkar helstu
söngperlur
Fernir tónleikar verða á Kvoslæk í Fljótshlíð í sumar
Söngperlur Glódís, Aðalheiður, Eyrún og Þóra flytja alþekkt sönglög.
Rut Ingólfsdóttir
» Sýningin New-Zoéland/Nýja-Zoéland var opnuð í Listastofunni við Hringbraut í gær. Henni er lýst
sem „innblásinni ferð í duttlungafullan hugarheim lista-
mannsins Zoé Sauvage gegnum teikningu/málverk,
myndband, innsetningu“ og landið sem sé heimsótt sé
frændeyja Nýja-Sjálands. Eftir langt háskólanám og
meistarapróf í vistfræði, siðfræði og þróunarvísindum
ákvað Sauvage að túlka heillun sína á hinum lifandi heimi
yfir í listaheiminn, eins og það er orðað í tilkynningu frá
Listastofunni þar sem segir að í myndlistarheimi hennar
þjóni vatnslitablettir og blek hlutverkum í frumlegri
fléttu af persónulegum goðsagnalegum alheimi.
Myndlistarsýning Zoé Sauvage, Nýja-Zoéland, var opnuð í Listastofunni í gær
Gestir Carissa og Annel voru við opnun sýningarinnar. Ánægðir Olivier og Sæmundur voru á meðal sýningargesta.
Listakonan Zoé Sauvage opnaði
í gær myndilistarsýningu sína í
Listastofunni að Hringbraut 119.
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Myndlistarkonan
Jóna Hlíf Hall-
dórsdóttir opnar
einkasýninguna
Kyrrð í dag kl. 17
í sýningarrýminu
Kjallaranum sem
er í versluninni
Geysir Heima að
Skólavörðustíg
12.
Jóna Hlíf sýnir
ný verk, gólfskúlptúra og textaverk
og vinnur út frá nýrri frásögn og
með nýja efniviði, samkvæmt til-
kynningu. Í forgrunni er leikur með
konseptin „afstrakt“ og „form“ með
hliðsjón af því hvað felst í að eitthvað
sé staðbundið, segir þar.
Líkt og í fyrri verkum Jónu Hlífar
er einnig unnið með tungumálið, orð
og samspil ljóss, forms og lita og
tengjast öll verkin endurminningum
um staði á eða nálægt hálendi úr
misgömlum ferðalögum. „Að baki
hverju verki er mynd af stað sem
reynt er að lýsa í eins fáum orðum
og hægt er, með því að draga fram
kjarnann úr endurminningunni af
upplifuninni. Það sem sameinar eru
heiðríkja, tærleiki og kyrrð – að
minnsta kosti í huganum,“ segir í til-
kynningu.
Gréta Rún Snorradóttir sellóleik-
ari leikur við opnun sýningarinnar
og boðið verður upp á léttar veit-
ingar.
Kyrrð í
Kjallaranum
Jóna Hlíf
Halldórsdóttir
Nú finnur þú það
sem þú leitar að á
FINNA.is